Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Ég slysaðist inn á vef Hraðbrautar þar sem verið var að ræða við þá kumpána, Frosta og Mána úr Harmageddon, um kjör láglaunakonunnar. Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að þingmenn væru ekki nægilega sýnilegir í þeirri umræðu og létu sig kjör láglaunakonunnar litlu varða. Það ætla ég ekki að ræða um hér og skil ykkur lesendur góðir bara eftir með þær vangaveltur. Hér má sjá orð þeirra félaga af vef Hringbrautar: 

 

„Máni tók fram að Þorsteinn Víglundsson hefði mætt í þátt þeirra til að ræða laun láglaunakonunnar.

„Það er ekki bara flótti hjá stjórnmálamönnum. Hinir gallhörðustu femínistar sem eru mikið og oft í samfélagsumræðunni og gert landinu gott, þeir virðast alveg sitja hljóðir þegar kemur að láglaunakonunni. Það virðist ekki vera mikið pláss fyrir hana í fjölmiðlum.“

Frosti bætti við: „Kjör láglaunakonunnar virðist ekki vera femínskt mál. Bara alls ekki. Femínistum er alveg slétt sama um kjör láglaunakonunnar.““

 

Þessi orð fá mig til að hugsa. Hugsa um margt og hugsa um mikið. Finnst þeim skoðungarbræðrum konur almennt og yfir höfuð ekki ræða kjör láglaunakonunnar? Fyrir mig er ekkert nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér kjörum láglaunafólks og sérstaklega upp á síðkastið. Kjarabaráttan er í gangi og fólk einmitt mikið að velta fyrir sér framhaldinu. Hverjir eru það að mati þeirra Frosta og Mána sem eru ekki nægilega sýnilegir í baráttunni? Eru þeir að tala um eina og eina fermínistahræðu eða eru þeir að tala um femínista alla? Ég veit það fyrir víst að meirihluti láglaunakvenna eru trúlega femínistar og það má með sanni segja að þær séu að stappa niður fótunum og standa með sjálfum sér, ekki satt? Þannig að tala um að femínistar standi ekki með láglaunakonunni er án efa firra fram í fingurgóma. 

 

Hvað vilja þeir Frosti og Máni að gerist? hvaða femínistar eiga að standa vaktina? þessar bláhærðu brjóstahaldaralausu jussur með loðnu handakrikana, þær sömu og hata menn? Leiðist að tilkynna ykkur það að sú týpa er aðallega í höfðinu á fólki sem hatast við femínisma - svo við fáum þær eflaust ekki til að taka slaginn. Það sem ég hef líka hnotið um í gegnum tíðina er það að ef kona hefur áhuga á femínískum málum, brennur fyrir jafnrétti kynjanna og hefur gert sig örlítið sýnilega í litlum málaflokki femínismans; þá er henni ætlað af stórum hóp andspyrnusinna að taka femínísmann höndum tveim og berjast upp á einsdæmi fyrir öllum sköpuðum hlut. En lífið er ekki svo einfalt. Einstakir femínistar eiga sér líf eins og aðrir, þó ótrúlegt sé, og geta ekki tekið að sér alla baráttu. Ég er femínisti, rek stórt heimili, vinn 100% vinnu þar sem ég er í stjórnunarstöðu, sinni skrifum í frítíma, sæki námskeið, er í kvenfélagi, að undirbúa giftingarveislu og ferðalög, sinna hundum, og reyna að eiga smá félagslíf. Ég get bara því miður ekki sem femínisti tek að mér öll jafnréttismál sem koma upp á borð. En sem betur fer er hópur femínista fjölmennur og trúið mér strákar, það eru femínistar að standa vaktina. Örvæntið eigi, ykkur er óhætt að slaka á. 

 

Eitt sem aftur á móti brennur á mér? Af hverju eru Frosti og Máni ekki að taka slaginn með láglaunakonunum ef þeir hafa svona miklar áhyggjur af því að femínistar séu ekki að gera það? Ég heyri augljóslega að ykkur er ekki sama um láglaunakonuna, en hvað eruð þið að gera? 

 

Ég ætla að semja eitt ljóð fyrir hverja bloggfærslu. Þetta ljóð er tileinkað Harmageddonbræðrunum Frosta og Mána:

 

Máninn kastar geislum sínum til jarðar,

á ísaða jörðina sem reynir að færast undan.

Frost og funi,

eldar vítis.

Meðan kaldur gustur streymir eftir sléttunni

læðist Kristur inn á völlinn.

Með armana útbreidda og tilbúinn að slátra

illskunni.

En það var ekkert sem hann hafði fram að færa þennan daginn,

frekar en þann fyrri. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.