Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir 300 til 400 þús­und eld­islaxa hafa drep­ist í Dýra­firði

Á milli 300 og 400 þús­und eld­islax­ar hafa drep­ist í sjókví­um Arctic Fish í Dýra­firði síð­ustu vik­urn­ar. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, norska eld­is­fyr­ir­tæk­ið Norway Royal Salmon, sendi frá sér til­kynn­ingu vegna þessa í gær. Til­kynn­ing­in kom í kjöl­far þess að mynd­ir voru birt­ar af dauðu löx­un­um. Laxa­dauð­inn mun hafa áhrif á ársaf­komu og slát­ur­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins.
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
FréttirLaxeldi

Ljós­mynd­ir sýna stór­felld­an laxa­dauða hjá Arctic Fish á Þing­eyri

Mynd­ir sem tekn­ar voru á Þing­eyri í gær sýna laxa­dauð­ann sem fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish glím­ir við þar í kjöl­far veð­urs­ins sem geis­að hef­ur á Vest­fjörð­um. Fjöl­mörg kör af mis­mun­andi illa förn­um og sund­ur­tætt­um eld­islaxi eru tæmd í norskt skip sem vinn­ur dýra­fóð­ur úr eld­islax­in­um. Arctic Fish hef­ur sagt að laxa­dauð­inn í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins kunni að nema 3 pró­sent­um en ljóst er að hann er miklu meiri en það.
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
FréttirLaxeldi

Tals­verð­ur laxa­dauði í Dýra­firði vegna vetr­arkulda

Tals­verð­ur laxa­dauði hef­ur ver­ið í eldisk­ví­um Arctic Fish í Dýra­firði vegna vetr­arkulda síð­ustu vik­ur. Daní­el Jak­obs­son, starfs­mað­ur Arctic Fish, seg­ir að af­föll­in séu meiri en þau 3 pró­sent sem fyr­ir­tæk­ið gerði ráð fyr­ir. Skip frá norska fyr­ir­tæk­inu Hor­da­for hef­ur ver­ið not­að til að vinna dýra­fóð­ur úr dauðlax­in­um.
Norwegian Gannet slátraði á Reyðarfirði eftir að eldislaxar sýktust af blóðþorra
FréttirLaxeldi

Norweg­i­an Gann­et slátr­aði á Reyð­ar­firði eft­ir að eld­islax­ar sýkt­ust af blóð­þorra

Um­deilt slát­ur­skip kom til Ís­lands og hjálp­aði til við slátrun í Reyð­ar­firði eft­ir að fiski­sjúk­dóm­ur­inn blóð­þorri kom upp. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir skip­ið hafa slátr­að tæp­lega 740 tonn­um. MAST seg­ir komu skips­ins hafa ver­ið í smit­varn­ar­skyni, til að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu blóð­þorr­ans.
Eigandi Arnarlax vill framleiða 150 þúsund tonn með aflandseldi fjarri landi
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arn­ar­lax vill fram­leiða 150 þús­und tonn með af­l­and­seldi fjarri landi

Ný­stofn­að lax­eld­is­fyr­ir­tæki sem er að hluta til í eigu norska lax­eld­isris­ans Salm­ar AS, eig­anda Arn­ar­lax, hyggst fram­leiða 150 þús­und tonn af eld­islaxi í af­l­andskví­um fjarri strönd­um Nor­egs. Fyr­ir­tæk­ið seg­ir að fram­tíð lax­eld­is í heim­in­um liggi í slíkri „sjálf­bærri“ lausn. Sam­hliða fram­leið­ir Salm­ar AS eld­islax í fjörð­um Ís­lands og vill bæta í.
„Það verður ekkert eftir hér í sveitarfélaginu“
FréttirLaxeldi

„Það verð­ur ekk­ert eft­ir hér í sveit­ar­fé­lag­inu“

Slát­ur­skip­ið Norweg­i­an Gann­ett kom til Tálkna­fjarð­ar og slátr­aði 500 tonn­um af eld­islaxi fyr­ir Arctic Fish. Lax­inn var flutt­ur beint úr landi og á mark­að í Evr­ópu sem þýð­ir að sveit­ar­fé­lög á Vest­fjörð­um verða af afla­gjöld­um, hafn­ar­gjöld­um og óbein­um störf­um við að vinna lax­inn. Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggð­ar, er ósátt við þessa notk­un á slát­ur­skip­inu.
Félag stjórnarformannsins hagnaðist um sjöfalt meira á laxeldisauðlindinni en Arnarlax greiddi til ríkisins
FréttirLaxeldi

Fé­lag stjórn­ar­for­manns­ins hagn­að­ist um sjö­falt meira á lax­eldisauð­lind­inni en Arn­ar­lax greiddi til rík­is­ins

Eign­ar­halds­fé­lag stjórn­ar­for­manns Arn­ar­lax, Kjart­ans Ólafs­son­ar, held­ur ut­an um hluta­bréfa­eign hans í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir­tæk­ið hagn­að­ist um tæp­lega 690 millj­ón­ir króna í fyrra vegna verð­hækk­ana á hluta­bréf­um Arn­ar­lax og sölu þess á hluta­bréf­um í því. Til samamburð­ar greiddi Arn­ar­lax rúm­ar 97 millj­ón­ir króna til ís­lenska rík­is­ins í auð­linda- og leyf­is­gjöld.

Mest lesið undanfarið ár