Georg Gylfason

Blaðamaður

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.
Árið í myndum: Jarðhræringar á Reykjanesskaga
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga

Elds­um­brot á Reykja­nesskaga voru án efa eitt stærsta frétta­mál árs­ins. Áskor­an­irn­ar sem nátt­úru­ham­far­irn­ar færðu Ís­lend­ing­um í hend­ur voru marg­ar og erf­ið­ar. Ná­kvæmt mat á um­fangi þess­ara at­burða bíð­ur seinni tíma og mörg stór og flók­in verk­efni standa frammi fyr­ir íbú­um og stjórn­völd­um á nýju ári enda þessu skeiði í jarð­sögu lands­ins ekki lok­ið.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði
Allt af létta

Að­sókn­in dróst sam­an þeg­ar veg­ur­inn rofn­aði

Mán­uð­ur er lið­inn frá því að sund­laug­in í Grinda­vík var opn­uð á nýj­an leik. Jó­hann Árni Ólafs­son, for­stöðu­mað­ur íþrótta­mann­virkja í bæn­um, seg­ir að að­sókn­in hafi dreg­ist sam­an eft­ir að hraun flæddi yf­ir Grinda­vík­ur­veg­inn. Gest­ir laug­ar­inn­ar séu að­al­lega fá­menn­ur hóp­ur bæj­ar­búa sem eru flutt­ir aft­ur heim.
Það sem kosningabaráttan segir okkur um samfélagið
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Það sem kosn­inga­bar­átt­an seg­ir okk­ur um sam­fé­lag­ið

Síð­ustu sex vik­ur hafa ell­efu stjórn­mála­flokk­ar lagt sig fram við að kynna sín stefnu­mál og mál­flutn­ing­ur þeirra hef­ur fall­ið í mis­frjó­an jarð­veg. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa sömu­leið­is stað­ið í ströngu við að greina orð­ræð­una og hvað hún seg­ir um þá flokka sem bjóða fram til þings. Hér greina þeir hins veg­ar hvað um­ræð­an í að­drag­anda kosn­inga seg­ir um sam­fé­lag­ið.
Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin
FréttirAlþingiskosningar 2024

Sam­mála um að bráða­mót­tak­an sé sprung­in

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra mættu í Pressu til þess að ræða stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins. Bæði sögð­ust sam­mála um fleiri mál en þeim grein­ir á um. Sögðu bæði að hús­næði bráða­mót­tök­un­ar væri sprung­ið og að nýr lands­spít­ali hefði átt að rísa fyr­ir mörg­um ár­um síð­an.
Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
Fréttir

Eng­in svör borist frá Bakka­var­ar­bræðr­um

Kjara­deilu starfs­fólks í verk­smiðju Bakka­var­ar í Bretlandi er hvergi nærri lok­ið. Sendi­nefnd á veg­um breska stétt­ar­fé­lags­ins kom ný­ver­ið til lands­ins til að ná at­hygli bræðr­anna Lýðs og Ág­ústs Guð­munds­sona og þrýsta á þá til að beita sér fyr­ir því að leysa úr kjara­deil­unni. Eng­in svör hafa borist frá bræðr­un­um og út­lit er fyr­ir að verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­manna muni drag­ast fram yf­ir des­em­ber.
Möguleikar til að komast af leigumarkaði lítið breyst síðan 2011
Fréttir

Mögu­leik­ar til að kom­ast af leigu­mark­aði lít­ið breyst síð­an 2011

Ný­leg rann­sókn á stöðu leigj­enda hér á landi sýn­ir að mögu­leik­ar leigj­enda til þess að safna fyr­ir út­borg­un fyr­ir eig­in hús­næði hafa nán­ast stað­ið í stað frá ár­inu 2011. Nið­ur­stöð­urn­ar þykja slá­andi í ljósi þess mikla hag­vaxt­ar og kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar sem hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um ár­um. Már Wolfgang Mixa, dós­ent í við­skipta­fræði og einn höf­unda grein­ar­inn­ar, seg­ir að mark­aðsöfl­in hafi skil­að tak­mörk­uð­um ár­angri í að leysa úr hús­næð­is­vand­an­um.
Ráðuneytið svarar fyrir sendiherraskipanir Bjarna
Fréttir

Ráðu­neyt­ið svar­ar fyr­ir sendi­herra­skip­an­ir Bjarna

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur loks orð­ið við beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um upp­lýs­ing­ar um skip­an­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar á sendi­herr­um í Róm og Washingt­on D.C. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata og flutn­ings­mað­ur fyr­ir­spurn­ar­inn­ar í nefnd­inni, seg­ir svör ráðu­neyt­is­ins vera þunn­an þrett­ánda og sýni glöggt hversu hroð­virkn­is­lega hafi ver­ið unn­ið að skip­un­um ráð­herra.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.
Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mánuði að svara fyrir skipunina
Fréttir

Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mán­uði að svara fyr­ir skip­un­ina

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata sem sit­ur í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór hörð­um orð­um um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir að hafa ekki enn orð­ið við beiðni nefnd­ar­inn­ar um að upp­lýsa um skip­un sendi­herra Banda­ríkj­anna. Fimm mán­uð­ir eru síð­an beiðn­in var mót­tek­in en sam­kvæmt lög­um ber stjórn­völd­um að svara beiðn­um nefnd­ar­inn­ar eigi síð­ar en viku eft­ir að hún hef­ur ver­ið mót­tek­in.

Mest lesið undanfarið ár