Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hæstiréttur og Seðlabankinn

7
Hvað sem allri spillingu líður í stjórnmálum og viðskiptum þurfa Hæstiréttur og Seðlabankinn helzt að hafa sitt á þurru. Hæstaréttardómarar hafa þó sakað hver annan um lögbrot og eiga í málaferlum innbyrðis. Fjárfestingar sumra þeirra hafa komið til kasta erlends dómstóls. Siðaráð Dómarafélagsins víkur sér undan að fjalla um meint vanhæfi einstakra Hæstaréttardómara í dómum um fiskveiðistjórnarkerfið með þeim rökum að „eins og endranær gætir dómari að hæfi sínu til meðferðar hvers máls“. Seðlabankinn greiddi götu hrunþýfis aftur heim án þess að spyrja um uppruna fjárins. Bankinn neitar að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Svein Harald Øygard sem var seðlabankastjóri í nokkra mánuði 2009 lagði til að slóð hrunþýfisins yrði rakin og segir í bók sinni Í víglínu íslenskra fjármála: „Þegar ég mætti mótspyrnu lét ég bókfæra álit mitt í fundargerð.“ Fundargerðir bankaráðs Seðlabankans eru leyniskjöl. „Það hefði ekki verið hægt að skálda þennan skít“, skrifaði Svein Harald um reynslu sína af íslenzkum fjármálum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.