Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heilbrigt mataræði án áreynslu

Taí­land býð­ur upp á bæði holl­an, lit­rík­an og nær­ing­ar­rík­an mat. Berg­lind Guð­munds­dótt­ir seg­ir frá því hvernig hún féll fyr­ir hon­um.

Nú þegar jólin eru að baki og nýr árstími tekinn við eru ófáir sem hafa sett sér markmið og ósjaldan eru þau tengd hreyfingu og/eða matarræði. Það er í  rauninni ekkert slæmt um það að segja og hefur undirrituð ósjaldan sett sér svipuð markmið, náð sumum, en flestum ekki.

Reyndar byrjaði ég að hreyfa mig reglubundið fyrir um þremur árum síðan og hef náð að halda því en hvað varðar matarræðið verð ég að segja að ég hreinlega elska að borða góðan mat og jaðrar það stundum við þráhyggju.

Ég er manneskjan sem tekur matreiðslubækur með sér upp í rúm og reynir að standast þá freistingu að laumast inn í eldhús og matreiða allt það sem fyrir augu ber á sloppnum ala Nigella. Þegar ég skipulegg hittinga reyni ég yfirleitt að tengja þá mat. Hittast og borða eitthvað gott. Spjalla og borða

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár