Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Rannsókn samkeppnisyfirvalda seinkar samruna laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum
FréttirLaxeldi

Rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda seink­ar samruna lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, eig­andi Arn­ar­lax, seg­ir að rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda muni seinka samruna þess og Norway Royal Salmon, stærsta hlut­hafa Arctic Fish á Ísa­firði. Páll Gunn­ar Páls­son. for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar Salm­ar bendi til að fyr­ir­tæk­ið hafi bú­ist við að samrun­inn fengi hrað­ari af­greiðslu hjá yf­ir­völd­um.
Matvælaráðherra lítur slysasleppingar í laxeldi alvarlegum augum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­ráð­herra lít­ur slysaslepp­ing­ar í lax­eldi al­var­leg­um aug­um

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að nú standi yf­ir vinna sem geng­ur út á að end­ur­skoða laga- og reglu­verk með lax­eldi í sjókví­um á Ís­landi. Hún seg­ir að einnig sé til skoð­un­ar hvort heppi­legt sé að mik­ill meiri­hluti hluta­bréfa í ís­lensk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um sé í eigu er­lendra að­ila. Svandís seg­ir að lax­eldi hafi haft já­kvæð áhrif á byggða­þró­un á Ís­landi en að vanda þurfi til verka.
Norðmenn ætla að leggja á 40 prósent auðlindaskatt á laxeldið: Borga ekkert á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn ætla að leggja á 40 pró­sent auð­linda­skatt á lax­eld­ið: Borga ekk­ert á Ís­landi

Með nýj­um auð­linda­skatti í Nor­egi þurfa lax­eld­is­fyr­ir­tæki að greiða 40 pró­senta skatt til rík­is­ins. Skatta­pró­senta grein­ar­inn­ar verð­ur því 62 pró­sent. Eng­inn slík­ur sam­bæri­leg­ur auð­linda­skatt­ur er hér á Ís­landi auk þess sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in greiða ekki fyr­ir lax­eldisk­vóta sína til ís­lenska rík­is­ins. Skatt­lagn­ing­in í Nor­egi get­ur haft veru­leg áhrif á ís­lenskt lax­eldi þar sem norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eru stærstu eig­end­urn­ir.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
MAST rannsakar eldiskvíar á Vestfjörðum: Kafað eftir götum
FréttirLaxeldi

MAST rann­sak­ar eldisk­ví­ar á Vest­fjörð­um: Kaf­að eft­ir göt­um

Rík­i­s­tofn­un­in MAST rann­sak­ar nú hvort göt hafi kom­ið á sjókví­ar lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um eft­ir að ætl­að­ir eld­islax­ar veidd­ust í Mjólká. Karl Stein­ar Ósskars­son, yf­ir­mað­ur fisk­eld­is hjá stofn­unni, seg­ir að kaf­að sé eft­ir göt­um en að eng­in hafi fund­ist hing­að til og að ver­ið sé að greina þá laxa sem sýni hafa ver­ið tek­in úr.
Matvælastofnun staðfestir rannsókn á meintum eldislöxum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­stofn­un stað­fest­ir rann­sókn á meint­um eld­islöx­um

Rík­is­stofn­un­in Mat­væla­stofn­un hef­ur stað­fest að hún sé með til með­ferð­ar rann­sókn á upp­runa laxa sem veidd­ust í Mjólká í Arnar­firði. Starfs­menn Mjólkár­virkj­un­ar skemmta sér við að kasta fyr­ir laxa í árstubbi sem renn­ur úr virkj­un­inni og hef­ur rík­is­stofn­un­in tek­ið sýni úr tólf fisk­um sem veidd­ust í sum­ar.
Norska samkeppniseftirlitið samþykkir stærsta samruna í íslensku laxeldi
FréttirLaxeldi

Norska sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sam­þykk­ir stærsta samruna í ís­lensku lax­eldi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið í Nor­egi hef­ur sam­þykkt að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, móð­ur­fé­lag Arn­ar­lax á Bíldu­dal, fái að kaupa fyr­ir­tæk­ið NTS, sem er stærsti óbeini hlut­hafi Arctic Fish á Ísa­firði. Salm­ar kynn­ir árs­hluta­upp­gjör í dag þar sem samruna fyr­ir­tækj­anna er lýst. Á sama tíma og Salm­ar fjár­fest­ir í ís­lensku sjókvía­eldi tel­ur fyr­ir­tæk­ið að fram­tíð lax­eld­is liggi í af­l­and­seldi á laxi.
Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
GreiningLaxeldi

Lax­eldisk­vótakóng­arn­ir sem hafa grætt á sjókvía­eldi á Ís­landi

Nú stend­ur yf­ir þriðja bylgja lax­eld­is á Ís­landi en hinar tvær til­raun­irn­ar fóru út um þúf­ur á ár­um áð­ur. Þessi til­raun til að koma lax­eldi á hér á landi hef­ur geng­ið bet­ur en hinar. Fyr­ir vik­ið hafa nokkr­ir fjár­fest­ar selt sig út úr lax­eld­is­iðn­aðn­um fyr­ir met­fé eða halda nú á hluta­bréf­um sem eru mjög mik­ils virði.
Stærsta tjónið í íslensku laxeldi: „Þetta eru mikil tíðindi og váleg“
GreiningLaxeldi

Stærsta tjón­ið í ís­lensku lax­eldi: „Þetta eru mik­il tíð­indi og vá­leg“

Stærsta tjón vegna sjúk­dóma sem hef­ur kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi leiddi til þess að slátra þurfti tæp­lega tveim­ur millj­ón­um laxa hjá Löx­um fisk­eldi. ISA-veira lagði lax­eldi í Fær­eyj­um og Síle í rúst en það var svo byggt upp aft­ur. Jens Garð­ar Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa fisk­eld­is, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið muni læra af reynsl­unni og auka smit­varn­ir.

Mest lesið undanfarið ár