Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar
Fréttir

Matth­ías get­ur feng­ið yf­ir­manns­stöðu hjá stofn­un sem lýt­ur ráð­herra Fram­sókn­ar

Fyrrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur tveggja ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Matth­ías Ims­land, er einn af eft­ir­standi 12 um­sækj­end­um um yf­ir­manns­starf hjá Vinnu­mála­stofn­un. Stjórn sjóðs­ins er skip­uð af Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra og er stjórn­ar­formað­ur­inn fyrr­ver­andi fram­bjóð­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík.
Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans
Fréttir

Fjöl­skylda og vin­ir Hall­dórs kost­uðu rit­un ævi­sögu hans

Ævi­saga Hall­dórs Ás­gríms­son­ar, eins um­deild­asta stjórn­mála­leið­toga Ís­lands á seinni hluta 20. ald­ar og byrj­un þeirra 21., var kost­uð af fjöl­skyldu hans og vin­um. Höf­und­ur­inn Guð­jón Frið­riks­son seg­ir að hann hafi not­ið fulls frels­is við rit­un bók­ar­inn­ar. Bók­in er ekki mjög gagn­rýn­in á póli­tísk­an fer­il Hall­dórs.
Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið
FréttirSamherjaskjölin

Björgólf­ur seg­ir að Namib­íu­mál­ið muni fá skjót­an endi eins og Seðla­banka­mál­ið

Sam­herji held­ur áfram að gagn­rýna fjöl­miðla sem fjall­að hafa um Namib­íu­mál­ið. Björgólf­ur Jó­hanns­son ýj­ar að því að sam­særi eigi sér stað gegn Sam­herja sem snú­ist um að valda fé­lag­inu skaða. For­stjór­inn seg­ir að lykt­ir máls­ins verði líkega þau sömu og í Seðla­banka­mál­inu þrátt fyr­ir að sex ein­stak­ling­ar hafi nú þeg­ar ver­ið ákærð­ir í Namib­íu.
Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja  vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Lög­mannstof­an sem „rann­sak­ar“ Sam­herja vinn­ur lög­manns­störf fyr­ir út­gerð­ina í Namib­íu

Norska lög­manns­stof­an Wik­borg Rein vinn­ur fyr­ir Sam­herja í deil­unni um tog­ar­ann Heina­ste. Sam­herji neit­aði því að lög­manns­stof­an ynni að öðru en rann­sókn­inni á Sam­herja. Tals­mað­ur lög­manns­stof­unn­ar seg­ir að vinna Wik­borg Rein í Heina­ste-deil­unni teng­ist „rann­sókn­inni“ á Sam­herja.
Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
FréttirSamherjaskjölin

Fé­lög Sam­herja greiddu 680 millj­ón­ir króna í mút­ur eft­ir að Jó­hann­es hætti

Sam­herji hef­ur síð­ast­lið­inn mán­uð ít­rek­að hald­ið því fram að Jó­hann­es Stef­áns­son hafi einn bor­ið ábyrgð á mútu­greiðsl­um fé­lags­ins í Namib­íu. Óút­skýrt er hvernig Jó­hann­es á að hafa getað tek­ið þess­ar ákvarð­an­ir einn og geng­ið frá mút­un­um út úr fé­lög­um Sam­herja, bæði með­an hann starf­aði þar og eins eft­ir að hann hætti, sem mill­i­stjórn­andi í Sam­herja­sam­stæð­unni.
Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Rík­is­bank­inn átti 3,8 millj­arða lán hjá fyr­ir­tæk­inu sem keypti Afr­íku­út­gerð Sam­herja

Lands­banki Ís­lands lán­aði fé­lagi um­svifa­mesta út­gerð­ar­manni Rúss­lands Vita­ly Or­lov, 3,8 millj­arða króna. Fé­lag Or­lovs keypti Afr­íku­út­gerð Kötlu Sea­food af Sam­hera ár­ið 2013. Al­manna­teng­ill Or­lovs seg­ir að rík­is­bank­inn Lands­bank­inn hafi ekki fjár­magn­að kaup­in á Afr­íku­út­gerð­inni þó bank­inn hafi átt veð í tog­ara fyr­ir­tæk­is Or­lovs.
Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji keypti kvóta á her­numdu svæði í Mar­okkó í gegn­um fyr­ir­tæki þing­manna

Sam­herji stund­aði arð­bær­ar veið­ar í Mar­okkó og Má­rit­an­íu á ár­un­um 2007 til 2013. Út­gerð­ar­fé­lag­ið keypti kvóta af fyr­ir­tækj­um sem tengd­ust þing­mönn­um í Mar­okkó og fund­að var með syni hers­höfð­ingja sem sagð­ur er hafa stór­efn­ast á sjáv­ar­út­vegi. Gert var ráð fyr­ir mútu­greiðsl­um sem „öðr­um kostn­aði“ í rekstr­aráætl­un­um.

Mest lesið undanfarið ár