Svava Jónsdóttir

Náin samskipti auka hamingjuna
Hamingjan

Ná­in sam­skipti auka ham­ingj­una

Ná­in sam­skipti við fjöl­skyldu og vini, sál­fræði­tím­ar, trú­in, úti­vera og það að hlæja og taka sjálf­an sig ekki of al­var­lega eru þætt­ir sem Árel­ía Ey­dís Guð­mund­sótt­ir, dós­ent í stjórn­un og leið­toga­fræð­um, not­ar til að við­halda og finna ham­ingj­una – stund­um eft­ir áföll eins og dauðs­föll og skiln­aði. „Þá er mik­il­vægt að vera ánægð­ur með það sem mað­ur hef­ur en ekki óánægð­ur með það sem mað­ur hef­ur ekki.“
Sjálfboðaliðar fara heim til fólks með mat
FréttirCovid-19

Sjálf­boða­lið­ar fara heim til fólks með mat

„Ég sat fyr­ir fram­an sjón­varp­ið með mann­in­um mín­um eitt kvöld­ið og ég ætl­aði ekki að sætta mig við að það yrði ekki hægt að hjálpa fólk­inu,“ seg­ir Rósa Braga­dótt­ir, sem er ein þeirra sjálf­boða­liða sem sinna matar­út­hlut­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á með­an sam­komu­bann er í gildi og mun slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg keyra vör­ur heim til fólks. Rósa, sem er ör­yrki, seg­ir að það að hjálpa öðr­um hjálpi sér að líða vel.
„Þær voru ekkert skaplausar, þessar konur“
Viðtal

„Þær voru ekk­ert skap­laus­ar, þess­ar kon­ur“

Syst­urn­ar úr St. Franciskus­regl­unni settu sinn svip á bæj­ar­líf­ið í Stykk­is­hólmi, þar sem þær reistu spít­ala, stofn­uðu leik­skóla og prent­smiðju, auk þess sem þær sinntu hjúkr­un og ljós­mæðra­störf­um. Dag­björt Hösk­ulds­dótt­ir ólst upp í næsta húsi við klaustr­ið, þar sem börn­in stálu róf­um og rifs­berj­um. Hún rifjar upp kynni sín af systr­un­um, sem er sárt sakn­að.
„Ég vil vera hamingjusöm að eilífu“
Viðtal

„Ég vil vera ham­ingju­söm að ei­lífu“

Líf þeirra sem hafa ákveð­ið að helga sig Guði krefst fórna, en María de la Sa­biduría de la Cruz seg­ir það allt þess virði. Hún kem­ur úr kaþ­ólskri fjöl­skyldu í Arg­entínu, þær eru fimm syst­ur sem all­ar eru nunn­ur. Bróð­ir þeirra er hins veg­ar bóndi og fjöl­skyldufað­ir. Sjálf ákvað hún snemma að verða nunna og gekk í klaust­ur að­eins þrett­án ára göm­ul. Hér á landi elsk­ar hún Nonna­bæk­ur, fjall­göng­ur og harð­fisk með smjöri.
Draumur að eiga dúkkubarn
Viðtal

Draum­ur að eiga dúkku­barn

Nokkr­ar sein­fær­ar ung­ar kon­ur hafa að und­an­förnu feng­ið sér dúkk­ur sem þær kalla „dúkku­börn“. Með­al ann­ars er um að ræða dúkk­ur sem fram­leidd­ar eru er­lend­is með fólk í huga sem misst hef­ur barn og vega minnstu dúkk­urn­ar álíka mik­ið og fyr­ir­bur­ar en einnig eins og ný­fætt barn. Dúkk­urn­ar eru hand­gerð­ar og á sum­um þeirra eru manns­hár. Lena Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir og Dag­mar Ósk Héð­ins­dótt­ir eru í hópi fyrr­nefndra kvenna og finna þær fyr­ir mik­illi vernd­ar­til­finn­ingu gagn­vart dúkk­un­um, þær láta dúkk­urn­ar liggja í vögg­um og barna­kerr­um, þær kaupa á þær barna­föt og hugsa í raun um þær að sumu leyti eins og um börn­in þeirra væri að ræða.

Mest lesið undanfarið ár