Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Okkur er illt í þjóðarsálinni

Ég skrifaði færslu á Pírataspjallið í gær þar sem ég kvartaði yfir tröllaskap, persónuárásum og fávitalegum umræðum. Fleiri voru sammála mér en ég átti von á og viðtökurnar almennt góðar, en á þreimur stöðum var efni færslunnar ekki bara slitið úr samhengi, heldur sett í algjörlega nýtt samhengi sem á lítið eða ekkert skylt við raunveruleikann. Þetta var á Vísi, á Eyjupressunni, og hjá Morgunblaðinu.

Píratar eru eini stjórnmálaflokkurinn sem rekur opið spjallsvæði þar sem öllum er frjálst að taka þátt. Enginn annar flokkur þorir þessu, því það er erfitt að halda umræðunum á siðmenntuðum grunni, sérstaklega þegar sumir reyna vísvitandi að skemma skynsamar umræður með bulli. Flestir stjórnmálaflokkar reyna að stýra umræðunni út á við og sýna fullkomna mynd af sér. Píratar vita að mannfólk er breyskt og enginn er fullkominn, og það er nákvæmlega ekkert að því að raunveruleikinn fái að njóta sín. Því er Pírataspjallið orðið að ákveðinni endurspeglun á þjóðarsálinni. En það þýðir líka að stundum þarf einhver að setja sig í hlutverk reiða foreldrisins og heimta að fólk hagi sér vel.

Hvers vegna þjóðarsálin er svo heiftug? Hvers vegna er svona erfitt fyrir fullorðið fólk að eiga samtal án þess að úr verði gífuryrtur leðjuslagur? Þetta er alls ekki einskorðað við Pírata -- þvert á móti. Það er alls ekki af ástæðulausu sem Kommentakerfið er svona frábært spil: það fangar og otar gríni að allri þeirri reiði, pirringi og undarlega samhengisleysi sem gegnsýrir alla þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Það er eflaust margt sem spilar inn í, en mig grunar að það hjálpi ekki að sumir helstu fjölmiðlar landsins beinlínis keppist við að mála sótsvarta mynd af öllum andskotanum. Svokallaðir blaðamenn skófla upp hverskyns bulli sem það sér á samfélagsmiðlunum og býr til dramatískar ekki-fréttir, án þess að gera neina einustu tilraun til að fá meiri dýpt. Sjaldnast er hringt í ummælendur, ítrekað er farið með kolrangt mál, og oft er ekki einusinni athugað hvort jafnvel einföldustu fullyrðingar séu réttar. 

(Sem dæmi var ég fyrst titlaður aðstoðarmaður þingflokksformanns Pírata í grein á Vísi í gær, sem ég hef aldrei verið -- ég bý ekki einusinni á Íslandi. Svo var það "leiðrétt". Nú er ég titlaður "tölvuhakkari", hvað sem það á nú að þýða. Dylgjur ætlaðar til að gera mig skuggalegan.)

Blaðamannastéttin á Íslandi er ekki öfundsverð. Kröfurnar um framleiðni eru út í hött og pólitíska ægivaldið yfir fjölmiðlunum er skammarleg. En gæði fjölmiðlunar er líka út í hött. Nokkrir fjölmiðlar leggja sig eftir hágæða fréttaflutningi og greiningu, en flestir virðast sáttir við að láta frá sér hvaða rætnu drullu sem er.

Það eru ekki bara fjölmiðlar sem láta svona. Hafið þið fylgst með þeim skrípaleik sem Alþingi er orðið? Það er með ólíkindum að hægt hafi verið að finna svona mikið af fólki sem getur talað viðstöðulaust með rassgatinu.

Eftir að ég póstaði þessari grein á Pírataspjallið var eins og umræðan þar hafi smollið í nýjan farveg. Undanfarinn sólarhring hafa miklar og góðar umræður spunnist upp, og fólk er að hundsa tröllin. Ég mun ekki afskrá mig þaðan í bili -- þetta er fínt. Þjóðarsálin fékk smá valíum og allir eru hressir. Gott mál. Í bili.
 
En ég óttast að ef samfélagsumræðan bæði á Alþingi og í fjölmiðlum fer ekki að batna mun lítið duga til langs tíma að óska eftir skynsömum umræðum. Það mun koma sá tími þar sem enginn hreinlega man hvernig á að færa rök fyrir máli sínu, vera kurteis og gagnrýninn, og jafnvel stafsetja einföldustu orð. Kommentakerfið étur okkur öll lifandi.

Okkur er illt í þjóðarsálinni og heiftin stjórnar okkur. Þessi heift gefur fávitalegri umræðu forgang, heimilar aumkunarverða blaðamennsku, og leyfir valdhöfum að komast upp með að vera siðlaus mannvond fífl. Þessi reiði varpar skugga á allt sem við gerum. Ísland hefur ekki efni á hamingju.

Við verðum að breyta umræðuhefðinni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“