Flokkur

Viðskipti

Greinar

Hluthafar Arnarlax selja hlutabréf með miklum hagnaði: Lífeyrissjóðurinn Gildi kaupir fyrir 3 milljarða
FréttirLaxeldi

Hlut­haf­ar Arn­ar­lax selja hluta­bréf með mikl­um hagn­aði: Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi kaup­ir fyr­ir 3 millj­arða

Ís­lenski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi verð­ur stór hlut­hafi í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi en sjóð­ur­inn hyggst kaupa hluta­bréf í fé­lag­inu fyr­ir rúm­lega 3 millj­arða. Kaup­in eru lið­ur í skrán­ingu Arn­ar­lax á Merk­ur-hluta­bréfa­mark­að­inn í Nor­egi. Stór­ir hlut­haf­ar í Arn­ar­laxi, eins og Kjart­an Ólafs­son, selja sig ut úr fé­lag­inu að hluta á þess­um tíma­punkti.
„Afkomuöryggi er leiðin út úr kreppunni“
Viðtal

„Af­komu­ör­yggi er leið­in út úr krepp­unni“

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ hef­ur stað­ið í ströngu und­an­farna mán­uði í svipti­vind­um á vinnu­mark­aði. Covid-krepp­an hef­ur vald­ið því að fram­leiðni hef­ur dreg­ist sam­an um hundruð millj­arða og út­lit er fyr­ir nokk­ur hundruð millj­arða króna minni fram­leiðni á næsta ári held­ur en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. At­vinnu­leysi hef­ur náð hæstu hæð­um og mik­ill þrýst­ing­ur hef­ur ver­ið á launa­fólk að taka á sig kjara- og rétt­inda­skerð­ing­ar. Hún var­ar við því að stjórn­völd geri mis­tök út frá hag­fræði­kenn­ing­um at­vinnu­rek­enda.
Samherji stillir Namibíumálinu upp sem „ásökunum“ Jóhannesar
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji still­ir Namib­íu­mál­inu upp sem „ásök­un­um“ Jó­hann­es­ar

Sam­herji seg­ir í árs­reikn­ingi sín­um að Namib­íu­mál­ið byggi á „ásök­un­um“ Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar. Fjöl­þætt gögn eru hins veg­ar und­ir í mál­inu og byggja rann­sókn­ir ákæru­valds­ins í Namib­íu og á Ís­landi á þeim. Sam­herji seg­ir ekki í árs­reikn­ingi sín­um að Wik­borg Rein hafi hreins­að fé­lag­ið af þess­um „ásök­un­um“.
Lýsir faglegum vinnubrögðum þegar lífeyrissjóðurinn hafnaði Icelandair
Fréttir

Lýs­ir fag­leg­um vinnu­brögð­um þeg­ar líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hafn­aði Icelanda­ir

Formað­ur Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna svar­ar seðla­banka­stjóra, sem hef­ur sent bréf á líf­eyr­is­sjóði og haf­ið form­lega könn­un á út­boði Icelanda­ir. Formað­ur sjóðs­ins seg­ir Icelanda­ir hafa fall­ið í grein­ingu er­lendra fag­að­ila, með­al ann­ars á stjórn­ar­hátt­um, sam­keppni og verð­mati.
Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair
Fréttir

Ás­geir læt­ur til skar­ar skríða gegn líf­eyr­is­sjóð­un­um - kann­ar út­boð Icelanda­ir

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri til­kynnti að könn­un væri haf­in á út­boði Icelanda­ir. Sent hef­ur ver­ið bréf á líf­eyr­is­sjóði og far­ið fram á að þeir tryggi sjálf­stæði stjórn­ar­manna. Ás­geir seg­ir óeðli­legt að hags­muna­að­il­ar sitji í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða og taki ákvarð­an­ir um fjár­fest­ing­ar. Stjórn líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna ákvað að taka ekki þátt í út­boði Icelanda­ir.

Mest lesið undanfarið ár