Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi

Aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi

Á dögunum reið yfir Facebook áheitabylgja þar sem fólk hét því að borga ákveðna upphæð til íþróttafélags að eigin vali. Borgað var fyrir hvert læk sem kom á færsluna og hvert komment sem var ritað undir stöðufærsluna. Þegar hópi kvenna langaði að gera eitthvað til að styrkja Kvennaathvarfið vegna þeirrar aukningar sem hefur orðið í tilkynningum til lögreglu á heimilisofbeldi, spratt upp sú hugmynd að nota sama form. Því er komin í gang áheitasöfnun til að styrkja við þau samtök sem hlúa að konum sem búa við heimilisofbeldi. Ósk mín er sú að það eigi eftir að safnast góð upphæð, sem Kvennaathvarfið gæti jafnvel nýtt til að tryggja aðgengi og stuðning fyrir fatlaðar konur svo dæmi sé tekið. Ég hvet alla til að vera með, styrkja Kvennaathvarfið og skora á aðra. Eftirfarandi texti hefur verið notaður: 

 

„Kvennaathvarfið // Campaign for Women’s Shelter in Reykjavík

10% aukning hefur orðið á tilkynningum til lögreglu vegna heimilisofbeldis hér á landi undanfarið. Tvær konur hafa látið lífið nýverið þar sem grunur er um heimilisofbeldi. Þolendur þurfa leið út úr aðstæðunum. Kvennaathvarfið er sú stoð í samfélaginu sem veitir þolendum skjól og þarf á styrk að halda til þess að geta mætt vandanum.

Ég heiti 19 krónum á hvert like og 42 krónum á hverja athugasemd sem kemur á þennan stórbrotna status næstu 24 klukkustundirnar- sem ég mun greiða til Kvennaathvarfsins. Hver og ein manneskja stjórnar sjálf þeirri upphæð sem viðkomandi vill leggja af mörkunum.

Ég skora síðan á (hér er skorað á fólk með því að tagga það) að gera slíkt hið sama. Upphæðina legg ég síðan inn á reikning Kvennaathvarfsins.

Kennitala: 410782-0229
Reikningur: 0101-26-43227

There’s been a huge increase in domestic violence worldwide, and in Iceland since the lockdown. I’m lucky to be able to lockdown with amazing flatmates, but too many are trapped with their abusers. I will donate 19 ISK for every like and 42 ISK for every comment made in the next 24h“„

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni