Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Vefbannið mikla í Kasmír
Erlent

Vef­bann­ið mikla í Kasmír

Íbú­ar á yf­ir­ráða­svæði Ind­verja í Kasmír hafa ver­ið úr öll­um tengsl­um við um­heim­inn síð­an í byrj­un ág­úst þeg­ar stjórn­völd lok­uðu fyr­ir in­ter­netað­gang, stöðv­uðu sjón­varps­út­send­ing­ar, sendu inn fjölda her­sveita til að fram­fylgja út­göngu­banni og hand­tóku þús­und­ir stjórn­ar­and­stæð­inga. Að­skiln­að­ar­sinn­ar segja gróf mann­rétt­inda­brot eiga sér stað í þessu svart­holi upp­lýs­inga og kjarn­orku­veld­ið Pak­ist­an gæti dreg­ist inn í átök vegna að­gerða Ind­verja.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
Fréttir

Valdatafl í Kaup­fé­lag­inu: Það sem ekki er sagt í Skaga­firði

Þórólf­ur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri í Skaga­firði, trón­ir á toppn­um með meira en tvö­falt hærri tekj­ur en næst­tekju­hæsti Skag­firð­ing­ur­inn. Upp­sögn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Hólm­fríði Sveins­dótt­ur hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um Iceprotein og Prot­is, hef­ur vak­ið upp grun­semd­ir og óánægju með hvata kaup­fé­lags­stjór­ans. Við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar segja að við­hafn­ar­við­tal við Þórólf í Morg­un­blað­inu hafi ver­ið birt til að lægja öld­urn­ar út af upp­sögn­inni og tryggja gott veð­ur á að­al­fundi kaup­fé­lags­ins. „Það er þessi of­boðs­lega hræðsla við hann,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar í Skaga­firði.

Mest lesið undanfarið ár