Jólin eru að mínu mati ekki kristin hátíð. Þvert á móti finnst mér jólin vera heiðin og frumstæð ljósahátíð, sem snýst um að borða góðan mat, drekka gott vín og vera með sínu uppáhaldsfólki. Enda má ekki rugla jólunum saman við Kristsmessu, sem er kristin útgáfa af jólunum og ekki nærri jafn skemmtileg að mínu mati.
Jólin eru líka mikið eldri enn Kristsmessan sem er hátíð sem kirkjan fann upp á til þess að sannfæra evrópska heiðingja til þess að trúa á Jesú Krist. Heiðingjarnir voru nefnilega alveg til í að skipta út sínum frumstæðu guðum fyrir Jesú, en ekki kæmi til greina að sleppa veisluhöldum sem fylgdu þeirra trú. Þess vegna lagði kirkjan til að heiðnar hátíðir fengju ný nöfn og þeim gefin kristin gildi. Þannig varð frjósemishátíðin að páskum, dagur hinna dauðu að Heilaga Martínusar hátíð og jólin urðu kristin.
Athugasemdir