Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hugmyndabanki heimilanna í samkomubanni

Hugmyndabanki heimilanna í samkomubanni

Það er svo satt og rétt þegar sagt er að við séum að upplifa hér fordæmalausa tíma. Úr öllum hornum heyri ég fólk tala um að ástandið í dag sé eins og lygasaga, sé súrealískt og margir hafa á orði að þeim líði eins og þau séu stödd í vísindaskáldsögu. Mér sjálfri finnst ég stödd í ótrúlegri sögu sem má finna í þykkri bók; sögu sem ég hefði aldrei áhuga á að lesa sjálf því hún er svo niðurdrepandi og boring. Og í þessarri sögu er ég föst.

 

En það þýðir ekki að væla yfir ástandinu. Bara halda ró sinni, fara eftir fyrirmælum Almannavarna og WHO, og þvooooo hendur. Svo má gera eitthvað sjúklega skemmtilegt þegar fólk er fast heima. Nota ímyndunaraflið og skapa einhverja dásemd. Það er til dæmis hægt að:

 

- hafa tiltektarkeppni milli fjölskyldumeðlima. Hafa til dæmis tímatöku á tiltekt í herbergjunum og fær þá vinningshafinn verðlaun sem hefur verið samið um áður.

 

- skella upp jólatrénu og setja allan hreina þvottinn undir tréð. Einn fjölskyldumeðlimur sér um að draga eina flík úr hrúgunni og færa eigandanum sem brýtur hana saman meðan aðrir í fjölskyldunni fylgjast með.

 

- lesa allar ólesnar bækur sem til eru á heimilinu og hafa jafnvel staðið óhreyfðar árum saman.

 

- allir í fjölskyldunni velja eina fæðutegund og saman útbýr fjölskyldan máltíð sem samanstendur af þeim matartegundum sem valdar voru. Getur endað á áhugaverðan hátt!

 

- halda matarboð með vinafólki sem fer fram í gegnum videóspjall. Allir elda sömu máltíðina, setjast til borðs og spjalla saman í gegnum netið.

 

- skreppa í Vínbúðina og velja helling af bjórum sem fólk hefur ekki smakkað. Ná svo í appið Untappd þar sem hægt er að gefa bjórunum einkunn og skála við alla vinina sem eru þar.

 

- grafa ofan í jólaskrautskassann og fara í leikinn „Falið jólaskraut“ þar sem einn fjölskyldumeðlimur kemur jólaskrauti fyrir í húsakynnunum og restin af fjölskyldunni þarf að reyna að finna út hvaða skraut var valið og hvar skrautið var sett.

 

- koma sér fyrir við glugga og fylgjast með hvort einhver labbi framhjá. Ef það gerist þurfa fjölskyldumeðlimir að búa til sögu um viðkomandi. Hver þetta er, hvert er viðkomandi að fara, hvernig líf viðkomandi manneskju er, o.s.frv.

 

- fara í leikinn „Er þetta sönn saga eða bullusaga“ þar sem foreldrar skiptast á að segja börnunum sögur af sér, sem geta annað hvort verið sannar eða lognar. Síðan eiga börnin að giska hvort sögurnar eru sannar sögur eða bullusögur.

 

- mjög skemmtilegt er að búa til Snapchathópa þar sem meðlimir segja hver öðrum frá skriflega og með myndum/myndböndum hvernig hið daglega líf er um þessar mundir. Þetta getur heldur betur létt lundina, bíður upp á svolitla saumaklúbbsstemmningu þar sem fólk getur pústað. Fengið að létta á sér og fundið fyrir stuðningi frá fólki sem er líka að berjast við hið daglega líf um þessar mundir.

 

- halda Eurovisionpartý með fjölskyldumeðlimum yfir gömlum Eurovisionkeppnum. Hægt að finna margar á Youtube. Hlæja saman að tískunni hér áður fyrr og stemmningunni. Getur ekki klikkað!

 

- fara í skítnóg af göngutúrum þar sem það er gott að vera úti í fersku lofti á þessum vátímum. Poppa má þá upp á alls kyns hátt, meðal annars:

  • Telja bangsana í gluggum á höfuðborgarsvæðinu.

  • Telja brunahænur sem gengið er framhjá.

  • Telja hve mörg götuheiti sem á vegi fólks verður byrja t.d. á B eða E eða hvað sem er.

  • Telja alla bíla sem eru t.d. rauðir, hafa tölustafinn 8 í bílnúmerinu, hafa bókstafinn Z í bílnúmerinu, eru bílnúmeralausir, með brotna rúðu, eiga að fara í skoðun 2022, o.s.frv.

  • Leggja bílnum einhvers staðar og fara í góðan göngutúr. Þurfa svo að reyna að finna leiðina til baka án þess að fara sömu leið.

 

- búa til flöskuskeyti og henda í sjóinn.

 

Fólk þarf ekki að láta sér leiðast, svo mikið er víst. Endilega kommentið fleiri hugmyndir að einhverju hressandi að gera í samkomubanninu. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?