Aðili

Lögreglan

Greinar

Margeir gerði leyniupptöku af lögreglukonunni sem hann áreitti
Fréttir

Mar­geir gerði leyniupp­töku af lög­reglu­kon­unni sem hann áreitti

Hátt­sett­ur lög­reglu­þjónn, sem áreitti lög­reglu­konu kyn­ferð­is­lega og sýndi henni of­beld­is­fulla hegð­un, hljóð­rit­aði án henn­ar vit­und­ar sam­tal þeirra og reyndi að nýta það sem kom fram á upp­tök­unni þeg­ar sál­fræði­stofa var feng­in til að leggja mat á sam­skipti þeirra. Lög­reglu­mað­ur­inn tók við nýrri stöðu þeg­ar hann sneri aft­ur úr leyfi.
Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Úttekt

Rík­is­sak­sókn­ari skoð­ar um­mæli Helga – enn einu sinni

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari og þar með einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins á Ís­landi, kemst reglu­lega í fjöl­miðla fyr­ir um­deild um­mæli, oft sett fram á Face­book. Sam­tök­in '78 hafa kært nýj­ustu um­mæl­in og rík­is­sak­sókn­ari þarf nú sem áð­ur að svara fyr­ir það sem Helgi skrif­ar í frí­tíma sín­um.
Leitið og þér munuð finna
Mynd dagsins

Leit­ið og þér mun­uð finna

Lög­reglu­mað­ur­inn Guð­mund­ur Fylk­is­son hef­ur und­an­far­in sex ár gegnt því erf­iða starfi að finna börn og ung­menni sem týn­ast. Það eru um 250 mál á ári sem koma inn á borð til hans og flest leys­ast þau far­sæl­lega. Á föstu­dag­inn fékk hann úr hendi For­seta Ís­lands við­ur­kenn­ingu Barna­heilla - Sa­ve the Children, fyr­ir störf sín í þágu barna og ung­menna í vanda. „Þetta er dag­vinna, frá átta á morgn­anna til sjö fimm­tíu­ogn­íu dag­inn eft­ir. Mað­ur þarf oft að hafa skjót­ar hend­ur, og sím­ann minn þekkja þau flest - hann er alltaf op­inn. Fyr­ir þau sem ekki vita er núm­er­ið: 843 1528," sagði Guð­mund­ur og rauk af stað.
Faraldurinn stóreykur hættu á sjálfsvígum
Úttekt

Far­ald­ur­inn stór­eyk­ur hættu á sjálfs­víg­um

Ljóst er að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er far­inn að hafa al­var­leg áhrif á geð­heil­brigði þjóð­ar­inn­ar. Töl­ur lög­reglu benda til að sjálfs­víg séu um­tals­vert fleiri nú en vant er. Fag­fólk grein­ir aukn­ingu í inn­lögn­um á geð­deild eft­ir því sem lið­ið hef­ur á far­ald­ur­inn og veru­lega mik­ið fleiri lýsa sjálfsskaða- og sjálfs­vígs­hugs­un­um.
Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan
Fréttir

Vef­síða sem var gróðr­ar­stía sta­f­ræns kyn­ferð­isof­beld­is tek­in nið­ur – Ný opn­uð jafn­harð­an

Þús­und­um nekt­ar­mynda af ís­lensk­um kon­um dreift á síð­unni. Í fjöl­mörg­um til­fell­um eru stúlk­urn­ar und­ir lögaldri. Erf­ið mál fyr­ir lög­reglu að eiga við. Enn eru ekki til stað­ar heim­ild­ir í ís­lensk­um lög­um sem gera sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi refsi­vert. Frum­varp þess efn­is hef­ur tví­veg­is ver­ið svæft í nefnd.
Sema opnar sig um líkamsárás: „Lögreglan og löggjafinn í landinu verða að gera miklu betur í að vernda þolendur“
Fréttir

Sema opn­ar sig um lík­ams­árás: „Lög­regl­an og lög­gjaf­inn í land­inu verða að gera miklu bet­ur í að vernda þo­lend­ur“

Sema Erla Ser­d­ar seg­ist hafa orð­ið fyr­ir lík­ams­árás um versl­una­manna­helg­ina fyr­ir tveim­ur ár­um þar sem kona hafi veist að henni með of­beldi og morð­hót­un­um á grund­velli for­dóma og hat­urs. Kon­an sem um ræð­ir vís­ar ásök­un­um Semu á bug og hyggst kæra hana fyr­ir mann­orðs­morð. Hún seg­ist hafa beð­ið af­sök­un­ar á fram­ferði sínu, sem hafi engu að síð­ur átt rétt á sér.

Mest lesið undanfarið ár