Aðili

Öryrkjabandalag Íslands

Greinar

Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi
Rannsókn

Fatl­að­ur mað­ur var vist­að­ur í kvennafang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.
Stjórnmálaflokkarnir bregðast við áskorun um endurgreiðslu lífeyrisþega á tannlækningum
FréttirAlþingiskosningar 2017

Stjórn­mála­flokk­arn­ir bregð­ast við áskor­un um end­ur­greiðslu líf­eyr­is­þega á tann­lækn­ing­um

Aldr­að­ir og ör­yrkj­ar veigra sér við því að sækja nauð­syn­lega tann­lækna­þjón­ustu vegna kostn­að­ar. Hags­muna­hóp­ar þeirra krefjast þess að bætt verði úr stöð­unni strax í árs­byrj­un 2018. Þeir flokk­ar sem svör­uðu fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um mál­ið lýsa all­ir vilja til úr­lausna, en ófremd­ar­ástand rík­ir í mála­flokkn­um.
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Rannsókn

Hrædd við skiln­ings­leysi og kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur boð­að stór­felld­ar kerf­is­breyt­ing­ar á mál­um ör­yrkja með inn­leið­ingu starfs­getumats sem á að liðka fyr­ir at­vinnu­þátt­töku ör­yrkja með já­kvæð­um hvöt­um í kerf­inu. Rann­sókn­ir benda til þess að upp­taka á slíku kerfi í ná­granna­ríkj­um hafi ekki leitt til auk­inn­ar at­vinnu ör­yrkja, held­ur leitt til auk­inna sjálfs­víga og fjölg­un­ar áskrifta á þung­lynd­is­lyf. Ör­yrkj­ar ótt­ast af­leið­ing­ar þess að þetta kerfi verði tek­ið upp. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ist vilja auka virkni ör­yrkja.
„Þetta er engin framtíð“
Úttekt

„Þetta er eng­in fram­tíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.
Forréttindi og fordómar eru staðreyndir
Freyja Haraldsdóttir
Pistill

Freyja Haraldsdóttir

For­rétt­indi og for­dóm­ar eru stað­reynd­ir

„Ég er svo feg­in þeg­ar ég sé að fólk verð­ur reitt, þeg­ar fólk tek­ur hluti al­var­lega,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir, um for­rétt­indi og for­dóma. Í kjöl­far um­mæla sem fjöl­miðla­mað­ur­inn Sindri Sindra­son lét falla í frétta­tíma Stöðv­ar 2 um að hann gæti ekki ver­ið í for­rétt­inda­stöðu því hann til­heyrði mörg­um minni­hluta­hóp­um hef­ur mik­il um­ræða skap­ast í kring­um for­rétt­indi. Freyja er talskona femín­ísku fötl­un­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar Tabú og seg­ir frá því hvernig hún tel­ur að marg­ir séu að mis­skilja þetta hug­tak, og hversu mik­il­vægt hún tel­ur að jað­ar­sett­ir hóp­ar sýni að þeim stend­ur ekki á sama þeg­ar reynslu­heim­ur þeirra er rengd­ur.
Niðurlægingin: Þau verst settu eru skilin eftir
Úttekt

Nið­ur­læg­ing­in: Þau verst settu eru skil­in eft­ir

Ör­yrkj­ar eru brot­hætt­ur hóp­ur fólks á jaðri fá­tækt­ar. Flók­ið al­manna­trygg­inga­kerfi, lág­ur ör­orku­líf­eyr­ir, nið­ur­læg­ing og skömm er raun­veru­leiki okk­ar allra við­kvæm­ustu ein­stak­linga. Vegna kerf­is­ins geta þeir neyðst til að senda barn sitt út af heim­il­inu eða skilja við maka sinn á gam­als aldri til að forð­ast skerð­ing­arn­ar. Þing­menn hafa feng­ið fimmtán­falda kjara­bót á við ör­yrkja á kjör­tíma­bil­inu.
Fyrirhugaðar breytingar á lögum um almannatryggingar atvinnuletjandi
Fréttir

Fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar at­vinnuletj­andi

Ell­en Calmon, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir sjón­ar­mið líf­eyr­is­þega ekki hafa hlot­ið áheyrn í nefnd um end­ur­skoð­un laga um al­manna­trygg­ing­ar og ótt­ast af­leið­ing­arn­ar verði til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar að veru­leika. Frum­varp sem bygg­ist á til­lög­um nefnd­ar­inn­ar er í und­ir­bún­ingi hjá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og verð­ur lagt fyr­ir Al­þingi fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Lagt er til að breyt­ing­arn­ar taki gildi um næstu ára­mót.
Fátæku börnin
Úttekt

Fá­tæku börn­in

Sautján ára stúlka sem býr við sára fá­tækt seg­ist finna fyr­ir for­dóm­um frá jafn­öldr­um vegna að­stæðna henn­ar. Hún á að­eins eitt par af skóm og göt­ótt föt. Sam­kvæmt skýrslu UNICEF má gera ráð fyr­ir að 6.100 börn líði skort hvað varð­ar fæði, klæði og hús­næði hér á landi. Þar af líða tæp­lega 1.600 börn veru­leg­an skort. Barna­fá­tækt staf­ar af því að for­eldr­ar hafa ekki fram­færslu sem dug­ar til að mæta grunn­þörf­um barna sinna – og þar standa líf­eyr­is­þeg­ar verst. Erf­ið­ur hús­næð­is­mark­að­ur set­ur einnig stórt strik í reikn­ing­inn en meg­in­þorri ör­orku­líf­eyr­is­þega býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að og flest­ir eru á leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ein­stæð­ar mæð­ur á ör­orku­líf­eyri um bar­átt­una við að tryggja börn­um þeirra áhyggju­lausa æsku.

Mest lesið undanfarið ár