Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Hjarta mitt er í molum þessa dagana. Saklaust barn sem hefur ekki beðið um neina athygli eða umfjöllun á nokkurn hátt er allt í einu í sviðsljósinu. Barn sem þurfti að horfa upp á gróft ofbeldi fyrir fáum árum og er eflaust enn að súpa seyðið af afleiðingum þess. Barn sem ætti að vera hamingjusamt og áhyggjulaust meðal jafninga, þarf allt í einu að sitja undir gegndarlausu ofbeldi af hálfu fullorðins fólks sem ætti að bera hag þess fyrir brjósti sér. Af hálfu fjölmiðla sem eru með gjörðum sínum að brjóta gegn grundvallarreglum Barnasáttmálans.

 

Mér er fyrirmunað að skilja hvernig foreldrar geta sett barnið sitt í þá stöðu sem þetta umrædda barn er í. Að faðir og stjúpmóðir setji sjálf sig í fyrsta sæti og hafi geð í sér að ýta hagsmunum barnsins aftur fyrir sig. Hvurslags fólk gerir slíkt? Þarna er svo sannarlega ekki verið að hugsa um barnið. Það sér það hver vitiborin manneskja. Ég veit ekki hvað gerðist þar sem ég var ekki á staðnum en mitt hjarta fylgir þeirri þumalputtareglu að trúa börnum. Ef börn segja að það hafi ofbeldi átt sér stað þá er ekkert sem fær mig til að trúa öðru. Ekkert. Mér er líka alveg sama hvað gerðist þennan örlagaríka dag sumarið 2016, því það er ekkert sem ég get gert í því og ekki á mínu valdsviði. En mér er aldrei sama um börn og hvernig þau eru meðhöndluð. Ill meðferð á börnum er ávallt það sem gerir mig hvað mest reiða og hér er ég að horfa upp á foreldra fara illa með barnið sitt. Það gerir mig fjúkandi illa.

 

Það sem gerir mig ekki minna illa er að fjölmiðill tekur sér það vald að fjalla einhliða um upplifun fullorðinna einstaklinga sem eru jafnt í geðshræringu sem og sárum. Fólks sem af veikum mætti reynir að klóra yfir misgjörðir og rétta sinn hlut. Fólks sem er að reyna að hefna einhvers sem því finnst hafa verið gert á þess hlut. Þessar fullorðnu manneskjur eru veikar á þessum tímapunkti og ætti frekar að fá aðstoð við að vinna úr sínum sárum; í stað þess að fá leiksviðið og fara með leiksigur í hádramatíska leikþættinum Hand-bendi djöfulsins. Nú er Stöð 2 að fara á sama lága planið og DV hefur verið á árum saman ásamt Kvennablaðinu, sem gárungar jafnan kalla Kvenhatursblaðið. Stöð 2 hefur drullað upp á bak á örfáum klukkustundum. Gert laglega í brók og á ekki afturkvæmt meðal stórs hluta þjóðarinnar. Í ofanálag stillti þessi fjölmiðill brotaþolanum, móður barnsins, upp við vegg og reyndu að draga hana inn í þennan lélega leikþátt sinn. Sú kona, sem ég kann ekki deili á, sá sóma sinn í að baða sig ekki upp úr lágkúrunni. Það er augljóst að hún valdi að setja barnið í fyrsta sæti. Annað en faðir barnsins. 

 

Ég get ekki skilið hvernig einhver getur hugsað sér að gera barninu sínu þetta. Ég fæ stjarnfræðilegt mammviskubit ef mér tekst að gera börnin mín leið á einhvern hátt yfir litlum gjörðum. En að velja það að skaða barnið eins og Herra Hand og frú eru að gera, er mér fyrirmunað að skilja. Hvað er eiginlega að fólki? 

 

Ég hef tekið þá ákvörðun að horfa ekki aftur á Stöð 2 og er þess fullviss um að margir aðrir taki þá ákvörðun líka. #SkammStöð2

 

Tár úr augum, tár úr iðrum sálar

safnast saman í drullupolli hjartans.

Svöðusár og svikamylla,

vondir dagar,

já vondir dagar.

Meðan barn þjáist,

þjáist heimsins hjarta. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Borgar sig að stunda líkamsrækt á sumrin?
Fréttir

Borg­ar sig að stunda lík­ams­rækt á sumr­in?

Sum­ar­frí ætti ekki að vera af­sök­un fyr­ir að hætta að hreyfa sig og sum­ir grípa jafn­vel tæki­fær­ið og fjár­festa í sér­stök­um su­mar­kort­um í lík­ams­rækt. En hvað kost­ar að æfa yf­ir sum­ar­tím­ann?
Loka auglýsingu