Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég trúði því ekki að við fengjum að búa þarna“

Ís­lend­ing­ar hafa tek­ið á móti 549 flótta­mönn­um frá því fyrstu flótta­menn­irn­ir komu hing­að til lands frá Ung­verjalandi ár­ið 1956. Flest­ir hafa kom­ið frá Balk­anskag­an­um. Að auki hafa 700 manns sótt um hæli hér á landi frá ár­inu 2008 og bú­ist er við að met­fjöldi hæl­is­leit­enda komi hing­að til lands á þessu ári, eða á bil­inu 200 til 250. Á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um hef­ur hins veg­ar ein­ung­is 49 ver­ið veitt hæli. Að baki hverri tölu eru mann­eskja. Hér er saga Bilj­önu Bolob­an.

Nafn: Biljana Boloban.
Aldur: 21 árs.
Upprunaland: Króatía/Serbía.
Kom til Íslands árið 2001.
Starf: Nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir fatlaða.

Biljana Boloban var tæplega níu ára gömul þegar hún kom hingað til lands árið 2001 ásamt foreldrum sínum og yngri systur. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðum um flótta­fólk, bæði í fjölmiðlum og á sam­skiptamiðlum. Á stuttri ævi hefur hún fengið að kynnast flótta, fátækt og mikilli neyð í stríðshrjáðu landi. Hún hefur einnig fengið að kynnast íslenskri fátækt, sem hún segir ekki sambærilega þeirri sem hún bjó við í Serbíu.

Fjölskyldan aðskilin á flótta

Árið 1991 braust út stríð í fyrrum Júgóslavíu þegar Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði. Serbar streittust á móti og reyndu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að Júgóslavía klofnaði. Í ágúst árið 1995 hrósuðu Króatar síðan sigri þegar um tvö hundruð þúsund Serbar í Krajina héraði voru reknir frá Króatíu. Fjölskylda Biljönu var í þeim hópi.

„Allt í einu var okkur bara sagt að flýja,“ byrjar Biljana en hún var ekki nema tveggja ára gömul þegar hún varð að flýja heimili sitt í flýti. „Enginn tími gafst til undirbúnings og fjölskyldan fór öll af stað á sitthvorum tíma, í sitthvorum bílnum. Ég sat í fangi móður minnar í flutningabíl, pabbi var í öðrum bíl og amma og afi voru einnig aðskilin. Í flutningabílnum voru fleiri mæður með börn sín og okkur var skammtaður matur. Mamma segist stundum hafa þurft að láta mig gráta, hún kleip mig, svo ég fengi mjólk að 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Aukin hætta á ofbeldi ef rasismi fær að grassera
ViðtalFlóttamenn

Auk­in hætta á of­beldi ef ras­ismi fær að grass­era

Mik­il hætta er á auknu of­beldi í lönd­um þar sem nei­kvæð orð­ræða um inn­flytj­end­ur og hæl­is­leit­end­ur fær að grass­era, að sögn full­trúa Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Okk­ar stofn­un var stofn­uð eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Það stríð varð til úr ras­isma og gyð­inga­h­atri. Það byrj­aði allt með orð­um,“ seg­ir full­trú­inn – Annika Sand­l­und.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.
Pólarnir „garga á hvor annan“ í „skotgrafaumræðu“
SkýringFlóttamenn

Pól­arn­ir „garga á hvor ann­an“ í „skot­grafaum­ræðu“

„Stefnu­leysi“, „óstjórn“, „ógöng­ur“, „skrípaleik­ur“, allt eru þetta orð sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar nota um stöð­una í mál­efn­um hæl­is­leit­enda hér á landi. Þeir tala um póla­ríser­aða um­ræðu og sum­ir kalla eft­ir þver­póli­tískri sátt. Það er þó svo langt á milli flokka, bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og ut­an henn­ar, að erfitt get­ur ver­ið að ímynda sér að slík sátt geti orð­ið til.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár