Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Við þurfum að tala um Eritreu

Sam­son Habte, frétta­stjóri fjöl­mið­ils­ins Er­isat, fékk skjól í Reykja­vík en hann neydd­ist til að flýja heima­land sitt, Er­itr­eu, vegna starfa sinna. Þar eru þús­und­ir í fang­els­um án dóms og laga, marg­ir vegna skoð­ana sinna, og frjáls­ir fjöl­miðl­ar eru bann­að­ir. Sam­son seg­ist vera rödd óvin­ar­ins í aug­um ein­ræð­is­stjórn­ar Er­itr­eu. Frétt­ir sem Sam­son og nokk­ur land­flótta er­itresk starfs­systkin hans víða um heim senda gegn­um gervi­hnött til Er­itr­eu ná til um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Við þurfum að tala um Eritreu

Á heimili sínu í  miðbæ Reykjavíkur skrifar Samson Habte, fréttastjóri sjónvarps- og útvarpsstöðvarinnar Erisat, fréttir af ástandinu í Eritreu. Hann þarf ekki flókinn tæknibúnað til þess; eina tölvu og nettengingu. En svo er það hugrekkið. Hann þarf heilmikið af því.  Og Samson Habte er vel búinn þessu öllu. Hann er hugrakkur hugsjónamaður, kannski vegna harðrar lífsbaráttu sem hann hefur þurft að heyja. Hann er fæddur árið 1985 í Eritreu en þá var búið að vera stríð í heimalandi hans í tæpan aldarfjórðung. Sjálfstæðisbaráttu Eritreumanna lauk þegar Samson var sex ára og tveimur árum síðar fékk landið formlega sjálfstæði. Það var í maí árið 1993 og Eritreumenn litu um stundarsakir björtum augum til framtíðar. Fólk þyrptist út á götur og fagnaði nýfengnu frelsi. En sú gleði stóð stutt yfir því að nýr forseti hinnar sjálfstæðu Eritreu, Isaias Afwerki, sýndi fljótlega eftir að hann komst til valda að lýðræði myndi ekki fylgja …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár