Jólin voru góð hér á heimilinu, þar sem það var mikið borðað, drukkið, hlegið, sofið, lesið, spilað og pússlað auk þess sem farið var á jólaball og jólatónleika. Ég náði meira að segja að horfa á Dr. Zhivago í tíunda skiptið, en það er orðið að hefð að horfa á hana um jólin. Fyrir mér eru jólin nauðsynleg. Hátíðarhaldið er að mínu mati eina leiðin til að lifa veturinn af. Ég get ekki ímyndað mér hvernig ég gæti enst fram á vor ef ég ætti ekki þessa daga þar sem ég er pakksaddur, útsofinn og til í spretthlaupið sem fylgir síðasta spölnum, í janúar, febrúar og mars.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Hollir og stökkir kjúklingavængir
Óskar Ericsson þarf að gera vel við sig til að komast í gegnum síðustu vetrarmánuðina. Til þess reynir hann að hvílast vel og borða góðan mat. Hér gefur hann uppskrift að kjúklingavængjum sem eru jafn stökkir og á skyndibitastöðum, en hollari.
Athugasemdir