Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Kjósið okkur, við erum ekki Donald Trump

Kjósið okkur, við erum ekki Donald Trump

Það er engin furða að blaðamaðurinn Glenn Greenwald hafi fyrir stuttu lýst ástandinu í Bandaríkjunum svona:

„I think that in a lot of ways Donald Trump broke the brains of a lot of people, particularly people in the media who believe that telling lies, inventing conspiracy theories, being journalistically reckless, it's all justified to stop this unparalleled menace“

Sannleikurinn skiptir ekki máli lengur, það eina sem skiptir máli er að negla óbermið hann Trump. Jú hann er gjörsamlega vanhæfur og óverjandi hann Turmp en fjölmiðlar sem vilja byggja upp traust í samfélaginu geta samt ekki leyft sér að hundsa sannleikann.

Trump er svo pólaríserandi persóna að það er auðvelt að halda að allt sem andstæðingar hans beri á borð hljóti að vera satt og rétt. Hann er jú Trump, versti forseti allra tíma. Maður sem Davíð Oddson skrifar um með velþóknun á síðum Morgunblaðsins. Vandinn er að RussiaGate, og megin þáttur rannsóknarinnar sem beindist að því hvort Trump hefði átt í samstarfi (collusion) við Rússa og Pútín, skilaði ekki þeirri niðurstöðu sem fólk var að búast við og fjölmiðlar voru búnir að byggja upp efitrvæntingu eftir. Því eftir tveggja ára og íterlega rannsók, og ásakanir og fullyrðingar Bandarískra fjölmiðla, fundust eingar sannanir fyrir samsærinu. Engar til að kæra neinn af samstarfsmönnum Trumps eða hann sjálfan. Allir sem voru kærðir vegna rannsóknarinnar voru kærðir útaf allt ótengdum glæpum.

“the investigation did not establish that members of the Trump campaign conspired or coordinated with the Russian government in its election interference activities.”

Noam Chomsky, einn virtasti fræðimaður samtímans, var spurður út í málið skömmu áður en Mueller skýrlsna kom út. Í viðtali bendir Chomsky á að Trump hafi aukið virkni Bandaríska hersins við landamæri Rússa. Herinn hafi fengið stóra fjárveitingu, sérstaklega til að vinna gegn Rússum, auk þess sem Trump hafi ógilt INF samninginn, afvopnunarsamning sem skrifað var undir af Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev 1987. Þetta eru atriði sem gagna þvert gegn samsærinu um Trump sé strengjabrúða. Fleiri hafa bent á að Trump sé nú í miðjum klíðum við að steypa af stóli Nicolas Maduro, forseta Venesúela og mikilvægum samherja Rússa. Trump hefur sent Úkraínu vopn, eitthvað sem Obama neitaði að gera því honum þótti það of mikil ógnun. Að auki má nefna að Trump hefur ítrekað reynt að fá Þjóðverja til að hætta að kaupa gas af Rússum, en enginn keypti meira gas af Gazprom í fyrra en Þjóðverjar.

Eftir að Mueller skýrslan kom út hafa margir Bandarískir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn haldið uppteknum hætti. Því er haldið fram að Mueller hafi ekki mátt ákæra Trump eða þá að Trump hafi einfaldlega falið samstarfið vel. Að Trump sé bæði slefandi fáviti sem haldi að tunglið sé á braut um Mars og nægilega gáfaður til að komast undan gríðarlega umfangsmikilli rannsókn Robert Muellers. Glenn Greenwald lýsti umfangi rannsóknarinnar svona, en fjölmiðlar og Demókratar hafa oft lýst miklu trausti til Muellers:

„He assembled a team of prosecutors and investigators that countless media accounts heralded as the most aggressive and adept in the nation. They had subpoena power, the vast surveillance apparatus of the U.S. government at their disposal, a demonstrated willingness to imprison anyone who lied to them, and unlimited time and resources to dig up everything they could.“

En hversvegna fóru fjölmiðlar vestanhafs og Demókratar slíku offari eins og raun ber vitni? Ástæðan er kannski sú sama og ástæðan fyrir því að Trump náði að vinna kosningarnar til að byrja með. Demókratar hafa fyrir löngu misst trúverðugleika sem flokkur vinnandi fólks og með því að beina athyglinni að Rússum þurfa þeir ekki að útskýra tapið í síðustu kosningum eða að leggja fram neinar raunverulegar tillögur að breytingum. "Kjósið okkur, við erum ekki Trump", geta þeir sagt og haldið ótrauðir áfram án þess að leggja fram neinar nýjar hugmyndir eða lausnir handa Bandarískum almenningi sem er langþreyttur eftir raunverulegum breytingum. Ójöfnuður hefur aldrei verið meiri og laun hafa staðið í stað í marga áratugi. Bandarískur almenningur er stórskuldugur eftir fjármálavæðingu síðstu áratuga og nýfrjálshyggjuna sem hefur tröllriðið samfélaginu. Það er nefnilega fátt sem bendir til þess að Demókratar séu tilbúnir að segja skilið við arfleið Bill Clintons og andstöðu flokksins við allt sem tengist New Deal sáttmálanum. En það er einmitt það sem þeir þurfa, raunverulegar tillögur að innviðauppbyggingu og samfélagslausnum í ætt við þær sem Franklin D. Roosevelt innleiddi eftir kreppuna miklu. Í kjölfarið fylgi gullöld Bandarísku millistéttarinnar.

En kannski virkar það í þetta skiptið, að vera ekki Trump. Hver veit. Kannski eru kjósendur í Bandaríkjunum orðnir hundleiðir á honum og tilbúnir að prófa eitthvað annað, bara eitthvað annað. En samkvæmt skoðanakönnunum vestra er það einmitt það sem gæti gerst. Þær leiðir nefnilega Joe Biden, frambjóðandi ráðandi afla í flokki Demókrata og fyrrverandi varaforseti Baracks Obama, varaforseti í ríkisstjórn sem breytti á endanum fáu sem skipti máli og ruddi brautina fyrir Trump.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni