Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ritstjóri

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið
FréttirUppreist æru

Brynj­ar þekkti með­mæl­anda Roberts Dow­ney þeg­ar hann stýrði fundi um mál­ið

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, teng­ist með­mæl­anda Roberts Dow­ney, en hann skip­aði sama fót­boltalið og Hall­dór Ein­ars­son auk þess sem þeir unnu sam­an. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar gekk út af fundi um máls­með­ferð­ina án þess að kynna sér gögn sem lögð voru fram á fund­in­um, með­al ann­ars um með­mæl­end­ur Roberts. Í lok fund­ar­ins lýsti formað­ur Pírata yf­ir van­trausti á Brynj­ar.
Þegar Bjarni ætlaði að hafa lífshamingjuna að leiðarljósi
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar Bjarni ætl­aði að hafa lífs­ham­ingj­una að leið­ar­ljósi

„Hvernig for­sæt­is­ráð­herra yrði ég?“ spurði Bjarni Bene­dikts­son fyr­ir kosn­ing­ar, sá sem hlustaði á hjarta þjóð­ar­inn­ar og hefði það að leið­ar­ljósi að auka lífs­ham­ingju fólks. Samt er heil­brigðis­kerf­ið fjár­svelt, pen­inga skort­ir í úr­ræði sem eiga að grípa ungt fólk og and­legri heilsu þess hrak­ar.
„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
ViðtalBörn fanga

„Mér leið eins og pabbi minn hefði dá­ið nema hvað ég sat uppi með skömm­ina“

Emma var tíu ára göm­ul þeg­ar bank­að var upp á og henni til­kynnt að fað­ir henn­ar hefði ver­ið hand­tek­inn. Næstu ár­in sat hann í fang­elsi en eft­ir sat hún, upp­full af skömm og sekt­ar­kennd sem var ekki henn­ar. Á með­an hún glímdi við um­tal og dóma sam­fé­lags­ins, þar sem fólk hringdi heim til henn­ar til að níð­ast á fjöl­skyld­unni og kenn­ari í mennta­skóla kall­aði hana að­eins föð­ur­nafn­inu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð mann­eskja.
Börn fanga, afskipt og einmana
Fréttir

Börn fanga, af­skipt og einmana

Börn fanga glíma við marg­vís­lega erf­ið­leika í upp­vext­in­um sem get­ur haft mik­il og langvar­andi áhrif á líf þeirra og geð­heilsu. Hvergi virð­ist vera gert ráð fyr­ir þess­um börn­um í kerf­inu og eng­in úr­ræði standa þeim til boða. Þvert á móti eru þau jað­ar­sett, stimpl­uð og glíma við skiln­ings­leysi. Í stað þess að veita ung­um dreng stuðn­ing­inn sem hann þurfti þeg­ar fað­ir hans fór í fang­elsi var hann sett­ur í hlut­verk vand­ræða­gemlings, þar til hann gekkst við því sjálf­ur og var send­ur í skóla fyr­ir vand­ræð­aunglinga.
Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin
Fréttir

Jón Stein­ar seg­ir að þo­lend­um Ró­berts myndi líða bet­ur ef þeir fyr­ir­gæfu brot­in

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.
Það sem SÁÁ vill ekki tala um
Rannsókn

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Með­ferð SÁÁ snýst um að lækna „lífs­hættu­leg­an heila­sjúk­dóm,“ en kon­ur hafa upp­lif­að ógn­an­ir og áreitni frá dæmd­um brota­mönn­um í með­ferð­inni. Ung stúlka lýs­ir því hvernig hún hætti í með­ferð vegna ógn­ana og áreit­is. Vin­kona móð­ur henn­ar var vik­ið fyr­ir­vara­laust úr með­ferð án skýr­inga, eft­ir að hún til­kynnti um áreitni, og ekki vís­að í önn­ur úr­ræði þrátt fyr­ir al­var­leika sjúk­dóms­ins. For­svars­menn SÁÁ segja gagn­rýni ógna ör­yggi og heilsu annarra sjúk­linga og vísa henni á bug.
Var á leið í Hugarafl þegar sonurinn svipti sig lífi
Viðtal

Var á leið í Hug­arafl þeg­ar son­ur­inn svipti sig lífi

Átta ein­stak­ling­ar sem hafa veikst á geði segja frá því hvernig þeir þurftu að yf­ir­stíga for­dóma sam­fé­lags­ins til þess að leita sér að­stoð­ar, hvernig þeir hefðu vilj­að hafa að­gang að skóla­sál­fræð­ing og hvernig geð­heil­brigðis­kerf­ið reynd­ist þeim í raun. Ein er hrædd um að ef hún hefði ekki feng­ið stuðn­ing Hug­arafls hefði hún svipt sig lífi, líkt og son­ur henn­ar gerði.
Endaði barnshafandi á geðdeild
Viðtal

End­aði barns­haf­andi á geð­deild

Mál­fríð­ur Hrund Ein­ars­dótt­ir, formað­ur Hug­arafls, seg­ir frá því hvernig hvert áfall­ið á fæt­ur öðru varð til þess að hún missti geð­heils­una og metn­að­inn og fest­ist í hlut­verki sjúk­lings, sem átti ekki að rugga bátn­um, ekki ögra sjálf­um sér eða um­hverf­inu, eða gera neitt sem gæti orð­ið til þess að hann fengi kast eða yrði leið­ur. Hún seg­ir frá því hvernig henni tókst að rjúfa þenn­an víta­hring, finna sína styrk­leika og fara að lifa á ný.
Íslenska geðveikin
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Ís­lenska geð­veik­in

Þeir sem eru ósátt­ur við stöð­una á Ís­landi eru sagð­ir geð­veik­ir af for­sæt­is­ráð­herra. Að­hald og nið­ur­skurð­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í geð­heil­brigð­is­mál­um veld­ur hins veg­ar gríð­ar­leg­um kostn­aði, sam­félgasleg­um og fjár­hags­leg­um. Skert geð­heil­brigð­is­þjón­usta get­ur kostað ein­stak­linga líf, með enn meiri til­kostn­aði fyr­ir sam­fé­lag­ið og líf fólks.

Mest lesið undanfarið ár