Fréttamál

Ólígarkinn okkar

Greinar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky kann­ast ekki við fjár­mála­mið­stöð­ina í smá­í­búða­hverf­inu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.
Lögmannsstofan Logos stofnaði félag Moshenkys sem teygði sig í skattaskjól
FréttirÓlígarkinn okkar

Lög­manns­stof­an Logos stofn­aði fé­lag Mos­hen­kys sem teygði sig í skatta­skjól

Lög­fræðiskrif­stof­unni Logos er lýst sem „hjarta af­l­andsvið­skipta“ Ís­lend­inga. Á tíma­bili kom um helm­ing­ur af tekj­um lög­fræðiskrif­stof­unn­ar frá skrif­stof­unni í London, sem sá með­al ann­ars um við­skipti fyr­ir MP Banka og við­skipta­veldi Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, hví­trúss­neska ólíg­ark­ans og kjör­ræð­is­manns Ís­lands, sem ver­ið hef­ur stærsti ein­staki kaup­andi upp­sjáv­ar­fisks af ís­lensk­um út­gerð­um.
Viðskipti Vinnslustöðvarinnar og Moshenskys: „Ég veit bara ekkert um það“
FréttirÓlígarkinn okkar

Við­skipti Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og Mos­hen­skys: „Ég veit bara ekk­ert um það“

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son seg­ir að einu við­skipti Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar í Eyj­um við Al­ex­and­er Mos­hen­sky séu með fisk frá Ís­landi. Hann hafn­ar öll­um sögu­sögn­um um lán­veit­ing­ar frá Hví­trúss­an­um til Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar og tengdra fé­laga og seg­ir að hann njóti engra sér­kjara í við­skipt­un­um. Eng­in vitn­eskja hafi leg­ið fyr­ir um skatta­skjólsvið­skipti fé­laga Mos­hen­skys.
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Fjar­mála­mið­stöð Mos­hen­skys í smá­í­búða­hverf­inu

Breskt skúffu­fé­lag, Max Cred­it In­vest­ment Lim­ited, sem fjár­magn­að hef­ur við­skipti hví­trúss­neska ólíg­ark­ans Al­eks­and­ers Mos­hen­sky komst ný­ver­ið í eigu ís­lend­ings­ins Karls Kon­ráðs­son­ar. Verð­ið sem Karl greiddi fyr­ir fé­lag­ið virð­ist ekki í neinu sam­ræmi við eign­ir þess og um­svif, sem virð­ast ein­skorð­ast við að miðla pen­ing­um milli af­l­ands­fé­lags og fyr­ir­tækja Mos­hen­sky í Aust­ur-Evr­ópu. Úkraínsk skatta­yf­ir­völd rann­sök­uðu slík við­skipti.
Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
FréttirÓlígarkinn okkar

Ung­verja­land bjarg­aði Mos­hen­sky frá þving­un­um ESB

Sendi­herr­ar tíu Evr­ópu­þjóða lögðu í síð­ustu viku til að Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi og um­svifa­mik­ill fiskinn­flytj­andi, yrði lát­inn sæta við­skipta­þving­un­um ESB vegna tengsla sinna og stuðn­ings við ein­ræð­is­herr­ann Lukashen­ko. Ung­verj­ar komu hon­um til bjarg­ar og vöktu, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, mikla reiði Pól­verja og Lit­háa. Kjör­ræð­is­mað­ur Ung­verja­lands er und­ir­mað­ur Mos­hen­sky.

Mest lesið undanfarið ár