Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Sérfræði ráðgjafa

Sérfræði ráðgjafa

Það er hægt að sætta sig við pólitískt skipaða ráðherra, að einhverju leyti. Það væri auðvitað æskilegt að þeir hefðu eitthvað til brunns að bera í sínum ráðuneytum, þótt það virðist lítið stundað á Íslandi. Maður biður ekki um mikið -- smá starfsreynslu, örlitla þekkingu á málaflokknum, eitthvað. Bara eitthvað.

Þegar ráðherrar eru svo til vanhæfir í sínar stöður er þó mögulegt að bæta það upp með góðu ráðgjafateymi. Ráðuneytin á Íslandi eru sem betur fer nokkuð vel mönnuð. Ég get ekkert nema gott sagt um þá sérfræðinga sem ég hef átt samskipti við í ráðuneytunum og utanríkisþjónustunni. Þótt ég sé skíthræddur við Humphrey Appleby og allt sem fylgir skrifræði, þá getur maður þó þakkað fyrir þegar skrifræðið er vel stundað.

Pólitískir ráðgjafar eru önnur saga. Það er alls ekki ásættanlegt að pólitískir ráðgjafar ráðherra séu svo innilega illa upplýstir um sinn málaflokk að engar teljandi líkur eru á því að nokkur heilsteypt ráðgjöf komi fram.

Tökum sem alls ekki svo handahófskennt dæmi, nýráðinn aðstoðarmann Gunnars Braga Sveinssonar. Nú efast ég hvorki um gáfnafar né mannkosti Gauta Geirssonar, en ég leyfi mér samt að efast um að hann sé mjög vel upplýstur á sviði alþjóðamála.

Það er kannski svolítið snúið að ímynda sér hvaða eiginleikar eru nauðsynlegir fyrir aðstoðarmann utanríkisráðherra, enda heill heimur af þekkingu sem er nauðsynlegur til að byrja að þræða þann grýtta veg sem alþjóðastjórnmál eru. En mér dettur svosem ýmis grunnatriði í hug.

Í fyrsta lagi væri ágætt að kunna skil á helstu alþjóðastofnunum og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Sameinuðu þjóðirnar og EES augljóslega, en einnig EFTA, NATO, OSCE, WTO, CoE, OECD, WIPO, Schengen, og svo framvegis. Stórt atriði er að þekkja muninn á Evrópuráði og Ráði Evrópusambandsins. Ég get fyrirgefið hverjum sem er fyrir að kunna hvorki skil á þeim 88 samningum sem Ísland er aðili að varðandi loftferðir, en myndi helst vilja að aðstoðarmaðurinn vissi muninn á Schengen samningunum þremur. Einnig er ágætt að vita um helstu mannréttindasamninga, bæði þeirra sem Ísland er aðili að, og þeirra sem Ísland er ekki aðili að. Einnig er gott að hafa skoðað allaveganna yfirlitið yfir þá samninga Evrópuráðs sem Ísland er aðili að, þótt það sé engum bjóðandi að lesa í gegnum þann stafla.

Næst er gott að þekkja helstu leiðtoga nágrannalanda okkar. Þá meina ég ekki bara að vita um Obama,  Merkel, Putin og Cameron, þótt það sé góð byrjun. Nei, það er nauðsyn að kunna skil á Lars Løkke Rasmussen, Mark Rutte, Ernu Solberg og Beatu Szydło. Einnig er mikilvægt að þekkja muninn á Jean-Claude Junker, Donald Tusk og Martin Schulz -- ekki bara nöfnunum, heldur líka því hvaða störfum þeir gegna. Já, Evrópusambandið er með milli þrjá og sjö forseta, eftir því hvernig þú spyrð, og já, þú þarft að vita hverjir þeir eru. Fólki verður fyrirgefið fyrir að þekkja ekki Xi Jinping, Narendra Modi, Joko Widodo, Dilmu Rousseff, Nawaz Sharif eða Muhammadu Buhari, en það er ófyrirgefanlegt að vita ekki hver fjölmennustu lönd heims eru.

Það er reyndar ekki nóg að þekkja helstu lönd heims -- það þarf einnig að þekkja helstu hópana. Til dæmis væri nokkuð vandræðalegt að vera mættur á fund hjá WTO og geta ekki gert greinarmun á BRICS og GRULAC, eða vita ekki hver munurinn er á G7 og G8. Helstu straumar og stefnur í alþjóðamálum koma hér við sögu: G8+5 bregður oft fyrir, þótt +5-parturinn standi oftar með G7-partinum, því Rússar eru ekkert voðalega vinsælir þessa dagana.

Allt þetta kemur fyrir áður en við förum að tala um dagsdagleg málefni, eins og hversu afleitur TISA samningurinn er, hvaða áhrif loftslagsbreytingar eru að hafa á norðurslóðir, hvar við stöndum í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, hvaða skyldur Ísland hefur gagnvart NATO í sínum stríðsrekstri, hvernig staða hinna ýmsu mála er hjá sendiráðunum okkar út um allan heim, og þar fram eftir götunum.

Í stuttu máli mætti segja að þetta sé starf þar sem reynsla, þekking og menntun skipti miklu máli. Stóra samhengið tekur mörg ár eða jafnvel áratugi að ná utan um. Gráða í stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum dugar ekki til að vita flest af þessu, en hún dugar til að geta byrjað að skilja umfangið, sögulega samhengið, og mikilvægi ýmissa mála. Hálfkláruð verkfræðigráða og reynsla af sjónum dugar skammt. En í þessu eins og öðru skiptir reynslan eflaust meira máli.

Ef Gunnari Braga Sveinssyni gengi eingöngu til að hafa pólitískan samherja innanborðs sem þiggur laun fyrir að vera jámaður, þá væri þetta sennilega ekki agalegt val á aðstoðarmanni. En að taka inn reynslulausan mann þegar rétt um ár er eftir af kjörtímabilinu mun ekki bæta stöðu Íslands í alþjóðamálum hið minnsta. Ef hann veit helminginn af ofantöldu, og er auk þess meiri snillingur í alþjóðapólitík en Zbigniew Brzezinski er hugsanlegt að við komum út á sléttu.

Gunnar Bragi er samt alls ekki sá eini sem hefur farið þessa leið. Andverðleikasamfélagið hefur getið af sér margar kynslóðir af pólitískum aðstoðarmönnum sem hafa ekki hundsvit á neinu. Það er löngu orðið tímabært að ráðherrar séu vel inní sínum málum frá upphafi, og að aðstoðarmenn þeirra séu ráðnir með einhverjar faglegar forsendur í huga, jafnvel þótt flokksskírteinið sé áfram látið passa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.
Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Fréttir

Verð­bólga upp ann­an mán­uð­inn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.
Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Stolt af barnabörnunum, bókmenntaarfinum og því að hafa stutt hag kvenna
Vettvangur

Stolt af barna­börn­un­um, bók­mennta­arf­in­um og því að hafa stutt hag kvenna

Hjón­in Ólaf­ur H. Ragn­ars­son og María Jó­hanna Lár­us­dótt­ir hafa tek­ið virk­an þátt í ís­lensku sam­fé­lagi í gegn­um ár­in. Í dag horfa þau til baka með bros á vör og fara yf­ir það sem hef­ur veitt þeim gleði í gegn­um ár­in. Þeim er það hjart­ans mál að halda í hlát­ur­inn, hvort ann­að og menn­ing­una.
Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Fréttir

Traust til þjóð­kirkj­unn­ar í sögu­legu lág­marki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.
„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Loka auglýsingu