Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lífið í frystihúsinu: Þeir „duglegir, sterkir og mikilvægir. Við vandvirkar hórur“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir hóf starfs­fer­il­inn í frysti­húsi þar sem hún seg­ist hafa feng­ið skýr skila­boð um mun­inn á því að vera stelpa eða strák­ur á at­vinnu­mark­aði.

Lífið í frystihúsinu: Þeir „duglegir, sterkir og mikilvægir. Við vandvirkar hórur“

Það fyrsta sem mér var kennt var að hlutverk mitt á vinnustaðnum væri skilgreint út frá kyni mínu, skrifar Þórunn Ólafsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Austurglugganum í gær. Þar fjallar hún um skilaboðin sem hún fékk sem ung kona að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, fermingarstúlka í frystihúsi. Strax fyrsta daginn fékk hún hins vegar það hlutverk að snyrta fisk, ekki vegna þess að hún kunni vel til verka eða hefði hæfileika á því sviði heldur vegna þess að það var kvennastarf. Ég spurði hvers vegna, varla væri mér ætlað að snyrta þennan fisk með píkunni. Svarið sem ég fékk var að stelpur væru svo miklu vandvirkari en strákar. Ég hló, enda sennilega í fyrsta og eina skipti sem ég, með mína tíu þumalfingur, hef verið kölluð vandvirk.

Þórunn vann í frystihúsinu um sumarið og hataði hvern dag, þar sem henni var illt í réttlætiskenndinni í þessu umhverfi þar sem störfum var skipt eftir kyni og henni tjáð að svokölluð karlastörf væru sko ekki fyrir stelpur. Í dag lýsir hún þessi sem svo að vinnuumhverfið sem hún, og svo margar kynsystur hennar stigu sín fyrstu skref í hafi verið baneitrað.  

Ekki aðeins voru störfin kynjuð, heldur máttu stúlkurnar líka þola áreiti frá verkstjóranum sem gekk oft um, segir hún og gerði athugasemdir við líkamsvöxt stelpnanna sem unnu undir honum og spurði nærgöngulla spurninga um einkalíf þeirra. Meðal annars hvort þær væru farnar að stunda kynlíf og þá jafnvel hvernig og með hverjum. Þetta var oft svolítið eins og rússnesk rúlletta. Hverja spyr hann næst?

Þórunn segist hafa rætt við stelpu að heiman fyrir skömmu síðan sem gerði henni ljóst að það sem hún upplifði sem ung stúlka hefði lítið breyst. Hún lýsti því hvernig verkstjórinn hefði mætt með erlenda viðskiptavini í fiskvinnslusalinn og sagt: Munurinn á þessu og hóruhúsi er að hérna má bara horfa, ekki snerta, og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.

Á meðan stelpurnar sátu undur slíkum athugasemdum fóru strákarnir á sjóinn, með þau skilaboð í farteskinu að þeir væru duglegir, sterkir og mikilvægir. Við vandvirkar hórur með misgóð ráð frá verkstjóranum um það hvernig best væri að bera sig að í rúminu, skrifar Þórunn en pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
Hann var búinn að öskra á hjálp
6
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár