Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Á Íslandi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það niður

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, seg­ir eng­in tíð­indi ef ein­stak­ling­ur grein­ist með geð­sjúk­dóm, enda glími meiri­hluti fólks við geð­ræn vanda­mál ein­hvern tíma á lífs­leið­inni. Hann seg­ir sér­stak­lega mik­il­vægt að styðja við fjöl­skyld­ur og ungt fólk og vill setja upp sér­staka þjón­ustu fyr­ir fólk á aldr­in­um 14 til 25 ára. Hann hef­ur bor­ið vitni fyr­ir danskri þing­nefnd og hald­ið er­indi fyr­ir franska heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið um hvers vegna fólk í sturlun­ar­ástandi er ekki ól­að nið­ur á Ís­landi, held­ur því hald­ið.

„Ef við teljum elliglöp og fíknivanda með þá mun meirihluti fólks einhvern tíma á sínu lífsskeiði stríða við geðræn vandamál. Þannig að það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við það að fá geðsjúkdóm, og þeir eru alls ekki  ólæknanlegir,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. 

Geðheilbrigðismálin standa Páli mjög nærri en hann er lærður geðlæknir. Hann starfaði sem slíkur í Englandi í tíu ár áður en hann flutti til Íslands og varð yfirlæknir á geðsviði Landspítalans. Árið 2009 var hann síðan gerður að framkvæmdastjóra geðsviðs, sá fyrsti til að gegna þeirri stöðu, og sinnti  hann henni til ársins 2013, eða allt þar til hann varð forstjóri Landspítalans.

Hann segir mörg framfaraskref hafa verið stigin í geðheilbrigðiskerfinu á síðustu árum, þá sé Ísland til fyrirmyndar þegar kemur að lágri tíðni nauðungarvistana og ekki séu notaðar ólar eða spennitreyjur á íslenskum geðdeildum, staðreynd sem vakið hefur alþjóðlega athygli. En þó svo að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár