Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
Fréttir

Valdatafl í Kaup­fé­lag­inu: Það sem ekki er sagt í Skaga­firði

Þórólf­ur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri í Skaga­firði, trón­ir á toppn­um með meira en tvö­falt hærri tekj­ur en næst­tekju­hæsti Skag­firð­ing­ur­inn. Upp­sögn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Hólm­fríði Sveins­dótt­ur hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um Iceprotein og Prot­is, hef­ur vak­ið upp grun­semd­ir og óánægju með hvata kaup­fé­lags­stjór­ans. Við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar segja að við­hafn­ar­við­tal við Þórólf í Morg­un­blað­inu hafi ver­ið birt til að lægja öld­urn­ar út af upp­sögn­inni og tryggja gott veð­ur á að­al­fundi kaup­fé­lags­ins. „Það er þessi of­boðs­lega hræðsla við hann,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar í Skaga­firði.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.

Mest lesið undanfarið ár