Flokkur

Dómsmál

Greinar

Átta atriði um hið fordæmalausa Marple-mál
Fréttir

Átta at­riði um hið for­dæma­lausa Marple-mál

Dóm­ur féll ný­ver­ið á nýj­an leik í hér­aðs­dómi í Marple-mál­inu svo­kall­aða. Hæstirétt­ur hafði ómerkt fyrri nið­ur­stöð­una vegna van­hæf­is eins af með­dóm­end­un­um. Mál­ið er ein­stakt að mörgu leyti en um sér­stak­lega al­var­leg­an fjár­drátt var um að ræða. Þá beitti hér­aðs­dóm­ur í fyrsta skipti í hrun­mál­un­um refsi­þyng­ing­ar­á­kvæði hegn­ing­ar­laga þeg­ar hann ákvað refs­ingu Hreið­ars Más í mál­inu.
Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Pistill

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Op­ið bréf til Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir fyr­ir­gaf nauðg­ara sín­um en svar­ar hér fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara og lög­manni Roberts Dow­ney sem full­yrti í við­tali við Eyj­una að þo­lend­um Roberts myndi líða bet­ur ef þeir fyr­ir­gæfu kyn­ferð­is­brot­in sem hann framdi gegn þeim, og sagði að fólk ætti að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu gagn­vart lög­mann­in­um eft­ir að hann fékk æru sína upp­reista af yf­ir­völd­um.
Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin
Fréttir

Jón Stein­ar seg­ir að þo­lend­um Ró­berts myndi líða bet­ur ef þeir fyr­ir­gæfu brot­in

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.
„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“
ViðtalKynferðisbrot

„Við ætl­um ekki að leyfa hon­um að vinna“

Nína Rún Bergs­dótt­ir var fjór­tán ára þeg­ar Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut á henni. Of­beld­ið hafði gríð­ar­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á sal­erni á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans að hún fékk að­stoð við hæfi. Hér seg­ir Nína, ásamt for­eldr­um sín­um og stjúp­móð­ur, frá af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is­ins, bar­átt­unni fyr­ir við­eig­andi að­stoð og órétt­læt­inu sem þau upp­lifðu þeg­ar ger­and­inn hlaut upp­reist æru.
„Mér fannst lítið gert úr minni upplifun“
ViðtalKynferðisbrot

„Mér fannst lít­ið gert úr minni upp­lif­un“

Halla Ólöf Jóns­dótt­ir kærði Ró­bert Árna Hreið­ars­son fyr­ir kyn­ferð­is­brot ár­ið 2007, en þrátt fyr­ir að hafa ver­ið dæmd­ur var hon­um ekki gerð refs­ing. Ró­bert Árni beitti blekk­ing­um í gegn­um „Irc­ið“ og sam­skipta­for­rit­ið MSN til þess að ávinna sér traust Höllu þeg­ar hún var á tán­ings­aldri, fékk hana til þess að eiga í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við sig í gegn­um net­ið og síma og braut síð­an gegn henni á tjald­svæði á Ak­ur­eyri þeg­ar hún var sautján ára göm­ul.
Viðreisn segist hafa rekið Sigríði Andersen til baka
Fréttir

Við­reisn seg­ist hafa rek­ið Sig­ríði And­er­sen til baka

Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir að ákvörð­un Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að sveigja hjá nið­ur­stöðu hæfis­nefnd­ar um val á dóm­ara í Lands­rétt hafi kom­ið í kjöl­far þess að Við­reisn hafi rek­ið hana til baka á grund­velli kynja­sjón­ar­miða. Í kjöl­far­ið flutti Sig­ríð­ur eig­in­mann sam­starfs­konu sinn­ar, sem var met­inn einna minnst hæf­ur, of­ar á list­ann.

Mest lesið undanfarið ár