Aðili

Íbúðalánasjóður

Greinar

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni
ÚttektMetoo

Stjórn Íbúðalána­sjóðs réði for­stjór­ann óupp­lýst um vitn­is­burði um kyn­ferð­is­lega áreitni

Nýj­ar ásak­an­ir um kyn­ferð­is­lega áreitni bár­ust til rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is sem skoð­aði mál Her­manns Jónas­son­ar, nú­ver­andi for­stjóra Íbúðalána­sjóðs, fyr­ir hönd Ari­on banka ár­ið 2011. Kona sem starf­aði með Her­manni hjá Tali seg­ir sögu sína í fyrsta sinn. Her­mann seg­ist hafa tek­ið líf sitt í gegn, að hann sé breytt­ur mað­ur og harm­ar hann að hafa vald­ið ann­arri mann­eskju sárs­auka.
Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu
Úttekt

Ungt fólk flýr klær GAMMA og held­ur sig í hreiðr­inu

Stór leigu­fé­lög kaupa sí­fellt fleiri eign­ir og hækka leig­una um tugi pró­senta. Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur hækk­að um rúm sex­tíu pró­sent á síð­ustu sex ár­um. Þá fjölg­ar íbúð­um í út­leigu til ferða­manna sem ýt­ir und­ir hátt leigu­verð. Ungt fólk er að gef­ast upp; flyt­ur úr borg­inni, inn á for­eldra sína eða út fyr­ir land­stein­ana.
Sala Íbúðalánasjóðs á eignasöfnum ólögleg?
Fréttir

Sala Íbúðalána­sjóðs á eigna­söfn­um ólög­leg?

Sala Íbúðalána­sjóðs á mörg hundruð íbúð­um til fjár­fest­inga­fé­laga hafa vak­ið mikla reiði fast­eigna­sala. Eng­inn óháð­ur eða sjálf­stæð­ur fast­eigna­sali kom að sölu eigna­safn­anna sem voru met­in á rúma ell­efu millj­arða þrátt fyr­ir að lög kveði á um að­komu þeirra. Íbúðalána­sjóð­ur tel­ur sig þó í full­um rétti með túlk­un sinni á lög­un­um.
Íbúðalánasjóður neitar staðfastlega að veita upplýsingarnar
FréttirTjarnarverk

Íbúðalána­sjóð­ur neit­ar stað­fast­lega að veita upp­lýs­ing­arn­ar

Rík­is­stofn­un­in gef­ur ekki upp kaup­verð tæp­lega 90 íbúða í Reykja­nes­bæ sem fast­eigna­fé­lag­ið Tjarn­ar­verk keypti. Stofn­un­in seg­ir upp­lýs­ing­arn­ar snú­ast um fjár­hags­mál­efni kaup­anda og því megi ekki op­in­bera þær. Tjarn­ar­verk hef­ur ver­ið til um­ræðu í fjöl­miðl­um vegna hækk­un­ar leigu­fé­lags­ins á leigu­verði íbúð­anna.

Mest lesið undanfarið ár