Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Borgin skili umhverfisverðlaunum

Nú eru tæp þrjú ár liðin síðan Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Síðan þá hefur frammistaða borgarinnar á sviði umhverfismála borið þess merki að þessi erlenda viðurkenning hafi stigið borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar til höfuðs. Að minnsta kosti virðast þeir ekki telja neina sérstaka þörf fyrir vandvirkni og metnað á þessu sviði. Tökum nokkur dæmi:

Því miður virðist umræða um umhverfismál rísa hæst á vettvangi borgarstjórnar þegar deilt er um hjólreiðastíga og göngugötur í miðbænum. Að öðru leyti virðist minnihlutinn áhugalaus um málaflokkinn og borgarfulltrúar meirihlutans una sáttir við almennt orðaðar stefnur, alþjóðlegt ráðstefnuflakk, hönnun stjórnsýsluferla og lagningu hjólreiðastíga, en gera ekkert til að snúa frá stóriðjustefnunni á Grundartanga eða koma böndum á Orkuveitu Reykjavíkur. Í stjórnmálum er ekki nóg að vilja vel, því eins og orðið ber með sér þá er það hlutverk stjórnmálamannsins að taka stjórn á hlutunum og færa þá til betri vegar. Til þess þarf skýra sýn, sannfæringu og sjálfstraust – eiginleika sem mættu vera fyrirferðarmeiri í borgarstjórn Reykjavíkur.

Þeim sem vilja bæta ráð sitt er oft ráðlagt að byrja á því að játa syndir sínar. Ég legg til að næsta skref borgarstjórnar verði að játa að hún verðskuldaði ekki Norrænu umhverfisverðlaunin og skili Norðurlandaráði peningunum sem fylgdu þeim.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.