Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Ég slysaðist inn á vef Hraðbrautar þar sem verið var að ræða við þá kumpána, Frosta og Mána úr Harmageddon, um kjör láglaunakonunnar. Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að þingmenn væru ekki nægilega sýnilegir í þeirri umræðu og létu sig kjör láglaunakonunnar litlu varða. Það ætla ég ekki að ræða um hér og skil ykkur lesendur góðir bara eftir með þær vangaveltur. Hér má sjá orð þeirra félaga af vef Hringbrautar: 

 

„Máni tók fram að Þorsteinn Víglundsson hefði mætt í þátt þeirra til að ræða laun láglaunakonunnar.

„Það er ekki bara flótti hjá stjórnmálamönnum. Hinir gallhörðustu femínistar sem eru mikið og oft í samfélagsumræðunni og gert landinu gott, þeir virðast alveg sitja hljóðir þegar kemur að láglaunakonunni. Það virðist ekki vera mikið pláss fyrir hana í fjölmiðlum.“

Frosti bætti við: „Kjör láglaunakonunnar virðist ekki vera femínskt mál. Bara alls ekki. Femínistum er alveg slétt sama um kjör láglaunakonunnar.““

 

Þessi orð fá mig til að hugsa. Hugsa um margt og hugsa um mikið. Finnst þeim skoðungarbræðrum konur almennt og yfir höfuð ekki ræða kjör láglaunakonunnar? Fyrir mig er ekkert nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér kjörum láglaunafólks og sérstaklega upp á síðkastið. Kjarabaráttan er í gangi og fólk einmitt mikið að velta fyrir sér framhaldinu. Hverjir eru það að mati þeirra Frosta og Mána sem eru ekki nægilega sýnilegir í baráttunni? Eru þeir að tala um eina og eina fermínistahræðu eða eru þeir að tala um femínista alla? Ég veit það fyrir víst að meirihluti láglaunakvenna eru trúlega femínistar og það má með sanni segja að þær séu að stappa niður fótunum og standa með sjálfum sér, ekki satt? Þannig að tala um að femínistar standi ekki með láglaunakonunni er án efa firra fram í fingurgóma. 

 

Hvað vilja þeir Frosti og Máni að gerist? hvaða femínistar eiga að standa vaktina? þessar bláhærðu brjóstahaldaralausu jussur með loðnu handakrikana, þær sömu og hata menn? Leiðist að tilkynna ykkur það að sú týpa er aðallega í höfðinu á fólki sem hatast við femínisma - svo við fáum þær eflaust ekki til að taka slaginn. Það sem ég hef líka hnotið um í gegnum tíðina er það að ef kona hefur áhuga á femínískum málum, brennur fyrir jafnrétti kynjanna og hefur gert sig örlítið sýnilega í litlum málaflokki femínismans; þá er henni ætlað af stórum hóp andspyrnusinna að taka femínísmann höndum tveim og berjast upp á einsdæmi fyrir öllum sköpuðum hlut. En lífið er ekki svo einfalt. Einstakir femínistar eiga sér líf eins og aðrir, þó ótrúlegt sé, og geta ekki tekið að sér alla baráttu. Ég er femínisti, rek stórt heimili, vinn 100% vinnu þar sem ég er í stjórnunarstöðu, sinni skrifum í frítíma, sæki námskeið, er í kvenfélagi, að undirbúa giftingarveislu og ferðalög, sinna hundum, og reyna að eiga smá félagslíf. Ég get bara því miður ekki sem femínisti tek að mér öll jafnréttismál sem koma upp á borð. En sem betur fer er hópur femínista fjölmennur og trúið mér strákar, það eru femínistar að standa vaktina. Örvæntið eigi, ykkur er óhætt að slaka á. 

 

Eitt sem aftur á móti brennur á mér? Af hverju eru Frosti og Máni ekki að taka slaginn með láglaunakonunum ef þeir hafa svona miklar áhyggjur af því að femínistar séu ekki að gera það? Ég heyri augljóslega að ykkur er ekki sama um láglaunakonuna, en hvað eruð þið að gera? 

 

Ég ætla að semja eitt ljóð fyrir hverja bloggfærslu. Þetta ljóð er tileinkað Harmageddonbræðrunum Frosta og Mána:

 

Máninn kastar geislum sínum til jarðar,

á ísaða jörðina sem reynir að færast undan.

Frost og funi,

eldar vítis.

Meðan kaldur gustur streymir eftir sléttunni

læðist Kristur inn á völlinn.

Með armana útbreidda og tilbúinn að slátra

illskunni.

En það var ekkert sem hann hafði fram að færa þennan daginn,

frekar en þann fyrri. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Borgar sig að stunda líkamsrækt á sumrin?
Fréttir

Borg­ar sig að stunda lík­ams­rækt á sumr­in?

Sum­ar­frí ætti ekki að vera af­sök­un fyr­ir að hætta að hreyfa sig og sum­ir grípa jafn­vel tæki­fær­ið og fjár­festa í sér­stök­um su­mar­kort­um í lík­ams­rækt. En hvað kost­ar að æfa yf­ir sum­ar­tím­ann?
Loka auglýsingu