Fréttamál

Jarðhræringar við Grindavík

Greinar

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.
Stjórnvöld voru vöruð við
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Stjórn­völd voru vör­uð við

Minn­is­blöð sem Heim­ild­in hef­ur feng­ið af­hent sýna að mögu­legt hita­vatns­leysi á Suð­ur­nesj­um hef­ur ver­ið mik­ið áhyggju­efni mán­uð­um sam­an og að stjórn­völd voru hvött til að hefja und­ir­bún­ings­vinnu til að tak­ast á við verstu sviðs­mynd­ir. Við­brögð­in hafa ver­ið af skorn­um skammti og í gær hit­uðu tug þús­und­ir íbúa á Suð­ur­nesj­um upp hús sín með stök­um raf­magn­sofn­um eða hita­blás­ur­um.
Myndband: Vinnuvélar í kappi við glóandi hraun
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Mynd­band: Vinnu­vél­ar í kappi við gló­andi hraun

Í mynd­skeiði sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók fyrr í dag má sjá verk­taka í kapp­hlaupi við tím­ann að fylla upp í skarð í varn­ar­garð­in­um sem um­lyk­ur virkj­ana­svæði HS Orku og Bláa lón­ið. Í mynd­band­inu sést í gröf­ur og jarð­ýt­ur færa laus­an jarð­veg yf­ir skarð­ið sem ligg­ur við Norð­ur­ljósa­veg, skammt frá flæð­andi hraun­inu.

Mest lesið undanfarið ár