Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Okkur er illt í þjóðarsálinni

Ég skrifaði færslu á Pírataspjallið í gær þar sem ég kvartaði yfir tröllaskap, persónuárásum og fávitalegum umræðum. Fleiri voru sammála mér en ég átti von á og viðtökurnar almennt góðar, en á þreimur stöðum var efni færslunnar ekki bara slitið úr samhengi, heldur sett í algjörlega nýtt samhengi sem á lítið eða ekkert skylt við raunveruleikann. Þetta var á Vísi, á Eyjupressunni, og hjá Morgunblaðinu.

Píratar eru eini stjórnmálaflokkurinn sem rekur opið spjallsvæði þar sem öllum er frjálst að taka þátt. Enginn annar flokkur þorir þessu, því það er erfitt að halda umræðunum á siðmenntuðum grunni, sérstaklega þegar sumir reyna vísvitandi að skemma skynsamar umræður með bulli. Flestir stjórnmálaflokkar reyna að stýra umræðunni út á við og sýna fullkomna mynd af sér. Píratar vita að mannfólk er breyskt og enginn er fullkominn, og það er nákvæmlega ekkert að því að raunveruleikinn fái að njóta sín. Því er Pírataspjallið orðið að ákveðinni endurspeglun á þjóðarsálinni. En það þýðir líka að stundum þarf einhver að setja sig í hlutverk reiða foreldrisins og heimta að fólk hagi sér vel.

Hvers vegna þjóðarsálin er svo heiftug? Hvers vegna er svona erfitt fyrir fullorðið fólk að eiga samtal án þess að úr verði gífuryrtur leðjuslagur? Þetta er alls ekki einskorðað við Pírata -- þvert á móti. Það er alls ekki af ástæðulausu sem Kommentakerfið er svona frábært spil: það fangar og otar gríni að allri þeirri reiði, pirringi og undarlega samhengisleysi sem gegnsýrir alla þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Það er eflaust margt sem spilar inn í, en mig grunar að það hjálpi ekki að sumir helstu fjölmiðlar landsins beinlínis keppist við að mála sótsvarta mynd af öllum andskotanum. Svokallaðir blaðamenn skófla upp hverskyns bulli sem það sér á samfélagsmiðlunum og býr til dramatískar ekki-fréttir, án þess að gera neina einustu tilraun til að fá meiri dýpt. Sjaldnast er hringt í ummælendur, ítrekað er farið með kolrangt mál, og oft er ekki einusinni athugað hvort jafnvel einföldustu fullyrðingar séu réttar. 

(Sem dæmi var ég fyrst titlaður aðstoðarmaður þingflokksformanns Pírata í grein á Vísi í gær, sem ég hef aldrei verið -- ég bý ekki einusinni á Íslandi. Svo var það "leiðrétt". Nú er ég titlaður "tölvuhakkari", hvað sem það á nú að þýða. Dylgjur ætlaðar til að gera mig skuggalegan.)

Blaðamannastéttin á Íslandi er ekki öfundsverð. Kröfurnar um framleiðni eru út í hött og pólitíska ægivaldið yfir fjölmiðlunum er skammarleg. En gæði fjölmiðlunar er líka út í hött. Nokkrir fjölmiðlar leggja sig eftir hágæða fréttaflutningi og greiningu, en flestir virðast sáttir við að láta frá sér hvaða rætnu drullu sem er.

Það eru ekki bara fjölmiðlar sem láta svona. Hafið þið fylgst með þeim skrípaleik sem Alþingi er orðið? Það er með ólíkindum að hægt hafi verið að finna svona mikið af fólki sem getur talað viðstöðulaust með rassgatinu.

Eftir að ég póstaði þessari grein á Pírataspjallið var eins og umræðan þar hafi smollið í nýjan farveg. Undanfarinn sólarhring hafa miklar og góðar umræður spunnist upp, og fólk er að hundsa tröllin. Ég mun ekki afskrá mig þaðan í bili -- þetta er fínt. Þjóðarsálin fékk smá valíum og allir eru hressir. Gott mál. Í bili.
 
En ég óttast að ef samfélagsumræðan bæði á Alþingi og í fjölmiðlum fer ekki að batna mun lítið duga til langs tíma að óska eftir skynsömum umræðum. Það mun koma sá tími þar sem enginn hreinlega man hvernig á að færa rök fyrir máli sínu, vera kurteis og gagnrýninn, og jafnvel stafsetja einföldustu orð. Kommentakerfið étur okkur öll lifandi.

Okkur er illt í þjóðarsálinni og heiftin stjórnar okkur. Þessi heift gefur fávitalegri umræðu forgang, heimilar aumkunarverða blaðamennsku, og leyfir valdhöfum að komast upp með að vera siðlaus mannvond fífl. Þessi reiði varpar skugga á allt sem við gerum. Ísland hefur ekki efni á hamingju.

Við verðum að breyta umræðuhefðinni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.
Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Fréttir

Verð­bólga upp ann­an mán­uð­inn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.
Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Stolt af barnabörnunum, bókmenntaarfinum og því að hafa stutt hag kvenna
Vettvangur

Stolt af barna­börn­un­um, bók­mennta­arf­in­um og því að hafa stutt hag kvenna

Hjón­in Ólaf­ur H. Ragn­ars­son og María Jó­hanna Lár­us­dótt­ir hafa tek­ið virk­an þátt í ís­lensku sam­fé­lagi í gegn­um ár­in. Í dag horfa þau til baka með bros á vör og fara yf­ir það sem hef­ur veitt þeim gleði í gegn­um ár­in. Þeim er það hjart­ans mál að halda í hlát­ur­inn, hvort ann­að og menn­ing­una.
Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Fréttir

Traust til þjóð­kirkj­unn­ar í sögu­legu lág­marki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.
„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Loka auglýsingu