Los Angeles: Þegar ég kem til Bandaríkjanna finnst mér eins og ég sé loksins í raunveruleikanum. Auðvitað ætti mér að líða öðruvísi. Flest húsin í úthverfunum eru úr ódýru timbri sem gæti hreinlega fokið burt á Íslandi og minnir meira á kvikmyndasett heldur en alvöru byggingar. Samt líður mér svona þegar ég keyri framhjá grunnskóla með gulum skólarútum. Santa Monica High School stendur skrifað með stórum stöfum og lagleg ungmenni, jafnvel í klappstýrubúningum eða amerískum fótboltatreyjum, koma röltandi út með skólatöskur alveg eins og í bíómyndunum. Mér líður eins og Ísland og Evrópa hafi alltaf bara verið draumur. Hér er ég loksins á staðnum sem er raunverulega til, raunverulega í bíómyndunum.
Smá útúrdúr: Sumir segja að leikhús og kvikmyndir endurspegli samfélagið sem skapar það, eða eigi í öllu falli að gera það. Bandaríkin eru ekki ríki sem samanstendur einvörðungu af laglegu ungu fólki þótt það sé sú mynd sem dregin er upp í bíómyndum, ekkert frekar en að Grikkland til forna samanstóð einvörðungu af goðum og konunglegum fjölskyldum í tragískum sifjaspellsvítahring. Bæði harmleikirnir og kvikmyndirnar kenna fólki hvað sé siðferðislega æskilegt, hvað sé eðlilegt, þau eru afskræmdur spegill en spegill samt, og líka okkar spegill. Ég hef heyrt fólk velta fyrir sér í sambandi við FreeTheNipple átakið hvers vegna Íslendingar séu almennt orðnir viðkvæmari fyrir nekt en þeir voru fyrir þrjátíu árum þrátt fyrir aukið frjálslyndi … en það er kannski af því að það eru bandarískar kvikmyndir sem kenna okkur hvað sé vandræðalegt, hvað sé druslulegt, hvað sé gott, vont, ljótt, fallegt og hver við erum. Við erum Bandaríkjamenn, eða spegilmyndin er það að minnsta kosti.
Inni í speglinum
En hér er ég staddur, kominn inn í spegilinn eins og Lísa í Undralandi (bók 2), og það er eitthvað tómlegt þarna í hjarta vestræns skemmtanaiðnaðar. Eitthvað sem fyllir mann einhverri sorgblíðu, örlítilli angist, tóm sem ekki er
Athugasemdir