Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
Forsvarsmenn Samherja, þar á meðal Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, hafa haldið því fram að Namibíumálið hafi engin áhrif haft á viðskipti sjávarútvegsfyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins sagði hins vegar fyrir dómi í Bretlandi í síðasta mánuði að stórir viðskiptavinir hefðu stöðvað viðskipti sín við fyrirtækið í kjölfar umfjöllunar um málið.
GreiningSamherjaskjölin
Félag Þorsteins Más orðið að skel utan um 30 milljarða lán til barna hans
Eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans Helgu S. Guðmundsdóttir á ekki lengur neinar fyrirtækjaeignir að ráði. Félagið hefur á síðustu árum, í kjölfar Samherjamálsins, losað sig við hlutabréf í íslenska útgerðarfélaginu Samherja hf, í útgerðum erlendis og í Eimskipum. Í dag er félagið ekkert annað en kennitala utan um seljendalán vegna sölu á 44 prósenta hlut í Samherja.
FréttirSamherjaskjölin
2
Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október
Réttarhöld í máli namibískra stjórnmála- og áhrifamanna sem ákærðir eru fyrir að þiggja mútur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta, munu hefjast 2. október. Þetta var ákveðið í þinghaldi í Namibíu í morgun. „Stór stund“ en fjarvera Íslendinga æpandi, segir talsmaður samtaka gegn spillingu í Namibíu. Jóhannes Stefánsson fagnar áfanganum og er klár í vitnastúkuna í Windhoek í haust.
Fréttir
6
Norskt blað segir Ísland spilltast á Norðurlöndum í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu
Tímarit sem norska stórblaðið Aftenposten gefur út fjallar um Samherjamálið í Namibíu í forsíðugrein. Eitt helsta inntakið í greininni er að velta upp spurningum um af hverju spilling er talin hafa aukist á Íslandi á síðustu árum.
GreiningSamherjaskjölin
1
Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
Útgerðarfélagið Samherji þarf að borga skatta á Íslandi vegna launagreiðslna til íslenskra starfsmanna sinna erlendis sem fengu greidd laun frá skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS. Samherji reyndi ítrekað að hafna tengslum sínum við Cape Cod FS og sagði fjölmiðla illgjarna. Niðurstaða samkomulags Skattsins við Samherja sýnir hins vegar að skýringar Samherja á tengslum sínum við félagið voru rangar.
FréttirSamherjaskjölin
Baldvin kaupir erlenda starfsemi Samherja af foreldrum sínum og frænda
Baldvin Þorsteinsson, einn stærsti eigandi Samherjaveldisins, hefur keypt erlenda starfsemi systurfélags útgerðarrisans. Seljendurnir eru foreldrar hans Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir og frændi hans Kristján Vilhelmsson.
FréttirSamherjaskjölin
Höfuðpaur Samherjamáls í Namibíu snerist gegn félögum sínum
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu vísaði í gær allri sök á meðákærðu í Samherjamálinu og sagði þá hafa misnotað sér hann og stöðu hans til að afla Samherja kvóta í skiptum fyrir mútur. Hann sé saklaus af þeim alvarlegu afbrotum sem á hann eru bornar í Samherjamálinu.
FréttirSamherjaskjölin
2
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
Netumbo Nandi-Ndaitwah, utanríkisráðherra Namibíu, sem kom hingað til lands í júní og ræddi Samherjamálið við íslenska ráðherra og aðstoðarmann eins þeirra, er nú svo gott sem búin að tryggja sér forsetaembættið í Namibíu. Hún var í morgun kjörin arftaki formanns flokksins, sitjandi forseta sem hyggst setjast í helgan stein. Flokkurinn nýtur slíks yfirburðarfylgis að innanflokkskosningin er sögð raunverulegt forsetakjör.
Fréttir
4
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
Fyrirtækið sem á og byggir nýjan miðbæ á Selfossi er framleiðandi Áramótaskaupsins í ár. Kristján Vilhelmsson er stærsti eigandi þess. Sigtún þróunarfélag á framleiðslufyrirtækið á móti Sigurjóni Kjartanssyni. Samherji hefur átt í áralöngu stríði við RÚV. Dagskrárstjóri vissi ekki um eignarhald Kristjáns þegar samningur var gerður við framleiðslufyrirtækið.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
Í lok október fór fram umræða á Alþingi um rannsókn Samherjamálsins í Namibíumálinu og orðspori Íslands þar sem stór orð féllu. Frummælandinn, Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort dráttur á rannsókn málsins á Íslandi væri eðlilegur, hvort yfirvöld á Íslandi tækju málið alvarlega og hvort rannsóknarstofnanir á Íslandi væru nægilega vel fjármagnaðar.
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt
2
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
Samherjafjölskyldan hefur á undanförnum mánuðum keypt eignarhluti minni hluthafa í útgerðinni og á að heita má tíunda hvern fisk í landhelginni. Börn Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar fara nú nær ein með eignarhluti í félaginu fyrir utan litla hluti þeirra tveggja. Milljarða viðskipti hafa svo átt sér stað á milli fjölskyldufyrirtækjanna í flóknu neti útgerðarinnar.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
Hæstiréttur hefur lagt refsilínuna vegna mútubrota
Hæstiréttur hefur tekið af allan vafa um að jafn ólöglegt sé að greiða mútur og það er að taka við þeim. Dómur yfir starfsmanni Isavia sýnir þetta að sögn héraðssaksóknara. Þrjú mútumál komu til kasta yfirvalda hér á landi á jafn mörgum árum frá 2018. Fram að því hafði tvisvar fallið dómur í slíku máli.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.