Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Barnaníðingar fá ekki hjálp til bata

Eng­in úr­ræði ut­an fang­elsa standa föng­um, sem brot­ið hafa kyn­ferð­is­lega gegn börn­um, til boða. Sál­fræð­ing­ur seg­ir sam­fé­lags­lega mik­il­vægt að hlúa að þess­um ein­stak­ling­um til að koma í veg fyr­ir fleiri brot. Enn er skor­ið nið­ur í mála­flokkn­um.

Það er ekkert grín fyrir átján ára krakkaskít að fara í fangelsi í tæp þrjú ár og vera síðan allt í einu fleygt út á götu aftur og sagt að redda sér.“ Þetta segir rúmlega tvítugur piltur sem nýlega lauk afplánun fyrir að hafa brotið kynferðislega á þá fjórtán ára gamalli stúlku. Hann segist eingöngu hafa mætt mótlæti í fangelsi, þar hafi enga hjálp verið að fá og hann hafi gengið þaðan út reiður.

Engin úrræði utan fangelsa standa föngum, sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum, til boða og fá þeir því ekki sömu tækifæri og aðrir fangar til að aðlagast samfélaginu á ný undir lok fangelsisvistar. Tæplega helmingur allra fanga á Íslandi lýkur afplánun sinni á áfangaheimilinu Vernd, en þangað mega barnaníðingar ekki koma. Ekkert sambærilegt áfangaheimili er í boði hér á landi þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að fjölga þurfi slíkum vistunarúrræðum. Rafrænt eftirlit stendur þessum einstaklingum heldur ekki til boða, enda verða fangar að hafa afplánað á Vernd áður en þeir fá ökklaband. Sálfræðingur segir það fyrst og fremst mikilvægt fyrir samfélagið að veita þessum hópi fanga aðstoð, enda sé það hlutverk réttarkerfisins að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér aftur.

Barnaníðingum mismunað

Árið 2006 fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 um dæmdan barnaníðing, sem dvaldi á Vernd, Ágúst Magnússon. Í þættinum setti Ágúst sig í samband við 13 ára stúlku í gegnum netið í tölvu sem hann hafði aðgang að á Vernd. Stúlkan reyndist vera tálbeita á vegum þáttastjórnenda. Mikið umtal varð um áfangaheimilið í kjölfarið og urðu íbúar hverfisins mjög órólegir. Að sögn Þráins Farestveit, framkvæmdastjóra Verndar, varð ástandið svo alvarlegt að minnstu munaði að áfangaheimilinu yrði lokað.

„Ég gekk hér í hús og fór í kirkju, skólana, leikskólana og íþróttamannvirkin og ræddi við fólk. Haldnir voru nokkrir fundir með íbúasamtökum og skólum og á endanum var þetta niðurstaðan,“ segir Þráinn en í kjölfarið var tekin ákvörðun um að einstaklingar með þessi brot að baki yrðu ekki lengur vistaðir á Vernd. Á sama tíma sendi stjórn Verndar frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað var til fangelsismálayfirvalda að finna þessum einstaklingum önnur sambærileg úrræði. Yfirvöld hafa enn ekki svarað kallinu.

Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segir þessa stöðu mjög vonda. Hann segir slæmt að einn hópur sé tekinn út fyrir sviga og hafi þar af leiðandi ekki sömu tækifæri og aðrir fangar. Hann myndi sjálfur kjósa að þessi úrræði stæðu öllum til boða og enginn þyrfti að líða mismunun af þessu tagi. „En það er einfaldlega ekki annað úrræði til staðar og það eru ákaflega fáir sem vilja taka við þessum hópi fanga,“ segir hann.

Verndarúrræðið hefur gefið afar góða raun og þeim sem ljúka afplánun með þessum hætti gengur almennt betur að aðlagast samfélaginu á ný. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkomutíðni fanga sem ljúka afplánun frá Vernd er mun minni en þeirra sem ljúka afplánun í fangelsum.

Ekkert ökklaband án Verndar

Rafrænt eftirlit fanga var lögleitt hér á landi árið 2012 og hefur það gefið góða raun. Vandinn er hins vegar sá að til þess að komast á ökklaband þurfa fangar fyrst að hafa búið á áfangaheimili – þurfa að hafa búið á Vernd. „Í því felst að gerð er sú krafa að fangar dvelji á áfangaheimili Verndar og hlíti þeim skilyrðum sem þar gilda með fullnægjandi hætti áður en þeim er veitt heimild til að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti. Með þessum hætti hefur fangi sýnt fram á að hann sé hæfur til að afplána refsingu utan fangelsis og því ákjósanlegt að unnt sé að veita honum enn frekari tækifæri til aðlögunar samfélagsins á ný með því að gefa honum kost á að ljúka afplánun á heimili sínu þar sem hann getur notið samvista við sína nánustu í enn ríkari mæli en áður en þó með sömu skilyrðum og gilda um afplánun á Vernd,“ segir í athugasemdum við lögin um rafrænt eftirlit.

Samkvæmt þessum skilyrðum eiga fangar, sem ekki fá að afplána á Vernd, sem eru fyrst og fremst barna­níðingar, ekki heldur kost á því að taka út hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. Þeir ljúka því sinni afplánun í fangelsi og ganga þaðan út frjálsir menn.

Fékk kvíðakast á Subway

„Ég uppfyllti ekki þau skilyrði sem þarf til þess að komast á Verndina og þess vegna gat ég ekki heldur fengið að fara á rafrænt. Ég fór bara í uppreisn og sagði þeim að fokka sér. Kláraði bara minn tíma og fór síðan út,“ segir pilturinn ungi sem rætt er við hér að framan. Hann treysti sér ekki til að koma fram undir eigin nafni en verður hér eftir kallaður Arnar.

„Ég fór bara í uppreisn og sagði þeim að fokka sér.“

Arnar segir það hafa verið mjög erfitt að fara beint úr fangelsi og út í lífið. „Ég var búinn að sitja inni í tæp þrjú ár og allt í einu labbaði ég bara út um bláa hliðið,“ segir hann og lýsir í kjölfarið atviki sem er honum sérstaklega minnisstætt. Þá var hann staddur á Subway með vini sínum og má segja að hann hafi fengið hálfgert kvíðakast: „Ég var að fara að fá mér að borða á Subway en fékk enga afgreiðslu. Konurnar stóðu bara á bakvið að tala saman.  Allt í einu kemur manneskja við hliðina á mér. Síðan kemur önnur 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár