Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hollir og stökkir kjúklingavængir

Ósk­ar Erics­son þarf að gera vel við sig til að kom­ast í gegn­um síð­ustu vetr­ar­mán­uð­ina. Til þess reyn­ir hann að hvílast vel og borða góð­an mat. Hér gef­ur hann upp­skrift að kjúk­linga­vængj­um sem eru jafn stökk­ir og á skyndi­bita­stöð­um, en holl­ari.

Jólin voru góð hér á heimilinu, þar sem það var mikið borðað, drukkið, hlegið, sofið, lesið, spilað og pússlað auk þess sem farið var á jólaball og jólatónleika. Ég náði meira að segja að horfa á Dr. Zhivago í tíunda skiptið, en það er orðið að hefð að horfa á hana um jólin. Fyrir mér eru jólin nauðsynleg. Hátíðarhaldið er að mínu mati eina leiðin til að lifa veturinn af. Ég get ekki ímyndað mér hvernig ég gæti enst fram á vor ef ég ætti ekki þessa daga þar sem ég er pakksaddur, útsofinn og til í spretthlaupið sem fylgir síðasta spölnum, í janúar, febrúar og mars. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár