Georg Gylfason

Blaðamaður

„Maður á ekki að berja neina hesta, ekki dauða heldur“
Fréttir

„Mað­ur á ekki að berja neina hesta, ekki dauða held­ur“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir í við­tali við Heim­ild­ina að það sé ekki rétt að líkja vinn­unni við að tryggja áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf við að berja dauð­an hest. Hann seg­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn vera reiðu­bú­inn til að halda sam­starf­inu áfram en gat ekki tjáð sig nán­ar um hvaða breyt­ing­ar verði gerð­ar á skip­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Fylgst með uppstokkun á ríkisstjórninni
Fréttir

Fylgst með upp­stokk­un á rík­is­stjórn­inni

Hóp­ur blaða­manna bíð­ur um þess­ar mund­ir í hús Al­þing­is eft­ir því að til­kynnt verð­ur um skip­an nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Sum­ir fjöl­miðla­mann­ana hafi í bið­inni ákveð­ið að stytta sér stund­ir með því að tefla. Á sama tíma og fund­að var um upp­stokk­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var hóp­ur leik­skóla­barna frá leik­skól­an­um Víði­völl­um í Hafna­firði mætt­ur í vett­vangs­ferð að heim­sækja Al­þingi.
Skiptar skoðanir um framboð Katrínar Jakobsdóttur
FréttirForsetakosningar 2024

Skipt­ar skoð­an­ir um fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fór á stúf­ana og spurði fólk í mið­bæ Reykja­vík­ur út í for­seta­kosn­ing­arn­ar framund­an. Skipt­ar skoð­an­ir voru um fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Þá var einnig mis­jafnt hve vel við­mæl­end­ur þekktu til þess ört vax­andi hóps ein­stak­linga sem hafa til­kynnt fram­boð til embætt­is for­seta Ís­lands.
Katrín verður á biðlaunum í framboði
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín verð­ur á bið­laun­um í fram­boði

Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti fyrr í dag hún hygð­ist biðj­ast lausn­ar sem for­sæt­is­ráð­herra og segja af sér þing­mennsku vegna þess að hún ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Ís­lands. Sam­kvæmt lög­um um kjör þing­manna og æðstu emb­ætt­is­manna lands­ins mun Katrín fá greidd bið­laun í sex mán­uði eft­ir að hafa feng­ið lausn úr embætti.
Katrín segir þjóðina munu skera úr um hæfi sitt í embætti forseta
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín seg­ir þjóð­ina munu skera úr um hæfi sitt í embætti for­seta

Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir í sam­tali við blaða­mann Heim­ild­ar­inn­ar að hún treysti sér til þess að gæta hlut­leys­is í sín­um ákvörð­un­um gagn­vart per­són­um og leik­end­um í stjórn­mál­um sem hún þekk­ir vel eft­ir lang­an stjórn­mála­fer­il. Þá tel­ur hún að þjóð­in muni koma til með að skera úr um hæfi henn­ar til að gegna embætti for­seta í kom­andi kosn­ing­un­um.
Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
Viðskipti

Gjör­breytt að­ferða­fræði við út­reikn­inga á vísi­tölu neyslu­verðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.
Lilja treystir því að fjármálaráðherra hafi gætt að eigin hæfi
Fréttir

Lilja treyst­ir því að fjár­mála­ráð­herra hafi gætt að eig­in hæfi

Í nýj­asta þætti Pressu ræddu Lilja Al­freðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um ný­leg kaup Lands­bank­ans á TM og við­brögð ráð­herra við þeim við­skipt­um. Spurð hvort Þór­dís Kol­brún hafi gætt að sínu hæfi áð­ur en hún hóf af­skipti af sölu­ferl­inu sagð­ist Lilja treysta því að svo væri.
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig
Fréttir

Banka­ráð Lands­bank­ans svar­ar fyr­ir sig

Banka­ráð Lands­bank­ans sendi fyr­ir stuttu frá sér til­kynn­ingu um að það hafi svar­að bréfi Banka­sýslu rík­is­ins sem stofn­un­in sendi ráð­inu 18. mars síð­ast­lið­inn. Í svari banka­ráðs kem­ur fram að ráð­ið hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­hug­uð kaup Lands­bank­ans á TM og Banka­sýsl­an hafi ekki gert nein­ar at­huga­semd­ir fyrr en eft­ir skuld­bind­andi til­boð var sam­þykkt.
Stefnu- og forystuleysi andspænis versnandi ópíóíðavanda
Fréttir

Stefnu- og for­ystu­leysi and­spæn­is versn­andi ópíóíða­vanda

Sam­kvæmt nýrri út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar rík­ir al­gjört stefnu- og for­ystu­leysi með­al stjórn­valda gagn­vart ópíóíðafar­aldr­in­um sem nú geis­ar hér á landi. Ekk­ert ráðu­neyti hef­ur tek­ið for­ystu í mála­flokkn­um. Eng­in skýr stefna eða að­gerðaráætl­un ligg­ur fyr­ir hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli tak­ast á við ópíóíðafíkn og fíkni­vanda al­mennt.

Mest lesið undanfarið ár