Flokkur

Náttúra

Greinar

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
GreiningLaxeldi

11,5 millj­arð­ar fara til Kýp­ur eft­ir sölu á auð­linda­fyr­ir­tæk­inu

Ís­lenska stór­út­gerð­in Síld­ar­vinnsl­an er orð­in stór fjár­fest­ir í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish á Ísa­firði eft­ir að hafa keypt sig inn fyr­ir 13,7 millj­arða króna. Hluta­bréf­in voru að lang­mestu leyti í eigu fyr­ir­tæk­is á Kýp­ur sem pólski fjár­fest­ir­inn Jerzy Malek. Í kjöl­far­ið er út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji beint og óbeint orð­in einn stærsti hags­mun­að­il­inn í ís­lensku land­eldi og sjókvía­eldi á eld­islaxi.
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
FréttirLaxeldi

Einn lax­eld­isrisi verð­ur til á Vest­fjörð­um: Eig­end­ur Arn­ar­lax og Arctic Fish sam­ein­ast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
FréttirLaxeldi

Um­hverf­is­stofn­un fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins en tel­ur ekki til­efni til að­gerða

Mynd­band­ið sem Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari tók af bakt­eríu­lagi und­ir sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish í Dýra­firði gef­ur ekki til­efni til sér­stakra að­gerða af hálfu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Stofn­un­in fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið fær hins veg­ar ekki heim­ild til að setja út meiri eld­is­fisk í kví­arn­ar að svo stöddu.
Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
Fréttir

Vara við „veru­lega nei­kvæð­um“ um­hverf­isáhrif­um af Svar­tár­virkj­un við jað­ar há­lend­is­ins

„Mik­il nátt­úru­verð­mæti rask­ast veru­lega“, seg­ir í mati Skipu­lags­stofn­un­ar á fyr­ir­hug­aðri Svar­tár­virkj­un á mörk­um Bárð­ar­dals og há­lend­is­ins fyr­ir norð­an. Stofn­un­in var­ar við rösk­un á „ein­um líf­rík­ustu og vatns­mestu lindám lands­ins“ og sér­stæðu lands­lagi með upp­lif­un­ar­gildi. Sam­kvæmt lög­um hefði ekki þurft að gera um­hverf­is­mat. Stofn­un­in seg­ir mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­anna skorta trú­verð­ug­leika.

Mest lesið undanfarið ár