Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Dauðsföll og dvalarheimili

Svíþjóð hefur vakið heimsathygli fyrir þá staðreynd að þar hafa greinzt mun fleiri smit af völdum kórónuveirunnar en í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Noregi og langflestir hafa látizt af völdum veirunnar í Svíþjóð. Hverju sætir þetta?

Hagfræðingar í háskólanum í Tel Aviv í Ísrael telja sig geta svarað spurningunni að hluta.

Byrjum sunnar í álfunni. Grikkland og Spánn eru um margt nauðalík lönd með svipaðan meðalaldur fólksfjöldans, áþekkar ævilíkur, svipað loftslag og svipuð lífskjör þótt tekjur á mann séu að vísu þriðjungi hærri á Spáni en í Grikklandi.

Hverju sætir það þá að greind kórónusmit á hverja þúsund íbúa eru rösklega 20 sinnum fleiri á Spáni en í Grikklandi? – (63 smit á hverja 10.000 íbúa Spánar borið saman við þrjú smit á hverja 10.000 íbúa Grikklands).

Og hvers vegna eru dauðsföll af völdum veirunnar orðin 33svar sinnum fleiri miðað við mannfjölda á Spáni en í Grikklandi? – (61 dauðsfall á hverja 100.000 íbúa Spánar borið saman við tæp tvö dauðsföll á hverja 100.000 íbúa Grikklands).

Hvað veldur þessum mikla mun á annars nauðalíkum löndum?

Ísraelsku hagfræðingarnir skoðuðu tölur um fjölda rúma á dvalarheimilum aldraðra í löndunum tveim og þá rak í rogastanz. Skv.  tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru 800 dvalarheimilisrúm á hverja 100.000 íbúa Spánar borið saman við 15 rúm á hverja 100.000 íbúa Grikklands. Munurinn á fjölda rúma miðað við mannfjölda er meira en fimmtugfaldur (tölurnar eru frá 2014.) Kenning Íraelsmannanna er sú að hlutfallslega miklu fleiri eldri borgarar Grikklands dvelji heima hjá sér eða hjá ættingjum sínum þar sem þeir hitta fátt fólk og lifi því við minni smithættu en eldri borgarar á Spáni sem dvelja á dvalarheimilum þar sem þeir hitta sífellt nýtt og nýtt starfsfólk frá degi til dags og lifa því við meiri smithættu en grískir jafnaldrar þeirra.

Og víkur þá sögunni aftur til Norðurlanda. Í Svíþjóð eru næstum 1.300 dvalarheimilisrúm á hverja 100.000 íbúa borið saman við 1.150 rúm í Finnlandi, 800 rúm í Danmörku og Noregi og 750 rúm á Íslandi. Eftir þessu er við því að búast líkt og í dæmi Grikklands og Spánar sem lýst var að framan að eldri borgurum í Svíþjóð stafi að öðru jöfnu meiri hætta af veirusmiti en jafnöldrum þeirra annars staðar um Norðurlönd. Einmitt það er reyndin. Að frátöldu örríkinu San Marínó hefur mannfallið af völdum veirunnar í Evrópu verið mest í Belgíu og einmitt þar eru næstflest dvalarheimilisrúm fyrir eldri borgara í álfunni, næst á eftir Svíþjóð.

Þessi skýring er ekki einhlít, víst er það, en hún virðist vera marktækur hluti af flóknu munstri sem vísindamenn um allan heim reyna nú án afláts að kortleggja, skilja og skýra. Ísraelsku hagfræðingarnir telja rösklega fjórðunginn af muninum á dauðsföllum af völdum veirunnar frá einu landi til annars megi rekja til ólíks fjölda dvalarheimilisrúma miðað við mannfjölda.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.