Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.
Stjórnvöld hafa hlúð að tekjuháum og millistétt á kostnað leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Stjórn­völd hafa hlúð að tekju­há­um og millistétt á kostn­að leigj­enda

Fólk á leigu­mark­aði er valda­laust gagn­vart leigu­sala varð­andi leigu­verð og hve lengi það fær að búa á sama stað. Ef ástand hús­næð­is er slæmt treg­ast leigj­end­ur oft við að kvarta af ótta við að missa hús­næð­ið. Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn þar sem rætt er við tæp­lega 30 leigj­end­ur. Höf­und­ar henn­ar segja stjórn­völd bera vissa ábyrgð á því að hóp­ur fólks sé fast­ur á leigu­mark­aði gegn vilja sín­um.
Leigjendur „þurfa að læra að sætta sig við þann húsakost sem þeir hafa efni á“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Leigj­end­ur „þurfa að læra að sætta sig við þann húsa­kost sem þeir hafa efni á“

Að­eins þrír af um tutt­ugu leigu­söl­um sem Stund­in ræddi við vildu tjá sig um stöð­una á leigu­mark­aði. Einn seg­ir Ís­lend­inga lé­lega leigj­end­ur sem þurfi að læra að sætta sig við húsa­kost sem þeir hafi efni á. Ann­ar seg­ist skilja að leigj­end­ur séu marg­ir í vondri stöðu en ekki all­ir leigu­sal­ar séu „hinir vondu landlords“. Sá þriðji seg­ist stilla leigu­verði í hóf enda sé eign­ar­hlut­ur hans í íbúð­inni stöð­ugt að vaxa.
Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi
Fréttir

Vilja opna augu al­menn­ings fyr­ir neyð kvenna í vændi

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, leið­bein­andi hjá Stíga­mót­um segja að sam­fé­lag­ið átti sig ekki á öm­ur­legri stöðu þeirra kvenna sem neyð­ist til að vera í vændi og að flest­ar þeirra beri af því var­an­leg­an skaða. Í þætt­in­um Eig­in Kon­ur segja þær frá bók um vændi á Ís­landi sem kem­ur út inn­an skamms. Í henni eru með­al ann­ars birt­ar reynslu­sög­ur sex kvenna sem hafa ver­ið í vændi.
Fordómar fyrir allra augum á netinu
Fréttir

For­dóm­ar fyr­ir allra aug­um á net­inu

Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir seg­ir að þó for­dóm­ar gagn­vart trans­fólki séu al­mennt duld­ari á Ís­landi en víða í heim­in­um séu þeir fyr­ir allra aug­um á net­inu. Syst­urn­ar sem taka þátt í Júróvi­sjón fyr­ir Ís­lands hönd hafi ver­ið kall­að­ar kyn­vill­ing­ar á net­inu fyr­ir að vekja at­hygli á trans­fólki og trans­börn­um. Ástand­ið hér sé þó betra en í Bretlandi þar sem stöð­ug of­beld­is­menn­ing sé ríkj­andi í fjöl­miðl­um.
Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja
Fréttir

Katrín seg­ir af­sök­un­ar­beiðni Sig­urð­ar Inga nægja

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler óá­sætt­an­leg en að hann hafi beðist af­sök­un­ar með mjög skýr­um hætti. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata seg­ir um­mæl­in telj­ast áreitni í skiln­ingi laga. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir ljóst að for­dóm­ar grass­eri á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins líka við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.
Skuldsettir eru komnir í viðkvæma stöðu
Fréttir

Skuld­sett­ir eru komn­ir í við­kvæma stöðu

Jón Daní­els­son, pró­fess­or í hag­fræði, seg­ir að bú­ast megi við að vext­ir snar­hækki vegna stríðs­ins í Úkraínu. Sig­ríð­ur Bene­dikts­dótt­ir, sem kenn­ir hag­fræði í Yale-há­skóla, seg­ir að hækk­un vaxta muni leggj­ast harð­ast á ung­ar barna­fjöl­skyld­ur. Eng­inn fari var­hluta af hækk­un vöru­verðs en það verði erf­ið­ast fyr­ir lág­tekju­fólk.
Lamaðist af ótta þegar mætt var heim til hennar eftir hótanir: „Ég hefði ekki getað bjargað lífi mínu“
Fréttir

Lam­að­ist af ótta þeg­ar mætt var heim til henn­ar eft­ir hót­an­ir: „Ég hefði ekki getað bjarg­að lífi mínu“

Edda Falak, stjórn­andi hlað­varps­þátt­anna Eig­in Kon­ur seg­ist hafa orð­ið magn­þrota af hræðslu þeg­ar bar­ið var ít­rek­að á úti­hurð­ina heima hjá henni og dyra­bjöll­unni hringt margoft að kvöldi til. Sama dag hafi hún greint op­in­ber­lega frá líf­láts­hót­un­um. Nú taki hún slík­um hót­un­um al­var­lega. Edda seg­ir frá þessu í hlað­varps­þætti sín­um og spil­ar upp­töku af sam­skipt­um sín­um við lög­regl­una.
Guðrún Helgadóttir látin:  Hugsjónakona um jafnrétti og vellíðan allra barna
Fréttir

Guð­rún Helga­dótt­ir lát­in: Hug­sjóna­kona um jafn­rétti og vellíð­an allra barna

„Við full­orðna fólk­ið eig­um að kenna börn­um að horfa á blóm­in, fjöll­in, land­ið. Það gef­ur mikla ham­ingju að læra það. Öll feg­urð gef­ur manni ham­ingju“ sagði Guð­rún Helga­dótt­ir, rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur í við­tali í Stund­inni fyr­ir fjór­um ár­um. Guð­rún lést í nótt, 86 ára að aldri.
Frosti kominn í leyfi frá Stöð 2, stjórn SÁÁ og hefur vikið úr stjórn Blaðamannafélagsins
Fréttir

Frosti kom­inn í leyfi frá Stöð 2, stjórn SÁÁ og hef­ur vik­ið úr stjórn Blaða­manna­fé­lags­ins

Frosti Loga­son, sjón­varps­mað­ur á Stöð 2 er kom­inn í leyfi frá störf­um þar og fram­kvæmda­stjórn SÁÁ. Þá varð hann síð­deg­is við ósk stjórn­ar Blaða­manna­fé­lags Ís­lands um að víkja úr stjórn­inni. Frosti gekkst í gær við því að hafa hót­að að birta nekt­ar­mynd­ir af fyrr­ver­andi kær­ustu, Eddu Pét­urs­dótt­ur eft­ir að hún steig fram í þætt­in­um Eig­in Kon­ur.
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Fréttir

Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
Halar nær allra nýfæddra grísa klipptir án deyfingar
Úttekt

Hal­ar nær allra ný­fæddra grísa klippt­ir án deyf­ing­ar

Hal­ar um 80 þús­und grísa sem fæð­ast á svína­bú­um á Ís­landi ár­lega eru klippt án deyf­ing­ar. Starfs­menn bú­anna klippa hal­ana en ekki dýra­lækn­ar eins og lög gera ráð fyr­ir. Nokkr­ir eig­end­ur svína­búa segja að hal­ar séu klippt­ir með dýra­vernd í huga. ,,Allt skepnu­hald fel­ur í sér ein­hverj­ar pynt­ing­ar,“ seg­ir svína­bóndi sem tel­ur að það verði eng­in svína­bú eft­ir á Ís­landi ef „reglufargan­ið“ haldi áfram að íþyngja eig­end­um bú­anna.

Mest lesið undanfarið ár