Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
Myndir frá Reyðarfirði sýna stórfellt tjón og laxadauða vegna vetrarsára
FréttirLaxeldi

Mynd­ir frá Reyð­ar­firði sýna stór­fellt tjón og laxa­dauða vegna vetr­arsára

Eld­islax­ar drep­ast í stór­um stíl vegna vetr­arsára í sjókví­um við Ís­land. Mynd­ir frá Löx­um í Reyð­ar­firði sýna kör sem eru full af dauð­um löx­um í lok árs 2020. Jens Garð­ar Helga­son fram­kvæmda­stjóri Laxa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi lent í erf­ið­leik­um vegna vetr­arsára ár­ið 2020 en að unn­ið hafi ver­ið að úr­bót­um til að koma í veg fyr­ir þetta. 8 til 10 kör af sárug­um fiski voru fyllt á hverj­um degi og hann var not­að­ur í dýra­fóð­ur.
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.
Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
FréttirLaxeldi

Íhug­ar sögu­lega sekt á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un íhug­ar að leggja fyrstu sekt­ina á ís­lenskt sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki, Arn­ar­lax. Sekt­in mögu­lega er fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf um fjölda eld­islaxa í sjókví á Vest­fjörð­um. Karl Stein­ar Ósk­ars­son hjá MAST get­ur ekki greint frá upp­hæð sekt­ar­inn­ar né hvers eðl­is mis­ræm­ið í upp­lýs­ing­un­um frá Arn­ar­laxi var.
Hlutabréf Kjartans í Arnarlaxi hafa fjórfaldast í verði
FréttirLaxeldi

Hluta­bréf Kjart­ans í Arn­ar­laxi hafa fjór­fald­ast í verði

Einn helsti for­víg­is­mað­ur lax­eld­is í sjókví­um á Ís­landi er Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax. Hann er per­sónu­lega stór hags­muna­að­ili í sjókvía­eld­inu þar sem hann á hluta­bréf í Arn­ar­lax sem eru bók­færð á tæpa 2,2 millj­arða króna. Kjart­an hef­ur tal­að fyr­ir tí­föld­un á fram­leiðslu á eld­islaxi á Ís­landi og sagt að auk­in skatt­heimta á lax­eldi í Nor­egi geti kom­ið Ís­lend­ing­um vel.
Norðmenn seldu laxeldiskvóta fyrir 53 milljarða: Kvótinn ekki seldur á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn seldu lax­eldisk­vóta fyr­ir 53 millj­arða: Kvót­inn ekki seld­ur á Ís­landi

Norsk stjórn­völd buðu upp fram­leiðslu­leyfi á eld­islaxi í októ­ber og seldu tæp­lega 25 þús­und tonna kvóta fyr­ir 53 millj­arða króna. Fyr­ir­tæk­in sem með­al annarra geta keypt þenn­an kvóta dýr­um dóm­um eru sömu fyr­ir­tæki og borga ekk­ert beint verð fyr­ir hann á Ís­landi. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ræddi um þessa kvóta­sölu Norð­manna í minn­is­blaði til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Ráðherra spyr MAST spurninga um eftirlit með slysasleppingum í laxeldi
FréttirLaxeldi

Ráð­herra spyr MAST spurn­inga um eft­ir­lit með slysaslepp­ing­um í lax­eldi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lits­stofn­un­in MAST telji að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax hafi veitt mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um strok úr lax­eldisk­ví­um fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Ráð­herra hef­ur vegna þessa ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá MAST um hvernig eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar með slyaslepp­ing­um úr sjókví­um er hátt­að.

Mest lesið undanfarið ár