Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Hjarta mitt er í molum þessa dagana. Saklaust barn sem hefur ekki beðið um neina athygli eða umfjöllun á nokkurn hátt er allt í einu í sviðsljósinu. Barn sem þurfti að horfa upp á gróft ofbeldi fyrir fáum árum og er eflaust enn að súpa seyðið af afleiðingum þess. Barn sem ætti að vera hamingjusamt og áhyggjulaust meðal jafninga, þarf allt í einu að sitja undir gegndarlausu ofbeldi af hálfu fullorðins fólks sem ætti að bera hag þess fyrir brjósti sér. Af hálfu fjölmiðla sem eru með gjörðum sínum að brjóta gegn grundvallarreglum Barnasáttmálans.

 

Mér er fyrirmunað að skilja hvernig foreldrar geta sett barnið sitt í þá stöðu sem þetta umrædda barn er í. Að faðir og stjúpmóðir setji sjálf sig í fyrsta sæti og hafi geð í sér að ýta hagsmunum barnsins aftur fyrir sig. Hvurslags fólk gerir slíkt? Þarna er svo sannarlega ekki verið að hugsa um barnið. Það sér það hver vitiborin manneskja. Ég veit ekki hvað gerðist þar sem ég var ekki á staðnum en mitt hjarta fylgir þeirri þumalputtareglu að trúa börnum. Ef börn segja að það hafi ofbeldi átt sér stað þá er ekkert sem fær mig til að trúa öðru. Ekkert. Mér er líka alveg sama hvað gerðist þennan örlagaríka dag sumarið 2016, því það er ekkert sem ég get gert í því og ekki á mínu valdsviði. En mér er aldrei sama um börn og hvernig þau eru meðhöndluð. Ill meðferð á börnum er ávallt það sem gerir mig hvað mest reiða og hér er ég að horfa upp á foreldra fara illa með barnið sitt. Það gerir mig fjúkandi illa.

 

Það sem gerir mig ekki minna illa er að fjölmiðill tekur sér það vald að fjalla einhliða um upplifun fullorðinna einstaklinga sem eru jafnt í geðshræringu sem og sárum. Fólks sem af veikum mætti reynir að klóra yfir misgjörðir og rétta sinn hlut. Fólks sem er að reyna að hefna einhvers sem því finnst hafa verið gert á þess hlut. Þessar fullorðnu manneskjur eru veikar á þessum tímapunkti og ætti frekar að fá aðstoð við að vinna úr sínum sárum; í stað þess að fá leiksviðið og fara með leiksigur í hádramatíska leikþættinum Hand-bendi djöfulsins. Nú er Stöð 2 að fara á sama lága planið og DV hefur verið á árum saman ásamt Kvennablaðinu, sem gárungar jafnan kalla Kvenhatursblaðið. Stöð 2 hefur drullað upp á bak á örfáum klukkustundum. Gert laglega í brók og á ekki afturkvæmt meðal stórs hluta þjóðarinnar. Í ofanálag stillti þessi fjölmiðill brotaþolanum, móður barnsins, upp við vegg og reyndu að draga hana inn í þennan lélega leikþátt sinn. Sú kona, sem ég kann ekki deili á, sá sóma sinn í að baða sig ekki upp úr lágkúrunni. Það er augljóst að hún valdi að setja barnið í fyrsta sæti. Annað en faðir barnsins. 

 

Ég get ekki skilið hvernig einhver getur hugsað sér að gera barninu sínu þetta. Ég fæ stjarnfræðilegt mammviskubit ef mér tekst að gera börnin mín leið á einhvern hátt yfir litlum gjörðum. En að velja það að skaða barnið eins og Herra Hand og frú eru að gera, er mér fyrirmunað að skilja. Hvað er eiginlega að fólki? 

 

Ég hef tekið þá ákvörðun að horfa ekki aftur á Stöð 2 og er þess fullviss um að margir aðrir taki þá ákvörðun líka. #SkammStöð2

 

Tár úr augum, tár úr iðrum sálar

safnast saman í drullupolli hjartans.

Svöðusár og svikamylla,

vondir dagar,

já vondir dagar.

Meðan barn þjáist,

þjáist heimsins hjarta. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.