Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins
Viðtal

Upp­gjör um­boðs­manns: Vildi alltaf verða mál­svari litla manns­ins

Tryggvi Gunn­ars­son er hætt­ur sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is eft­ir að hafa ver­ið við­loð­andi embætt­ið í 33 ár. Hann vildi ung­ur verða „mál­svari litla manns­ins“ og hef­ur þess ut­an starf­að við að veita vald­höf­um að­hald. Hann tók á skip­un­um dóm­ara, Lands­rétt­ar­mál­inu og leka­mál­inu og þurfti ít­rek­að að verj­ast ágangi valda­mesta fólks lands­ins. Eitt skipt­ið hringdi for­sæt­is­ráð­herr­ann í hann með slík­um yf­ir­gangi að breyta þurfti regl­um um sam­skipti ráða­manna við um­boðs­mann. „Í mínu starfi hef ég feng­ið fjölda ábend­inga vegna svona sím­tala,“ seg­ir hann.
Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

Hlut­verk at­vinnu­rek­enda að sýna „auð­mýkt og sann­girni“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, seg­ir að staða fé­lags­manna sé mjög veik. Þar ríki mik­ið at­vinnu­leysi og um helm­ing­ur hafi neit­að sér um heil­brigð­is­þjón­ustu síð­ustu sex mán­uði, tæp­lega helm­ing­ur Efl­ing­ar­kvenna eigi erfitt með að ná end­um sam­an og fjórð­ung­ur karla hef­ur varla tek­ið sum­ar­frí í fimm ár. Nú þurfi að hverfa frá grimmri stefnu og inn­leiða auð­mýkt og sann­girni á vinnu­mark­aði.
„Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum“
Viðtal

„Ís­landi er að miklu leyti stjórn­að af hags­muna­hóp­um“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri seg­ir að það sé hlut­verk Seðla­banka Ís­lands að hugsa um al­manna­hags­muni í landi þar sem sér­hags­muna­hóp­ar hafa mik­il völd. Hann seg­ir að það megi aldrei ger­ast aft­ur að ,,mó­gúl­ar“ taki yf­ir stjórn fjár­mála­kerf­is­ins og lands­ins líkt og gerð­ist fyr­ir hrun­ið. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hann störf sín í Kaupþingi, at­lög­ur Sam­herja að starfs­mönn­um bank­ans, Covid-krepp­una, sam­ein­ingu FME og Seðla­bank­ans og hlut­verk bank­ans í því að auka vel­ferð á Ís­landi.
Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
Viðtal

Þung­lynd­ið ræn­ir draum­un­um en man­íu fylg­ir stjórn­leysi

Ey­dís Víg­lunds­dótt­ir greind­ist með fé­lags­fælni, átrösk­un og ADHD, sem kom síð­ar í ljós að var í raun geð­hvarfa­sýki. Hún rokk­ar á milli man­íu og þung­lynd­is, var í þung­lyndi þeg­ar við­tal­ið var tek­ið og sagð­ist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði ver­ið í man­íu þá hefði henni hún fund­ist eiga heim­inn.
„Loksins lesbía!“
Viðtal

„Loks­ins lesbía!“

Eva Jó­hanns­dótt­ir var ekki orð­in sjálf­ráða þeg­ar mað­ur beitti hana grimmi­legu of­beldi. Ann­ar mað­ur kom þar að en í stað þess að koma henni til bjarg­ar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mót­uð af þess­ari reynslu þeg­ar hún kom út úr skápn­um. „Loks­ins lesbía,“ hróp­aði afi henn­ar en homm­arn­ir í fjöl­skyld­unni eru svo marg­ir að á ætt­ar­mót­um er skellt í hóp­mynd af sam­kyn­hneigð­um. Af­inn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyr­ir hana en hún valdi aðra leið, að eign­ast barn með homm­um.
Nú skal ég segja þér leyndarmál
Viðtal

Nú skal ég segja þér leynd­ar­mál

Guð­rún Hann­es­dótt­ir skáld, mynd­list­ar­kona og hand­hafi ís­lensku þýð­ing­ar­verð­laun­anna byrj­aði ekki að skrifa fyrr en rétti tím­inn var kom­inn og hún fann að nú væri hún til­bú­in. Hún ræð­ir upp­vöxt­inn, ást, trú og list­ina, allt það sem skipt­ir máli í líf­inu, það þeg­ar hún reyndi að setja Rauð­hettu á svið með rauðri tösku í að­al­hlut­verki og komst að þeirri nið­ur­stöðu að sól­skin­ið lykt­ar af vanillu.

Mest lesið undanfarið ár