Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
Samherji hefur boðið að gefa eftir yfir 2 milljarða króna sem haldlagðar voru í Namibíu, sem skaðabætur til namibíska ríkisins í skiptum fyrir málalyktir. Namibísk yfirvöld tóku heldur fálega í tilboðið samkvæmt heimildum Stundarinnar. Lögmaður Wikborg Rein, sem starfar fyrir Samherja, staðfestir viðræður en segir tilboðið eingöngu hluta af einkaréttarlegri deilu Samherja við yfirvöld, því sé ekki um að ræða viðurkenningu á sekt í sakamáli.
FréttirSamherjaskjölin
2
Ráðherrar meti sjálfir hvort þeir taki þátt í ráðstefnum með Samherjafólki
Forsætisráðurneytið segir að þátttaka ráðherra í ríkisstjórn Íslands þurfi að standast lög og siðareglur ráðherra. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tók nýlega þátt í málþingi með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, eftir að þrýstisamtök sjávarútvegsfyrirtækja báðu hana um það.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
Werner Menges, blaðamaður The Namibian í Namibíu, segir að yfirvöld í Namibíu hafi lokið rannsókn Samherjamálsins. Tekist er á um meint vanhæfi dómarans í málinu, Kobus Muller, vegna ummæla sem hann hefur látið falla um málið. Hann segir afar ólíklegt að réttað verði yfir starfsmönnum Samherja eða fyrirtækjum útgerðarinnar í Namibíu þar sem Ísland framselji ekki Íslendinga til Namibíu.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
6
Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
Sænski blaðamaðurinn Sven Bergman, sem fjallað hefur um fjölda mútumála sænskra fyrirtækja erlendis, segir að illa hafi gengið að sækja stjórnendur fyrirtækjanna til saka í Svíþjóð fyrir brotin. Alvarlegustu afleiðingarnar hafi verið þegar bandarísk yfirvöld tóku málin til rannsóknar og sektuðu félögin um svimandi upphæðir.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
Petter Gottschalk er norskur prófessor í viðskiptafræði sem gerði árangurslausar tilraunir til að fá rannsóknarskýrslu lögmannsstofunnar Wikborg Rein um Samherjamálið í Namibíu. Samherji lofaði að birta skýrsluna opinberlega og kynna hana fyrir embætti héraðssaksóknara en stóð ekki við það.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
SFS bað Svandísi að halda ræðu á sömu ráðstefnu og Þorsteinn Már
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skipulögðu málþing um stöðu íslenskra útgerðarfélaga. Samtökin, sem eru helsti þrýstihópur útgerðarinnar á Íslandi, báðu Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að vera með ávarp á fundinum en létu þess ekki getið að Þorsteinn Már Baldvinsson yrði það líka. Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Namibíumálinu, er gagnrýninn á þetta.
Fyrrverandi forsætisráðherra Namibíu er ósáttur við að íslensk stjórnvöld hafi ekki boðið fram aðstoð sína eftir að upp komst um framgöngu Samherja í landinu. Hann tapaði formannsslag og hætti í pólitík eftir umdeildar kosningar innan flokksins, þar sem grunur leikur á að peningar frá Samherja hafi verið notaðir til að greiða fyrir atkvæði.
ViðtalSamherjaskjölin
3
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, er sáttur við gang rannsóknarinnar hér á landi og segir að fátt geti komið í veg fyrir að málið endi með dómi. Hann gagnrýnir þó aðgerðarleysi yfirvalda við því þegar Samherjamenn hafa áreitt, njósnað um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í viðbrögðum Samherjafólks hafi þó komið honum á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðrum liðist.
TímalínaSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
Það sem hefur gerst á 1001 nótt
Samherjaskjölin voru opinberuð 12. nóvember árið 2019. Allar götur síðan hefur rannsókn staðið yfir á því sem þar kom fram en uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson gaf sig sama dag fram við embætti héraðssaksóknara og sagði rannsakendum þar alla söguna. En hvað hefur gerst síðan Samherjaskjölin voru birt?
GreiningSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
Afleiðingar Samherjamálsins: 19 sakborningar og allt hitt
Samherjamálið í Namibíu hefur haft víðtækar afleiðingar í Namibíu, á Íslandi , í Noregi og víðar síðastliðin ár. Um er að ræða stærsta spillingarmál sem hefur komið upp í Namibíu og Íslandi og eru samtals 19 einstaklingar með réttarstöðu sakbornings. Svo eru allar hinar afleiðingarnar af málinu.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
3
Samherji hótaði Forlaginu: Vildi láta innkalla bókina um Namibíumálið
Útgerðarfélagið Samherji reyndi að fá Forlagið til að innkalla bókina um Namibíumálið í desember árið 2019. Samherji hótaði bæði Forlaginu sjálfu og blaðamönnunum sem skrifuðu bókina að stefna þeim í London. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að þessar tilraunir Samherja hafi verið fáránlegar og að um sé að ræða einstakt tilfelli í íslenskri útgáfusögu.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
3
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
Skattrannsókn, sem hófst í kjölfar uppljóstrana um starfshætti Samherja í Namibíu, hefur staðið frá árslokum 2019. Samkvæmt heimildum Stundarinnar telja skattayfirvöld að fyrirtækið hafi komið sér undan því að greiða skatta í stórum stíl; svo nemur hundruðum milljóna króna. Skúffufélag á Máritíus sem stofnað var fyrir milligöngu íslensks lögmanns og félag á Marshall-eyjum, sem forstjóri Samherja þvertók fyrir að tilheyrði Samherja, eru í skotlínu skattsins.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.