Það hefur lengi tíðkast á Íslandi að stunda sjósund eða sjóböð eins og sumir vilja kalla það. Ýmist í sjónum sjálfum, eða í vötnum og ám úti í náttúrunni. Að stunda sjósund á Íslandi má nánast allt árið um kring leggja að jöfnu við að stunda ísböð eða að minnsta kosti köld böð, þar sem sjórinn fer sjaldnast mikið yfir 10 gráður. Til samanburðar eru sundlaugar hér á landi yfirleitt á bilinu 23-30 gráðu heitar og heitu pottarnir frá 38-45 gráðum. Grettir Ásmundarson er sennilega einn frægasti sjósundmaður Íslendinga fyrr og síðar fyrir Drangeyjarsund sitt, en Kjartan Ólafsson sem lék á sundi við Ólaf konung Tryggvason er einnig þekktur sjósundsmaður í sögulegu samhengi. Þó að einstaka ofurhugar hafi hér á árum áður stundað sjósund allan ársins hring, voru þeir ákaflega fáir þar til á allra síðustu árum. Segja má að nokkurs konar sprenging hafi orðið í ástundun ísbaða og sjósundi á Íslandi að undanförnu. Bæði meðal íþróttamanna og einnig meðal almennings. Ástæðan er einföld. Fólk sem þessa iðju stundar finnur fyrir mikilli vellíðan og líkamlegum ávinningi. Að auki segjast þeir sem regulega láta kuldann leika um búkinn finna fyrir miklum andlegum ávinningi.
Íslensk rannsókn um virkni ísbaða
Stór hluti íþróttamanna stundar nú orðið að fara til skiptis í heitt og kalt vatn eftir keppni eða mikla áreynslu, í því augnamiði að auka blóðflæði og hjálpa líkamanum að vinna úr bólgum og eymslum hér og þar. Rannsóknir benda enda til að mikið sé á því að græða og að alls ekki sé um hugaróra að ræða. Sjúkraþjálfarar og læknar íþróttaliða nota kuldameðferðir í auknum mæli eftir keppni og æfingar með góðum árangri. Í lokaritgerð Katerinu Baumruk í B.S.-námi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans, sem birtist í vor, fjallaði hún um virkni skiptibaða og ísbaða hjá íþróttamönnum. Í ritgerðinni voru teknar saman niðurstöður úr fjölmörgum erlendum ritrýndum rannsóknum á þessu sviði. Niðurstöðurnar sýndu að ísböð, köld böð og
Athugasemdir