Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Tveir stjórnendur selja fyrir samtals 2,3 milljarða í Arctic Fish til Síldarvinnslunnar
FréttirLaxeldi

Tveir stjórn­end­ur selja fyr­ir sam­tals 2,3 millj­arða í Arctic Fish til Síld­ar­vinnsl­unn­ar

Eign­ar­halds­fé­lag Sig­urð­ar Pét­urs­son­ar, eins stofn­anda og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Arctic Fish, hef­ur selt hluta­bréf í fé­lag­inu fyr­ir tæp­lega 1.900 millj­ón­ir króna. Nú­ver­andi fjár­mála­stjóri lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins, Neil Shir­an Þór­is­son, sel­ur nú í fé­lag­inu fyr­ir rúm­lega 440 millj­ón­ir króna. Hann seg­ist ekki vera að hætta hjá fé­lag­inu en að óvissa um fram­tíð­ar­eign­ar­hald fé­lags­ins hafi spil­að inn í ákvörð­un hans.
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
GreiningLaxeldi

11,5 millj­arð­ar fara til Kýp­ur eft­ir sölu á auð­linda­fyr­ir­tæk­inu

Ís­lenska stór­út­gerð­in Síld­ar­vinnsl­an er orð­in stór fjár­fest­ir í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish á Ísa­firði eft­ir að hafa keypt sig inn fyr­ir 13,7 millj­arða króna. Hluta­bréf­in voru að lang­mestu leyti í eigu fyr­ir­tæk­is á Kýp­ur sem pólski fjár­fest­ir­inn Jerzy Malek. Í kjöl­far­ið er út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji beint og óbeint orð­in einn stærsti hags­mun­að­il­inn í ís­lensku land­eldi og sjókvía­eldi á eld­islaxi.
Starfsmönnum Arctic Fish sagt frá samruna við Arnarlax: „No comment“
FréttirLaxeldi

Starfs­mönn­um Arctic Fish sagt frá samruna við Arn­ar­lax: „No comm­ent“

Stjórn­end­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish á Ísa­firði var sagt frá því fyr­ir helgi að til standi að sam­eina fyr­ir­tæk­ið og Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Á mánu­dag­inn var greint frá kaup­um norsks móð­ur­fé­lags Arn­ar­lax, Salm­ar, á eig­anda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Tal­að var um mögu­leik­ann á sam­legðaráhrif­um í rekstri fyr­ir­tækj­anna tveggja og er ljóst að þessi fyr­ir­tæki verða í fram­tíð­inni rek­in und­ir ein­um hatti.
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
FréttirLaxeldi

Einn lax­eld­isrisi verð­ur til á Vest­fjörð­um: Eig­end­ur Arn­ar­lax og Arctic Fish sam­ein­ast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.
Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
ViðskiptiLaxeldi

Bónd­inn í Vig­ur ósátt­ur við lax­eld­ið við eyj­una: „Þetta er ekki það sem ferða­menn vilja sjá“

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Háa­fell hef­ur sett nið­ur sjókví­ar við eyj­una Vig­ur í mynni Skötu­fjarð­ar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Gísli Jóns­son, eig­andi og bóndi í Vig­ur, er ekki sátt­ur við þetta og seg­ir að lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi stang­ist á við þá miklu ferða­manna­þjón­ustu sem þar fram í gegn­um ýmsa að­ila.
Norsk laxeldisfyrirtæki takast á um eignarhald á auðlindinni á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki tak­ast á um eign­ar­hald á auð­lind­inni á Ís­landi

Norsku lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in Salm­ar, eig­andi Arn­ar­lax á Bílu­dal, og NTS, sem er stærsti hlut­hafi Arctic Fish á Ísa­firði í gegn­um Norway Royal Salmon, tak­ast nú á um fram­tíð­ar­eign­ar­hald NTS. Salm­ar vill kaupa NTS en leið­andi hlut­hafi NTS vill ekki selja. Ef af kaup­un­um verð­ur mun sam­þjöpp­un í eign­ar­haldi í lax­eldi á Ís­landi aukast enn meira og mun nær allt lax­eldi á Vest­fjörð­um verða í eigu sama fyr­ir­tæk­is.
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
ViðskiptiLaxeldi

Frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings gef­ur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki

Gauti Jó­hann­es­son, frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings á Aust­ur­landi, seg­ir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjör­inn full­trúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Aust­ur­landi. Gauti var með­al ann­ars í við­tali í Spegl­in­um á RÚV á þriðju­dag­inn þar sem hann ræddi lax­eldi og skipu­lags­mál og þá kröfu Múla­þings að fá óskor­að vald til að skipu­leggja sjókvía­eldi í fjörð­um sveit­ar­fé­lags­ins.
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
FréttirLaxeldi

Um­hverf­is­stofn­un fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins en tel­ur ekki til­efni til að­gerða

Mynd­band­ið sem Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari tók af bakt­eríu­lagi und­ir sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish í Dýra­firði gef­ur ekki til­efni til sér­stakra að­gerða af hálfu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Stofn­un­in fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið fær hins veg­ar ekki heim­ild til að setja út meiri eld­is­fisk í kví­arn­ar að svo stöddu.
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
ViðtalLaxeldi

Veiga af­þakk­aði fjór­ar millj­ón­ir: „Ég ætla að standa með nátt­úr­unni“

Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari varð lands­þekkt þeg­ar hún leið­rétti kyn sitt og réri rang­sæl­is í kring­um Ís­land. Hún er einn af há­vær­ari gagn­rýn­end­um lax­eld­is á Vest­fjörð­um og hef­ur birt mynd­ir af af­skræmd­um eld­islöx­um. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hún um nýtt mynd­band sem hún tók und­ir eldisk­ví­um í Dýra­firði, bar­áttu sína gegn lax­eld­inu og hvernig það er að vera gagn­rýn­in rödd í litlu sam­fé­lagi fyr­ir vest­an.
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
FréttirLaxeldi

Mynd­band af botni Dýra­fjarð­ar sýn­ir lík­lega „bakt­eríu­mottu“ vegna lax­eld­is

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.

Mest lesið undanfarið ár