Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Einn ríkasti maður Noregs hefur samstarf í laxeldi við eiganda Arnarlax
FréttirLaxeldi

Einn rík­asti mað­ur Nor­egs hef­ur sam­starf í lax­eldi við eig­anda Arn­ar­lax

Kj­ell Inge Røkke, einn rík­asti mað­ur Nor­egs sem einkum hef­ur efn­ast á olíu­vinnslu, hef­ur tek­ið upp sam­starf við lax­eld­isris­ann Salm­ar, eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Á með­an bíð­ur Salm­ar eft­ir því hvort fé­lag­ið fær að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði og verða nær ein­rátt í ís­lensku lax­eldi. Røkke og Salm­ar ætla að veðja sam­an á af­l­and­seldi á laxi en hér á landi stund­ar Arn­ar­lax sjókvía­eldi í fjörð­um Vest­fjarða.
Stefnir í harða baráttu norskra um   eignarhaldið á Arctic Fish á Ísafirði
FréttirLaxeldi

Stefn­ir í harða bar­áttu norskra um eign­ar­hald­ið á Arctic Fish á Ísa­firði

Tvö norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki berj­ast nú um yf­ir­ráð­in yf­ir Norway Royal Salmon, móð­ur­fé­lagi Arctic Fish á Ísa­firði. Móð­ur­fé­lag Arn­ar­lax á Bíldu­dal, Salm­ar, er með pálm­ann í hönd­un­um eft­ir að stjórn Norway Royal Salmon mælti með þeirra til­boði í dag. Til gæti orð­ið lang­stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki lands­ins með sam­ein­ingu Arn­ar­lax og Arctic Fish.
Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
GreiningLaxeldi

Arctic Fish vill þre­falda fram­leiðslu sína en eig­and­inn tel­ur sjókvía­eld­ið til­heyra for­tíð­inni

Mynd­bands­upp­tök­ur Veigu Grét­ars­dótt­ur á af­mynd­uð­um eld­islöx­um á Vest­fjörð­um hafa vak­ið upp um­ræð­una um sjókvía­eld­ið. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish hef­ur gagn­rýnt Veigu fyr­ir mynd­irn­ar. For­stjóri eig­anda Arctic Fish tel­ur hins veg­ar að sjóvkía­eldi við strend­ur landa sé ekki fram­tíð­ina held­ur af­l­and­seldi fjarri strönd­um landa.
Starfsmaður Arctic Fish hringdi í Veigu og snupraði hana fyrir myndir af afmynduðum eldislöxum
FréttirLaxeldi

Starfs­mað­ur Arctic Fish hringdi í Veigu og snupr­aði hana fyr­ir mynd­ir af af­mynd­uð­um eld­islöx­um

Kaj­akræð­ar­inn Veiga Grét­ars­dótt­ir tók upp sögu­leg mynd­skeið af af­mynd­uð­um eld­islöx­um í sjókví­um í Arnar­firði og Dýra­firði. Starfs­mað­ur Arctic Fish og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Ísa­firði, Daní­el Jak­obs­son, hringdi í Veigu og snupr­aði hana eft­ir að RÚV birti frétt um mál­ið um helg­ina.
Laxeldisfyrirtækið hefur þrjár vikur til að biðja ráðherra um leyfi sem færi gegn mati ESA
FréttirLaxeldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið hef­ur þrjár vik­ur til að biðja ráð­herra um leyfi sem færi gegn mati ESA

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Lax­ar þarf að sækja um bráða­birgð­ar­starfs­leyfi til sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra eft­ir að leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var fellt úr gildi. Ein­ung­is einu sinni áð­ur hef­ur starfs­leyfi lax­eld­is­fyr­ir­tækja ver­ið fellt úr gildi og veitti ráð­herra þeim þá starfs­leyfi til bráða­birgða. Eft­ir­lits­stofn­un ESA gagn­rýni þetta í úr­skurði fyr­ir rúmu ári síð­an.
Selja fæðubótarefni úr norskum eldislaxi eins  og það sé úr „100% náttúrulegum“ laxi
FréttirLaxeldi

