Frjósemi í Fjallabyggð
MenningHús & Hillbilly

Frjó­semi í Fjalla­byggð

Að­al­heið­ur S. Ey­steins­dótt­ir, mynd­list­ar­mað­ur seg­ir að hug­ur sinn sé hlað­inn lista­verk­um sem enn hafi ekki lit­ið dags­ins ljós en hún ætli að hleypa þeim út fljót­lega. Að­al­heið­ur hef­ur í hverj­um mán­uði í tíu ár stað­ið fyr­ir ým­is kon­ar menn­ing­ar­við­burð­um í Al­þýðu­hús­inu á Siglu­firði. Einn þeirra er lista­há­tíð­in Frjó sem hefst 15. júlí og sama dag kem­ur út bók um Al­þýðu­hús­ið. Að­al­heið­ur seg­ir að list­in sé mik­il­væg í öll­um sam­fé­lög­um, hún sam­eini fólk og gefi færi á nýrri hugs­un. ,,Fólk flykk­ist að þeim bæj­ar­fé­lög­um þar sem menn­ing­ar­líf­ið blómstr­ar“.
Undið af veruleikum
Menning

Und­ið af veru­leik­um

Hin franska Claire Paugam, sýn­ing­ar­stýr­ir út­skrift­ar­sýn­ingu mastersnema Lista­há­skól­ans sem hald­in er í Ný­l­ista­safn­inu í Mars­hall­hús­inu úti á Granda. „Ég hugs­aði bara, þetta er það sem ég vil gera við líf mitt,“ seg­ir Claire um val sitt á starfs­vett­vangi en út­send­ing í franska sjón­varp­inu á unglings­ár­um henn­ar þar sem sýnt var frá sýn­ing­ar­stjóra setja upp sýn­ingu í Pomp­idou safn­inu í Par­ís varð kveikj­an.
Kvíðinn varð að kveikju
ViðtalHús & Hillbilly

Kvíð­inn varð að kveikju

Þrátt fyr­ir að það séu ekki mörg dýr sem ætla að éta okk­ur úti á götu nú í dag ár­ið 2022 þá virð­ist sem við mann­eskj­urn­ar sé­um kvíðn­ari og stress­aðri en nokk­urn tíma fyrr. Út­skrift­ar­sýn­ing Patryks Wilks úr meist­ara­námi Lista­há­skól­ans fjall­aði um kvíða og ótta og hann ræð­ir sýn­ing­una við Hill­billy, með­al ann­ars út frá ástandi heims­sam­fé­lags­ins.
Flókið yfirborð
ViðtalHús & Hillbilly

Flók­ið yf­ir­borð

Eg­ill Sæ­björns­son mynd­list­ar­mað­ur kom hlaup­andi fyr­ir horn í ljós­um frakka með hvít­an hatt (eins og Clou­seau í Bleika par­dus­in­um?). Eg­ill og Hill­billy höfðu mælt sér mót í Aust­ur­stræti. Þau tylltu sér Apó­tek­ið, gam­alt hús með sögu í hverj­um krók og kima og veltu fyr­ir sér arktí­tekt­úrn­um og smá­at­rið­un­um í rým­inu. Klukk­an er 9.00 á ís­köld­um laug­ar­dags­morgni, þríeyk­ið er lú­ið enda ætti eng­inn að plana fund fyr­ir 12.00 á laug­ar­dög­um (og þá mætti það vera blaut­ur löns). Fyrsti kaffi­boll­inn gaf orku, á fjórða bolla var bolt­inn far­inn að rúlla al­veg sjálf­ur.
Að hlúa að samfélagi, sjálfum okkur og umhverfinu
ViðtalHús & Hillbilly

Að hlúa að sam­fé­lagi, sjálf­um okk­ur og um­hverf­inu

Tinna Guð­munds­dótt­ir mynd­list­ar­mað­ur mætti geislandi hress í ullarpeysu, ull­ar­sokk­um og gúmmítútt­um (og öðr­um föt­um líka), á fund Hill­billy í Héð­ins­hús­inu. „Ullarpeys­an er orð­in að my second skin, mamma prjón­ar,“ seg­ir Tinna, vill­ing­ur úr Breið­holt­inu. Hún fædd­ist að vísu í Vest­manna­eyj­um og hef­ur bú­ið síð­asta ára­tug á Seyð­is­firði þar sem hún var for­stöðu­mað­ur í mynd­list­ar­mið­stöð­inni Skaft­fell. Tinna ræð­ir við Hill­billy um list­ina og líf­ið á Seyð­is­firði og aur­skrið­urn­ar sem þjóð­in fylgd­ist með.
„Þetta er svona hjá Birni bónda í Suðursveit“
ViðtalHús & Hillbilly

„Þetta er svona hjá Birni bónda í Suð­ur­sveit“

Nú stend­ur yf­ir fjórða einka­sýn­ing Evu Schram, mynd­list­ar­sýn­ing sem ber heit­ið 518 auka­næt­ur, í Galle­rí Port á Lauga­vegi 32. Eva hef­ur kom­ið víða við. Fyr­ir ut­an ljós­mynda­nám, lærði hún tungu­mála- og þýð­inga­fræði við Há­skóla Ís­lands og lauk leið­sögu­manna­námi sem hún seg­ir hafa styrkt tengsl­in við nátt­úru Ís­lands.

Mest lesið undanfarið ár