Jóhannes Kr. Kristjánsson

Æsingsóráð á föstudagskvöldi
Á vettvangi#3

Æs­ing­sóráð á föstu­dags­kvöldi

Í rúm­inu við glugg­ann ligg­ur sjúk­ling­ur sem lenti í árekstri, var hand­tek­inn og flutt­ur á bráða­mót­tök­una. Sjúk­ling­ur­inn verð­ur óró­leg­ur og nær að kom­ast út af deild­inni. Hann er fá­klædd­ur og skó­laus. Sér­h­fæfð­ir starfs­menn bráða­mót­tök­unn­ar eru úti að leita að sjúk­lingn­um og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur hring­ir á lög­regl­una. Í fjóra mán­uði hef­ur Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son ver­ið á vett­vangi bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem unn­in er fyr­ir Heim­ild­ina veit­ir hann ein­staka inn­sýn inn í starf­semi bráða­mót­tök­unn­ar, þar sem líf og heilsa ein­stak­linga er und­ir.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
Á vettvangi

Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn

Í fjóra mán­uði hef­ur Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son ver­ið á vett­vangi bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem unn­in er fyr­ir Heim­ild­ina veit­ir hann ein­staka inn­sýn inn í starf­semi bráða­mót­tök­unn­ar, þar sem líf og heilsa ein­stak­linga er und­ir. Á vett­vangi fer í loft­ið 22. nóv­em­ber. Um leið birt­ist ít­ar­leg um­fjöll­un í prentút­gáfu Heim­ild­ar­inn­ar.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Konur í viðkvæmri stöðu
Á vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Kon­ur í við­kvæmri stöðu

Teym­is­stjóri Bjark­ar­hlíð­ar seg­ir öll of­beld­is­brot í tí­unda veldi í fíkni­efna­heim­in­um. „Við er­um oft að sjá mjög ung­ar stelp­ur í þess­um að­stæð­um og við vit­um af stelp­um sem eru fimm ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um, tíu ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um,“ seg­ir Jenný Krist­ín Val­berg. Þetta er með­al þess sem kem­ur fram í loka­þætti hlað­varps­serí­unn­ar Á vett­vangi þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Konur í viðkvæmri stöðu
Á vettvangi#5

Kon­ur í við­kvæmri stöðu

Teym­is­stjóri Bjark­ar­hlíð­ar seg­ir öll of­beld­is­brot í tí­unda veldi í fíkni­efna­heim­in­um. „Við er­um oft að sjá mjög ung­ar stelp­ur í þess­um að­stæð­um og við vit­um af stelp­um sem eru fimm ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um, tíu ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um,“ seg­ir Jenný Krist­ín Val­berg. Þetta er með­al þess sem kem­ur fram í loka­þætti hlað­varps­serí­unn­ar Á vett­vangi þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
Á vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
Á vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Leigubílstjórinn handtekinn
Á vettvangi#1

Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíls­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið undanfarið ár