Saga um vegalaust fólk innan eigin lands: „Ég verð að byrja frá grunni, aftur“
Saga úkraínskrar konu sem neyddist tvívegis til að leggja á flótta til að bjarga lífi sínu vegna hernáms Rússa.
FréttirÚkraínustríðið
Þrengja enn að rússneskum fjölmiðlum og ógilda prentleyfi Novaya Gazeta
Rússneskur dómstóll ógilti í morgun útgáfuleyfi Novaya Gazeta, sjálfstæðs rússnesks dagblaðs. Ritstjóri þess fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til frjálsrar fjölmiðlunar í landinu. Miðillinn hefur fjallað gagnrýnið um stríð Rússlands í Úkraínu.
FréttirÚkraínustríðið
„Rússneska þjóð, þið eruð sofandi risi“
Rússneskir anarkó-kommúnistar hafa framið fjölda skemmdarverka í kringum hernaðarlega mikilvæga innviði frá upphafi Úkraínustríðsins. Hópurinn lítur á stríðið sem þátt í baráttu sinni gegn alþjóðaheimsvaldastefnu.
ÚttektÚkraínustríðið
Úkraína – hin sviðna jörð Pútíns
Hálft ár er í dag liðið frá innrás Rússa, sem hafa ráðist á almenna borgara og framið stríðsglæpi, sprengt sjúkrahús, skóla og menningarverðmæti, auk þess sem rússneskir hermenn ræna og rupla.
„Ætlum að koma Zelenský frá,“ segir Sergei Lavrov. Lítil von er um frið.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
FréttirÚkraínustríðið
Munu Kínverjar bjarga Pútín?
Kínverjar juku olíukaup sín frá Rússlandi um minnst 50% eftir að refsiaðgerðir Vesturlanda skullu á í kjölfar innrásar Pútíns í Úkraínu. Rétt fyrir innrásina hittust leiðtogar ríkjanna og lýstu yfir órjúfanlegri samstöðu og skuldbindingum til efnahagssamstarfs. Kínverjar hafa kosið með Rússum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en hversu langt nær samstarfið og getur Pútín treyst á stuðning frá Peking þegar á reynir?
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu
„Þú verður 27 ára að eilífu“
Artemiy Dymyd er einn hinna föllnu hermanna í stríðinu í Úkraínu en talið er að um 100 úkraínskir hermenn deyi þar daglega. Artemiy, sem alltaf var kallaður Artem, dó nokkrum dögum fyrir 28 ára afmælið sitt. Anna Romandash var, eins og þúsundir annarra, viðstödd jarðarför Artems sem var í Lviv, heimaborg hans.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
FréttirÁ vettvangi í Úkraínu
Úkraínumenn snúa heim en óttinn ríkir enn
Fjöldi þeirra sem fara aftur heim til Úkraínu er nú mun meiri en þeirra sem fara. Talið er að um fimm milljónir Úkraínumanna, sem flúðu stríðsátökin í landinu eftir innrás Rússa, hafi nú þegar snúið heim, um 60 prósent alls flóttafólksins. Fleiri hyggjast halda heim á leið á næstunni.
ErlentÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
FréttirÁ vettvangi í Úkraínu
1
Trú í stríði: Múslimaleiðtogi ver Úkraínu
Saga af austur-úkraínskum imam sem hefur tekið upp vopn til að verja land sitt.
FréttirÚkraínustríðið
Hergagnaflug fyrir 125 milljónir
Íslensk stjórnvöld hafa frá því í lok febrúar greitt 125 milljónir króna fyrir hergagnaflutning. Stærstur hluti greiðslunnar hefur farið til flugfélagsins Bláfugls. Hluthafi í móðurfélagi þess og hermálafulltrúi Íslands hjá NATO hefur haft milligöngu um viðskiptin. Tvær flugvélar rússneska ríkisins eru skráðar á íslenska loftfaraskrá. Bláfugl leigði vélarnar stuttu fyrir innrásina í Úkraínu en varð að skila þeim vegna viðskiptabanns gegn Rússum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.