Svæði

Bandaríkin

Greinar

Lausnin felst í samstöðu grasrótarinnar, aukinni menntun og algjörri hugarfarsbreytingu
FréttirVaxandi misskipting

Lausn­in felst í sam­stöðu grasrót­ar­inn­ar, auk­inni mennt­un og al­gjörri hug­ar­fars­breyt­ingu

Hvernig bregst fólk við þeg­ar at­vinnu­ör­yggi minnk­ar og mis­skipt­ing eykst? Æ fleiri leita í fang sterkra leið­toga sem boða auð­veld­ar lausn­ir á með­an þeir egna ólík­um þjóð­fé­lags­hóp­um sam­an. Stund­in ræddi við fræði­menn um mis­skipt­ing­una í ís­lensku og al­þjóð­legu sam­hengi. Þeir benda með­al ann­ars á að auk­in mennt­un stuðli að meiri jöfn­uði.
Ætlaði aldrei að koma upp um sig
Fréttir

Ætl­aði aldrei að koma upp um sig

Einn fræg­asti heim­ild­ar­mað­ur blaða­manna var lengst af kall­að­ur Deep Throat, en á átt­unda ára­tugn­um veitti hann blaða­mönn­um Washingt­on Post upp­lýs­ing­ar sem leiddu til af­sagn­ar Rich­ard Nixon Banda­ríkja­for­seta. Deep Throat hét í raun Mark Felt og var yf­ir­mað­ur hjá FBI. Það var ekki fyrr en ár­ið 2005 sem hann ákvað sjálf­ur að stíga fram í dags­ljós­ið og sýna and­lit sitt.
Misskiptingin eykst á feikihraða og ógnar lýðræðinu
ErlentAlþjóðamál

Mis­skipt­ing­in eykst á feik­i­hraða og ógn­ar lýð­ræð­inu

Sex ein­stak­ling­ar eiga nú jafn mik­ið og helm­ing­ur mann­kyns. Auð­ur­inn sóp­ast frá þeim sem minnst eiga og safn­ast á hend­ur hinna fáu sem eiga mest. Sér­fræð­ing­ar ótt­ast að hin sí­vax­andi mis­skipt­ing ýti enn frek­ar und­ir sókn hægri po­púl­ista á Vest­ur­lönd­um. Mis­skipt­ing­in minnst í þeim ríkj­um þar sem efna­hags­legt lýð­ræði er mest.
Ætlar að verða númer eitt í heiminum
Viðtal

Ætl­ar að verða núm­er eitt í heim­in­um

Með ein­lægni og af­slapp­aðri fram­komu en fyrst og fremst ótrú­leg­um hæfi­leik­um hef­ur Ólafíu Þór­unni Krist­ins­dótt­ur tek­ist að kveikja áhuga jafn­vel mestu and­sport­i­sta á golfí­þrótt­inni. Hún hef­ur stokk­ið upp um meira en 300 sæti á heimslist­an­um á nokkr­um mán­uð­um og hef­ur eng­ar áætlan­ir um að hægja á sér. Hún stefn­ir þvert á móti í allra fremstu röð og læt­ur sig dreyma um að verða létta kvenút­gáf­an af sviss­nesku tenn­is­stjörn­unni Roger Fed­erer, henn­ar helstu fyr­ir­mynd.
Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.
„Pabbi var nasisti“
Viðtal

„Pabbi var nas­isti“

Í 42 ár starf­aði Styrm­ir Gunn­ars­son á Morg­un­blað­inu, þar af 36 sem rit­stjóri. Í gegn­um einn öfl­ug­asta fjöl­mið­il lands­ins hafði hann ekki að­eins mót­andi áhrif á stjórn­mál með tengsl­um sín­um við vald­hafa, en einnig mót­uðu skrif hans skoð­an­ir lands­manna í ára­tugi. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir Styrm­ir hug­mynda­fræði­leg­an bak­grunn sinn, mis­skipt­ingu auðs á Ís­landi og áhrif­in sem and­leg veik­indi kon­unn­ar hans höfðu á fjöl­skyld­una.

Mest lesið undanfarið ár