Selja fæðu­bót­ar­efni úr norsk­um eld­islaxi eins og það sé úr „100% nátt­úru­leg­um“ laxi

Ís­lenska fyr­ir­tæk­ið Un­broken, sem sel­ur sam­nefnt fæðu­bót­ar­efni, vís­ar til þess að fyr­ir­tæk­ið fram­leiði vöru sína úr 100 pró­sent nátt­úru­leg­um laxi. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein­ar Trausti Kristjáns­son, seg­ir að orða­lag­ið sé tek­ið frá norska lax­eld­isris­an­um Mowi sem fram­leið­ir eld­islax­inn sem fyr­ir­tæk­ið not­ar. Un­broken á í sam­vinnu við Ferða­fé­lag Ís­lands sem hef­ur nátt­úru­vernd og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi í rekstri sín­um.
Kristján Þór getur veitt Löxum tímabundið starfsleyfi þrátt fyrir gagnrýni ESA
FréttirLaxeldi

Kristján Þór get­ur veitt Löx­um tíma­bund­ið starfs­leyfi þrátt fyr­ir gagn­rýni ESA

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, snupr­aði ís­lenska rík­ið í fyrra út af lag­setn­ingu frá ár­inu 2018 sem veitti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra ein­hliða heim­ild til að veita lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um tíma­bund­ið starfs­leyfi. Fram­kvæmda­stjóri Laxa, Jens Garð­ar Helga­son­ar vís­ar til þess­ar­ar hem­ild­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra efti að úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála felldi starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins úr gildi fyr­ir helgi.
Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax spáir endalokum sjókvíaeldis á næsta áratug
FréttirLaxeldi

Stjórn­ar­formað­ur stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax spá­ir enda­lok­um sjókvía­eld­is á næsta ára­tug

Atle Ei­de, stjórn­ar­formað­ur stærsta hags­mun­að­il­ans í ís­lensku lax­eldi Salm­ar sem á Arn­ar­lax, seg­ir að sjókvía­eldi í opn­um sjókví­um muni leggj­ast af í heim­in­um á næstu 10 ár­um. Sam­tím­is boð­ar Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, tutt­ugu­föld­un á sjókvía­eldi á Ís­landi og vill 500 þús­und tonna fram­leiðslu.
Stærsti eigandinn í íslensku laxeldi orðinn ríkasti maður Noregs
FréttirLaxeldi

Stærsti eig­and­inn í ís­lensku lax­eldi orð­inn rík­asti mað­ur Nor­egs

Gustav Magn­ar Witzoe, erf­ingi lax­eld­isris­ans Salm­ar, á eign­ir upp á 311 millj­arða króna. Salm­ar er stærsti eig­andi Arn­ar­lax, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands. Ís­lenska rík­ið gef­ur fyr­ir­tækj­um eins og Arn­ar­laxi kvóta í lax­eldi á Ís­landi á með­an Salm­ar þarf að greiða hátt verð fyr­ir kvóta í Nor­egi.
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
FréttirLaxeldi

Auð­linda­fyr­ir­tæki á mark­að í Nor­egi: Af­l­ands­fé­lag á Kýp­ur á nær helm­ing hluta­bréf­anna

Ís­lensk lax­eld­is­fyr­ir­tæki fara á hluta­bréfa­mark­að í Nor­egi eitt af öðru. Norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eiga stærstu hlut­ina í ís­lensku fé­lög­un­um. Hagn­að­ur­inn af skrán­ingu fé­lag­anna renn­ur til norsku. Eng­in sam­bæri­leg lög gilda um eign­ar­hlut er­lendra að­ila á ís­lensku lax­eldisauð­lind­inni og á fisk­veiðiauð­lind­inni.

Mest lesið undanfarið ár