Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hjúkrunarkonan sem seldi eigur sínar og ferðaðist um heiminn

Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir stofn­andi ABC, gerði það að verk­efni lífs síns að kenna fólki að lesa. Hug­sjón henn­ar varð að stór­veldi. Hún hef­ur sjálf upp­lif­að að fá hjálp á ög­ur­stundu á ferð­um sín­um um heim­inn.

Hjúkrunarkonan sem seldi eigur sínar og ferðaðist um heiminn
Barnastarf Guðrún Margrét Pálsdóttir hefur séð hugsjónir sínar rætast innan ABC sem hún stofnaði ásamt félögum sínum. Hjálparstarfið nær til fjölmargra landa. Það er þó enginn dans á rósum eins og sjá má af átökunum sem standa í Kenía þar sem starfsmaður samtakanna hefur náð undir sig eignum félagsins. Mynd: Kristinn Magnússon

Fyrir 30 árum ákvað Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur að hætta í vinnu sinni til þess að sjá heiminn. Hún seldi eigur sínar og hélt af stað. Ótal ævintýri biðu hennar á ferð þar sem fátæktin var þó gjarnan til staðar. Hjúkrunarfræðingurinn ákvað í ferðinni að beita sér í þágu fátækra og kenna þeim að lesa. Síðar stofnaði hún ABC-barnahjálp ásamt sjö félögum sínum. Allar götur síðan hefur hún unnið hjálparstarf, lengst af í sjálfboðavinnu. Nú stendur frumherjinn í ströngu í Kenía þar sem barnastarf ABC hefur verið yfirtekið af starfsmanni samtakanna. 
„Í janúar 1985 ákvað ég að fara í hnattferð. Ég fór til Samvinnuferða-Landssýnar og keypi mér miða í kringum hnöttinn. Þetta var opinn ársmiði með nokkrum stoppum. Ég ákvað að ferðast út frá þeim stoppum,“ segir Guðrún Margrét um upphaf þess að hún gerði það að verkefni lífs síns að hjálpa fátækum börnum í vanþróuðum ríkjum til þess að komast úr mestu örbirgðinni.

Seldi eigur sínar

Guðrún starfaði sem hjúkrunarfræðingur þegar hnattferðin hófst í september árið 1985. Hún var 26 ára og hafði sagt upp starfi sínu til þess að sjá heiminn. Hún var einhleyp og frjáls eins og fuglinn. Hún átti 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár