Flokkur

Viðskipti

Greinar

Leyndarmál Róberts Wessman og lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni
Úttekt

Leynd­ar­mál Ró­berts Wessman og lyfja­verk­smiðj­an í Vatns­mýr­inni

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman, stofn­andi Al­vo­gen og Al­votech, boð­ar að fyr­ir­tæki hans geti skap­að um 20 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Ís­lands inn­an nokk­urra ára. Al­votech rek­ur lyfja­verk­smiðju á há­skóla­svæð­inu sem er und­ir­fjármögnð og hef­ur Ró­bert reynt að fá líf­eyr­is­sjóð­ina að rekstri henn­ar í mörg ár en án ár­ang­urs hing­að til. Rekstr­ar­kostn­að­ur Al­votech er um 1,3 millj­arð­ar á mán­uði. Sam­tím­is hef­ur Ró­bert stund­að það að kaupa um­fjall­an­ir um sig í er­lend­um fjöl­miðl­um og Har­vard-há­skóla til að styrkja ímynd sína og Al­vo­gen og Al­votech til að auka lík­urn­ar á því að fyr­ir­ætlan­ir hans er­lend­is og í Vatns­mýr­inni gangi upp.
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már: „Hafi greiðsl­ur átt sér stað sem eru ólög­mæt­ar þá voru þær á ábyrgð Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um um ætl­að­ar „óeðli­leg­ar“ greiðsl­ur í Namib­íu. Sam­herji hef­ur aldrei út­skýrt hvernig það gat gerst að mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá Sam­herja.
Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Afhjúpun

Siggi hakk­ari aft­ur af stað og kærð­ur fyr­ir að falsa skjöl

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, öðru nafni Siggi hakk­ari, kem­ur nú að sex fé­lög­um og seg­ir lög­mað­ur und­ir­skrift sína hafa ver­ið fals­aða til að sýna fram á 100 millj­óna hluta­fé í tveim­ur fast­eigna­fé­lög­um. Siggi hakk­ari hef­ur ver­ið eitt af lyk­il­vitn­um í rann­sókn FBI á Wiki­Leaks. Við­skipta­fé­lag­ar segj­ast hafa ver­ið blekkt­ir, en að eng­inn hafi hlot­ið skaða af.
Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn
FréttirSamherjaskjölin

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu bjart­sýn á að­stoð ís­lenskra stjórn­valda við að sak­sækja Sam­herja­menn

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, Martha Imalwa, er bjart­sýn á sam­vinnu við Ís­land við sak­sókn gegn þrem­ur Sam­herja­mönn­um. Helgi Magnús Gunn­ars­son að­stoð­ar­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir sam­starf við Namib­íu hafa átt sér á grund­velli rétt­ar­beiðna en að Ís­land fram­selji ekki rík­is­borg­ara sína til Namib­íu.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.

Mest lesið undanfarið ár