Svava Jónsdóttir

Draumur að eiga dúkkubarn
Viðtal

Draum­ur að eiga dúkku­barn

Nokkr­ar sein­fær­ar ung­ar kon­ur hafa að und­an­förnu feng­ið sér dúkk­ur sem þær kalla „dúkku­börn“. Með­al ann­ars er um að ræða dúkk­ur sem fram­leidd­ar eru er­lend­is með fólk í huga sem misst hef­ur barn og vega minnstu dúkk­urn­ar álíka mik­ið og fyr­ir­bur­ar en einnig eins og ný­fætt barn. Dúkk­urn­ar eru hand­gerð­ar og á sum­um þeirra eru manns­hár. Lena Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir og Dag­mar Ósk Héð­ins­dótt­ir eru í hópi fyrr­nefndra kvenna og finna þær fyr­ir mik­illi vernd­ar­til­finn­ingu gagn­vart dúkk­un­um, þær láta dúkk­urn­ar liggja í vögg­um og barna­kerr­um, þær kaupa á þær barna­föt og hugsa í raun um þær að sumu leyti eins og um börn­in þeirra væri að ræða.
Fátækt er eins og refsing fyrir glæp sem maður framdi ekki
Viðtal

Fá­tækt er eins og refs­ing fyr­ir glæp sem mað­ur framdi ekki

Lauf­ey Ólafs­dótt­ir ólst upp hjá ein­stæðri móð­ur, hætti í fram­halds­skóla og sinnti ýms­um lág­launa­störf­um, ein með börn á fram­færi. Hún ákvað seinna að ljúka námi en var þá að missa heils­una vegna langvar­andi álags, sem staf­ar með­al ann­ars af fjár­hags­á­hyggj­um. Þar sem hún þekk­ir sorg­ina af því að missa barn neit­ar hún þó að láta fá­tækt­ina koma í veg fyr­ir að hún lifi líf­inu og beit­ir sér fyr­ir fólk í svip­aðri stöðu í gegn­um PEPP, sam­tök fólks í fá­tækt.
Á endanum erum við öll eins
Viðtal

Á end­an­um er­um við öll eins

Candice Aþena Jóns­dótt­ir er trans­kona. Hún var ætt­leidd frá Rúm­en­íu og var lögð í einelti nær alla sína skóla­göngu sem braut hana nið­ur. Hún hef­ur nokkr­um sinn­um reynt að svipta sig lífi. Candice legg­ur áherslu á að á end­an­um sé­um við öll eins og vill að fólk kynni sér hvað það þýð­ir að vera trans. „Mig lang­ar til að hjálpa öðru fólki sem er að ganga í gegn­um þetta með því að segja sögu mína.“
Manni fallast svolítið hendur
Fréttir

Manni fall­ast svo­lít­ið hend­ur

Álfrún Bald­urs­dótt­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur starfar á NATO-her­stöð í Kabúl í Af­gan­ist­an. Þar starfar hún sem póli­tísk­ur ráð­gjafi sendi­herra Atlants­hafs­banda­lags­ins gagn­vart Af­gan­ist­an, en við­fangs­efni henn­ar í starf­inu eru jafn­rétt­is­mál og mál­efni ung­menna. Álfrún býr þar í litl­um gámi og fer ekki út af svæð­inu nema í bryn­vörð­um bíl ör­ygg­is­isns vegna.
Svívirðilega heppin
Viðtal

Sví­virði­lega hepp­in

Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir mann­fræð­ing­ur bjó í Mósam­bík í tæp tvö ár þar sem hún starf­aði sem jafn­rétt­is­full­trúi hjá Mat­væla­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna, en hún sá með­al ann­ars um inn­leið­ingu á jafn­rétt­is­stefnu í verk­efn­um þeirra þar í landi. Þar er sums stað­ar hung­ur, barna­hjóna­bönd eru al­geng, það er illa séð að kon­ur noti getn­að­ar­varn­ir og er bæði mæðra- og ung­barnadauði mik­ill.
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
Viðtal

Fæð­ing­in er alltaf dá­lít­il óvissu­ferð

Ljós­mæð­urn­ar Ella Björg Rögn­valds­dótt­ir og Ragna Þóra Samú­els­dótt­ir hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Bumbuspjall sem býð­ur upp á nám­skeið um með­göngu, fæð­ingu og sæng­ur­legu. Nám­skeið­in eru hald­in í heima­hús­um og þótt þátt­tak­end­ur fái fræðslu­efni er lögð áhersla á að svara þeim spurn­ing­um sem brenna á verð­andi for­eldr­um. Áhersl­urn­ar eru þrjár – með­ganga, fæð­ing og sæng­ur­lega.
Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
Viðtal

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyr­ir barn­smissi og sorg

„Ég grét á hverj­um degi í tvö ár. Ég átti rosa­lega erfitt,“ seg­ir Svandís Sturlu­dótt­ir sem varð móð­ir sex­tán ára göm­ul og missti sex vikna gam­alt barn­ið. Fimm ár­um síð­ar lést ann­að barn dag­inn sem það fædd­ist. Alls hef­ur hún eign­ast fimm börn og á auk þess tvö stjúp­börn. „Ég tók ákvörð­un um að tak­ast á við sorg­ina og lagði áherslu á að sjá líf­ið hvað sem það kostaði; að halda áfram var það eina sem komst að.“ Fleiri áföll hafa dun­ið á en Svandís reyn­ir að njóta lífs­ins og legg­ur áhersl­una á gleð­ina sem það býð­ur upp á.

Mest lesið undanfarið ár